Segist ekki selja rúnstykki á 1.190 krónur heldur vel úti látna samloku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2017 10:52 Myndin af samlokunni sem deilt var í Facebook-grúppunni Bakland ferðaþjónustunnar. mynd/þórður þ. sigurjónsson „Aðalmálið er að það er ekki verið að fara rétt með. Þarna er alls ekki um að ræða rúnstykki heldur eru þetta ciabatta-brauð sem eru þyngri í sér. Rúnstykki eru um 40 til 50 grömm en ciabatta-brauð um 100 grömm. Þá er skinka, ostur, grænmeti og sósa á samlokunni,“ segir Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri kaffihússins Kaffi Hvalbaks á Húsavík, í samtali við Vísi um „stóra rúnstykkjamálið.“Frétt RÚV frá í gær um að rúnstykki með skinku og osti væri selt á 1.190 krónur á kaffihúsinu vakti mikla athygli. Dögg segist ítrekað hafa sagt við fréttamann RÚV að hún seldi ekki rúnstykki á kaffihúsi en upphaflega var mynd af samlokunni deilt á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar og töluðu ýmsir þar um okur og græðgi í tengslum við verðlagninguna. Málið var rætt við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði Helga að henni virtist sem kaffihúsið væri hreinlega að verðleggja sig út af markaðnum með þessu verði. „Auðvitað getur verð verið misjafnt eftir því hvort rúnstykki eru seld í Bónus eða bakarí eða á kaffihúsi, og staðsetningin og annað. En manni finnst þarna almennt of langt gengið og því miður að þetta sé þá dæmi þar sem menn eru ekki að horfa til langrar framtíðar því auðvitað verða alltaf verð og gæði að fara saman,“ sagði Helga í Bítinu í morgun. Aðspurð um viðbrögð Helgu segir Dögg að þá komi hún aftur að því að ekki var verið að tala um réttan hlut í fjölmiðlum í gær. „Við erum með í borðinu fimm tegundir af hleifum sem eru með grænmeti og sósu, meðal annars þennan með skinku, osti, grænmeti og sósu. Við teljum þetta vel úti látið en auðvitað er ekkert að því að skoða verðlag og það er alltaf hægt að gera það,“ segir Dögg.En ætlar hún að lækka verðið á samlokunni? „Við höfum ekki komist í að skoða það almennilega en ég ítreka að það er alltaf gott að skoða verðlag og velta vöngum yfir því.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu Árnadóttur í Bítinu í heild sinni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
„Aðalmálið er að það er ekki verið að fara rétt með. Þarna er alls ekki um að ræða rúnstykki heldur eru þetta ciabatta-brauð sem eru þyngri í sér. Rúnstykki eru um 40 til 50 grömm en ciabatta-brauð um 100 grömm. Þá er skinka, ostur, grænmeti og sósa á samlokunni,“ segir Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri kaffihússins Kaffi Hvalbaks á Húsavík, í samtali við Vísi um „stóra rúnstykkjamálið.“Frétt RÚV frá í gær um að rúnstykki með skinku og osti væri selt á 1.190 krónur á kaffihúsinu vakti mikla athygli. Dögg segist ítrekað hafa sagt við fréttamann RÚV að hún seldi ekki rúnstykki á kaffihúsi en upphaflega var mynd af samlokunni deilt á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar og töluðu ýmsir þar um okur og græðgi í tengslum við verðlagninguna. Málið var rætt við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði Helga að henni virtist sem kaffihúsið væri hreinlega að verðleggja sig út af markaðnum með þessu verði. „Auðvitað getur verð verið misjafnt eftir því hvort rúnstykki eru seld í Bónus eða bakarí eða á kaffihúsi, og staðsetningin og annað. En manni finnst þarna almennt of langt gengið og því miður að þetta sé þá dæmi þar sem menn eru ekki að horfa til langrar framtíðar því auðvitað verða alltaf verð og gæði að fara saman,“ sagði Helga í Bítinu í morgun. Aðspurð um viðbrögð Helgu segir Dögg að þá komi hún aftur að því að ekki var verið að tala um réttan hlut í fjölmiðlum í gær. „Við erum með í borðinu fimm tegundir af hleifum sem eru með grænmeti og sósu, meðal annars þennan með skinku, osti, grænmeti og sósu. Við teljum þetta vel úti látið en auðvitað er ekkert að því að skoða verðlag og það er alltaf hægt að gera það,“ segir Dögg.En ætlar hún að lækka verðið á samlokunni? „Við höfum ekki komist í að skoða það almennilega en ég ítreka að það er alltaf gott að skoða verðlag og velta vöngum yfir því.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu Árnadóttur í Bítinu í heild sinni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira