Skógafoss í hættu vegna ágangs ferðamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júní 2017 09:53 Breytingin nú er tilkomin vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant. Vísir/Vilhelm Skógafoss á Suðurlandi er nú kominn á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru í hættu vegna mikils ágangs ferðamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni vegna skýrslu um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Fossinn var áður á appelsínugulum lista. Breytingin nú er tilkomin vegna „gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant,“ að því er segir í tilkynningunni. Markmið rauða listans eru meðal annars að forgangsraða fjármunum og kröftum til verndunar, að auka meðvitund um aukna hættu sem og að efla samstarf á milli umsjónaraðila, hagsmunaaðila og stofnana sem koma að fjármögnun, skipulagingu, vöktun og stjórnun svæða. Friðlandið Fjallabak, Verndarsvæði Mývatns og Laxár, Geysir, Helgustaðanáma og Reykjanesfólkvangur verða áfram á rauða listanum. „Þær aðgerðir sem hafa verið gerðar á svæðunum að undanförnu hafa verið mikilvægar en duga ekki til að þau fari af rauða listanum að þessu sinni. Landvörslu þarf að bæta umtalsvert á öllum þessum svæðum til að auka vernd þeirra. Eitt nýtt svæði kemur inn á appelsínugulan lista, Dettifoss, vegna aukins ágangs ferðamanna og lengingar ferðamannatímabilsins. Fjögur svæði fara hins vegar alveg af listanum. Þau eru Eldborg í Bláfjöllum, Fossvogsbakkar og Háubakkar vegna þess að þar hafa aðgerðir Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar í stýringu, upprætingu framandi tegunda og fræðslu bætt stöðu mála umtalsvert,“ segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan:Umhverfisstofnun gefur árlega út skýrslu um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Á tveggja ára fresti er svo gefinn út svokallaður „rauði listinn – svæði í hættu“ sem byggður er á ástandsskýrslunni. Eitt af markmiðum rauða listans er að forgangsraða kröftum og fjármunum til verndunar, að auka meðvitund um ákveðna hættu og efla samstarf meðal umsjónaraðila, hagsmunaaðila og stofnana sem koma að fjármögnun, skipulagingu, vöktun og stjórnun svæða. Sú breyting hefur nú orðið að eitt svæði, náttúruvættið Skógafoss, færist af appelsínugulum lista á rauðan lista. Svæðið lætur mikið á sjá vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant.Friðlandið Fjallabak, Helgustaðanáma, Verndarsvæði Mývatns og Laxár, Geysir og Reykjanesfólkvangur verða áfram á rauða listanum að sinni. Þær aðgerðir sem hafa verið gerðar á svæðunum að undanförnu hafa verið mikilvægar en duga ekki til að þau fari af rauða listanum að þessu sinni. Landvörslu þarf að bæta umtalsvert á öllum þessum svæðum til að auka vernd þeirra.Eitt nýtt svæði kemur inn á appelsínugulan lista, Dettifoss, vegna aukins ágangs ferðamanna og lengingar ferðamannatímabilsins.Fjögur svæði fara hins vegar alveg af listanum. Þau eru Eldborg í Bláfjöllum, Fossvogsbakkar og Háubakkar vegna þess að þar hafa aðgerðir Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar í stýringu, upprætingu framandi tegunda og fræðslu bætt stöðu mála umtalsvert.Nokkur svæði eins og Surtarbrandsgil og Dynjandi eru á batavegi en ekki farin af listanum, þar sem flestar framkvæmdir sem áætlaðar voru eru á lokametrunum en ekki búnar. Eftirlit með svæðinu hefur verið aukið, gestastofa Surtarbrandsgils hefur verið opnuð á Brjánslæk og vinna við stjórnunar- og verndaráætlun er á lokametrunum.Friðlýst svæði á Íslandi voru 114 talsins í maí 2017 en umfang þeirra, eðli og ástand er eins misjafnt og svæðin eru mörg. Svæði kunna að hafa verið friðlýst vegna náttúrufars, landslags, jarðminja, útivistar eða samblands framangreindra þátta. Margir þættir geta haft neikvæð áhrif á verndargildi friðlýstra svæða. Þó má segja að áhrif mannlegra umsvifa séu hvað mest. Mörg friðlýst svæði eru meðal vinsælustu áfangastaða ferðamanna á Íslandi. Mikilvægt er að innviðir svæðanna séu til þess búnir að taka á móti þeim fjölda sem þar staldrar við og að fræðsla innan svæðanna sé markviss og til þess fallin að stuðla að aukinni verndun íslenskrar náttúru.Umhverfisstofnun hefur fjölgað heilsársstörfum nokkuð á undanförnum árum. Nú eru svæðalandverðir á Patreksfirði, Ísafirði, Mývatni, Hellu, Vestmannaeyjum og í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Þá hefur verið ráðinn starfsmaður sem sinnir Gullfossi og Geysi sem og sérfræðingur fyrir Kerlingafjöll en til stendur að friðlýsa það svæði.Stofnunin minnir á mikilvægi þess að bæta heilsársumsjón með friðlýstum svæðum í öllum landshlutum en sérstaklega á Austurlandi og Suðvesturlandi. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Girðingu komið upp við Skógafoss Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. 29. maí 2017 08:54 Loka göngustígum við Skógafoss Umhverfisstofnun hefur brugðið á það ráð að loka einstaka göngustígum við Skógafoss á Suðurlandi vegna mikils álags á stíganna í vætutíð og hlýindum undanfarið. 