Nýir ráðherrar taka sæti í ríkisstjórn Macron Atli Ísleifsson skrifar 21. júní 2017 23:30 Francois Bayrou er formaður MoDem og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Vísir/afp Einn af þungavigtarmönnunum í ríkisstjórn Emmanuel Macron Frakklandsforseta, miðjumaðurinn François Bayrou, hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra landsins til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin verði bendluð við rannsókn á meintri spillingu. „Macron er tækifæri okkar lands,“ sagði Bayrou sem segist þó áfram styðja forsetann heilshugar. Ráðherrar úr röðum flokks Bayrou, MoDem, hafa hver á fætur öðrum sagt af sér á þessum fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar. Varnarmálaráðherrann Sylvie Goulard sagði af sér í gær og Evrópusambandsmálaráðherrann Marielle de Sarnez og dómsmálaráðherrann Bayrou í dag. Rannsóknin snýr að meintum brotum Evrópuþingmanna flokksins, sem eru sagðir hafa gerst brotlegir varðandi greiðslur til aðstoðarmanna sinna. Þeir neita allir sök í málinu og segir Bayrou að Evrópuþingmennirnir hafi aldrei haft neina ímyndaða starfsmenn á launaskrá.Sylvie Goulard, Francois Bayrou og Marielle de Sarnez.Vísir/AFPBayrou og samflokksmenn hans vilja hins vegar ekki að rannsóknin þvælist fyrir ríkisstjórn Macron, sér í lagi eftir að Macron talaði mikið fyrir því í kosningabaráttunni að útrýma spillingu úr frönskum stjórnmálum. Hinn 66 ára Bayrou mun nú einbeita sér að starfi sem borgarstjóri í Pau í suðurhluta landsins. Richard Ferrand lét af starfi sem ráðherra héraðsmála fyrr í vikunni og tók við formennsku í þingflokki LREM, flokki Macron forseta. Ferrand er nú til rannsóknar vegna mála frá þeim tíma þegar hann starfaði sem þingmaður Sósíalistaflokksins frá árinu 2012. Nicole Belloubet frá stjórnarskrárráði landsins, hefur verið skipuð nýr dómsmálaráðherra, Florence Parly frá járnbrautafélaginu SNCF nýr varnarmálaráðherra og Nathalie Loiseau,rektor skólans ENA, nýr Evrópusambandsmálaráðherra. Frakkland Tengdar fréttir Le-Pen krefst afsagnar dóttur sinnar Samband þeirra feðgina hefur ekki verið náið síðan dóttirin rak föður sinn úr flokknum árið 2015 vegna þess að hann hafði gert lítið úr helförinni. 21. júní 2017 07:00 Ný öfl í frönskum stjórnmálum: Flokkur Macron með meirihluta franska þingsins Flokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur unnið meirihluta þingsæta í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem haldin var í gær. Flokkurinn forsetans, La République en Marche ásamt Modem, Lýðræðishreyfingunni, fengu samtals 350 þingsæti. 19. júní 2017 08:54 Macron hvetur til samstöðu á fundi með Samtökum múslíma í Frakklandi Macron lagði áherslu á að hann væri að taka við embætti á tímum þar sem landið hefði þurft að þola árásir hryðjuverkamanna sem vildu sverta mannorð múslíma í landinu og hvetja til sundrungar meðal þjóðarinnar. 21. júní 2017 10:05 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Einn af þungavigtarmönnunum í ríkisstjórn Emmanuel Macron Frakklandsforseta, miðjumaðurinn François Bayrou, hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra landsins til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin verði bendluð við rannsókn á meintri spillingu. „Macron er tækifæri okkar lands,“ sagði Bayrou sem segist þó áfram styðja forsetann heilshugar. Ráðherrar úr röðum flokks Bayrou, MoDem, hafa hver á fætur öðrum sagt af sér á þessum fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar. Varnarmálaráðherrann Sylvie Goulard sagði af sér í gær og Evrópusambandsmálaráðherrann Marielle de Sarnez og dómsmálaráðherrann Bayrou í dag. Rannsóknin snýr að meintum brotum Evrópuþingmanna flokksins, sem eru sagðir hafa gerst brotlegir varðandi greiðslur til aðstoðarmanna sinna. Þeir neita allir sök í málinu og segir Bayrou að Evrópuþingmennirnir hafi aldrei haft neina ímyndaða starfsmenn á launaskrá.Sylvie Goulard, Francois Bayrou og Marielle de Sarnez.Vísir/AFPBayrou og samflokksmenn hans vilja hins vegar ekki að rannsóknin þvælist fyrir ríkisstjórn Macron, sér í lagi eftir að Macron talaði mikið fyrir því í kosningabaráttunni að útrýma spillingu úr frönskum stjórnmálum. Hinn 66 ára Bayrou mun nú einbeita sér að starfi sem borgarstjóri í Pau í suðurhluta landsins. Richard Ferrand lét af starfi sem ráðherra héraðsmála fyrr í vikunni og tók við formennsku í þingflokki LREM, flokki Macron forseta. Ferrand er nú til rannsóknar vegna mála frá þeim tíma þegar hann starfaði sem þingmaður Sósíalistaflokksins frá árinu 2012. Nicole Belloubet frá stjórnarskrárráði landsins, hefur verið skipuð nýr dómsmálaráðherra, Florence Parly frá járnbrautafélaginu SNCF nýr varnarmálaráðherra og Nathalie Loiseau,rektor skólans ENA, nýr Evrópusambandsmálaráðherra.
Frakkland Tengdar fréttir Le-Pen krefst afsagnar dóttur sinnar Samband þeirra feðgina hefur ekki verið náið síðan dóttirin rak föður sinn úr flokknum árið 2015 vegna þess að hann hafði gert lítið úr helförinni. 21. júní 2017 07:00 Ný öfl í frönskum stjórnmálum: Flokkur Macron með meirihluta franska þingsins Flokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur unnið meirihluta þingsæta í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem haldin var í gær. Flokkurinn forsetans, La République en Marche ásamt Modem, Lýðræðishreyfingunni, fengu samtals 350 þingsæti. 19. júní 2017 08:54 Macron hvetur til samstöðu á fundi með Samtökum múslíma í Frakklandi Macron lagði áherslu á að hann væri að taka við embætti á tímum þar sem landið hefði þurft að þola árásir hryðjuverkamanna sem vildu sverta mannorð múslíma í landinu og hvetja til sundrungar meðal þjóðarinnar. 21. júní 2017 10:05 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Le-Pen krefst afsagnar dóttur sinnar Samband þeirra feðgina hefur ekki verið náið síðan dóttirin rak föður sinn úr flokknum árið 2015 vegna þess að hann hafði gert lítið úr helförinni. 21. júní 2017 07:00
Ný öfl í frönskum stjórnmálum: Flokkur Macron með meirihluta franska þingsins Flokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur unnið meirihluta þingsæta í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem haldin var í gær. Flokkurinn forsetans, La République en Marche ásamt Modem, Lýðræðishreyfingunni, fengu samtals 350 þingsæti. 19. júní 2017 08:54
Macron hvetur til samstöðu á fundi með Samtökum múslíma í Frakklandi Macron lagði áherslu á að hann væri að taka við embætti á tímum þar sem landið hefði þurft að þola árásir hryðjuverkamanna sem vildu sverta mannorð múslíma í landinu og hvetja til sundrungar meðal þjóðarinnar. 21. júní 2017 10:05