8. desember 2016 10:15 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Skógafoss á Suðurlandi er nú kominn á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru í hættu vegna mikils ágangs ferðamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni vegna skýrslu um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Fossinn var áður á appelsínugulum lista. Breytingin nú er tilkomin vegna „gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant,“ að því er segir í tilkynningunni. Markmið rauða listans eru meðal annars að forgangsraða fjármunum og kröftum til verndunar, að auka meðvitund um aukna hættu sem og að efla samstarf á milli umsjónaraðila, hagsmunaaðila og stofnana sem koma að fjármögnun, skipulagingu, vöktun og stjórnun svæða. Friðlandið Fjallabak, Verndarsvæði Mývatns og Laxár, Geysir, Helgustaðanáma og Reykjanesfólkvangur verða áfram á rauða listanum. „Þær aðgerðir sem hafa verið gerðar á svæðunum að undanförnu hafa verið mikilvægar en duga ekki til að þau fari af rauða listanum að þessu sinni. Landvörslu þarf að bæta umtalsvert á öllum þessum svæðum til að auka vernd þeirra. Eitt nýtt svæði kemur inn á appelsínugulan lista, Dettifoss, vegna aukins ágangs ferðamanna og lengingar ferðamannatímabilsins. Fjögur svæði fara hins vegar alveg af listanum. Þau eru Eldborg í Bláfjöllum, Fossvogsbakkar og Háubakkar vegna þess að þar hafa aðgerðir Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar í stýringu, upprætingu framandi tegunda og fræðslu bætt stöðu mála umtalsvert,“ segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan:Umhverfisstofnun gefur árlega út skýrslu um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Á tveggja ára fresti er svo gefinn út svokallaður „rauði listinn – svæði í hættu“ sem byggður er á ástandsskýrslunni. Eitt af markmiðum rauða listans er að forgangsraða kröftum og fjármunum til verndunar, að auka meðvitund um ákveðna hættu og efla samstarf meðal umsjónaraðila, hagsmunaaðila og stofnana sem koma að fjármögnun, skipulagingu, vöktun og stjórnun svæða. Sú breyting hefur nú orðið að eitt svæði, náttúruvættið Skógafoss, færist af appelsínugulum lista á rauðan lista. Svæðið lætur mikið á sjá vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant.Friðlandið Fjallabak, Helgustaðanáma, Verndarsvæði Mývatns og Laxár, Geysir og Reykjanesfólkvangur verða áfram á rauða listanum að sinni. Þær aðgerðir sem hafa verið gerðar á svæðunum að undanförnu hafa verið mikilvægar en duga ekki til að þau fari af rauða listanum að þessu sinni. Landvörslu þarf að bæta umtalsvert á öllum þessum svæðum til að auka vernd þeirra.Eitt nýtt svæði kemur inn á appelsínugulan lista, Dettifoss, vegna aukins ágangs ferðamanna og lengingar ferðamannatímabilsins.Fjögur svæði fara hins vegar alveg af listanum. Þau eru Eldborg í Bláfjöllum, Fossvogsbakkar og Háubakkar vegna þess að þar hafa aðgerðir Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar í stýringu, upprætingu framandi tegunda og fræðslu bætt stöðu mála umtalsvert.Nokkur svæði eins og Surtarbrandsgil og Dynjandi eru á batavegi en ekki farin af listanum, þar sem flestar framkvæmdir sem áætlaðar voru eru á lokametrunum en ekki búnar. Eftirlit með svæðinu hefur verið aukið, gestastofa Surtarbrandsgils hefur verið opnuð á Brjánslæk og vinna við stjórnunar- og verndaráætlun er á lokametrunum.Friðlýst svæði á Íslandi voru 114 talsins í maí 2017 en umfang þeirra, eðli og ástand er eins misjafnt og svæðin eru mörg. Svæði kunna að hafa verið friðlýst vegna náttúrufars, landslags, jarðminja, útivistar eða samblands framangreindra þátta. Margir þættir geta haft neikvæð áhrif á verndargildi friðlýstra svæða. Þó má segja að áhrif mannlegra umsvifa séu hvað mest. Mörg friðlýst svæði eru meðal vinsælustu áfangastaða ferðamanna á Íslandi. Mikilvægt er að innviðir svæðanna séu til þess búnir að taka á móti þeim fjölda sem þar staldrar við og að fræðsla innan svæðanna sé markviss og til þess fallin að stuðla að aukinni verndun íslenskrar náttúru.Umhverfisstofnun hefur fjölgað heilsársstörfum nokkuð á undanförnum árum. Nú eru svæðalandverðir á Patreksfirði, Ísafirði, Mývatni, Hellu, Vestmannaeyjum og í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Þá hefur verið ráðinn starfsmaður sem sinnir Gullfossi og Geysi sem og sérfræðingur fyrir Kerlingafjöll en til stendur að friðlýsa það svæði.Stofnunin minnir á mikilvægi þess að bæta heilsársumsjón með friðlýstum svæðum í öllum landshlutum en sérstaklega á Austurlandi og Suðvesturlandi.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Girðingu komið upp við Skógafoss Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. 29. maí 2017 08:54 Loka göngustígum við Skógafoss Umhverfisstofnun hefur brugðið á það ráð að loka einstaka göngustígum við Skógafoss á Suðurlandi vegna mikils álags á stíganna í vætutíð og hlýindum undanfarið. 8. desember 2016 10:15 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Girðingu komið upp við Skógafoss Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. 29. maí 2017 08:54
Loka göngustígum við Skógafoss Umhverfisstofnun hefur brugðið á það ráð að loka einstaka göngustígum við Skógafoss á Suðurlandi vegna mikils álags á stíganna í vætutíð og hlýindum undanfarið. 8. desember 2016 10:15