Ætla að byggja 361 íbúð á reit Útvarpshússins á næstu þremur árum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 22. júní 2017 15:59 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Hilmar Ágústsson, forstjóri byggingafélagsins Skugga, glaðir í bragði og bíða spenntir eftir splúnkunýjum íbúðum á RÚV reitnum. Reykjavíkurborg Stefnt er að því að reisa 361 íbúð á reit Útvarpshússins á næstu þremur árum. Búist er við að fyrstu íbúðirnar verði afhentar sumarið 2018. Íbúðirnar verða bæði litlar og meðalstórar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Hilmar Ágústsson, forstjóri byggingafélagsins Skugga, undirrituðu samkomulag um uppbygginguna í dag. Reykjavíkurborg mun selja Skugga 4 ehf. byggingarrétt að reitnum fyrir 175 milljónir og kaupir samhliða 15 íbúðir. Þær íbúðir verða á bilinu 40 til 60 fermetrar að stærð ásamt geymslu. Reykjavíkurborg selur þar með sinn hlut af byggingaréttinum til Skugga 4 og heldur þá Skuggi 4 öllum byggingarrétti á reitnum. Byggingarréttarsalan er hluti af endurskipulagningu RÚV reitsins og samkomulagi sem Reykjavíkurborg gerði við Ríkisútvarpið. Í lok árs 2015 var undirritaður kaupsamningur á milli RÚV og Skugga 4 um kaup á hluta af lóðarréttindum. Skuggi 4 hefur hafið framkvæmdir á reitnum en auk íbúðanna mun þar rísa 1000 fermetra atvinnuhúsnæði sem verður nýtt til þjónustu við íbúana. Skuggi 4 mun selja aðilum á frjálsum markaði íbúðir á reitnum þar með talið leigufélaga. Þetta er gert til að stuðla að félagslegri blöndun líkt og fram kemur í tilkynningu. Húsnæðismál Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Stefnt er að því að reisa 361 íbúð á reit Útvarpshússins á næstu þremur árum. Búist er við að fyrstu íbúðirnar verði afhentar sumarið 2018. Íbúðirnar verða bæði litlar og meðalstórar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Hilmar Ágústsson, forstjóri byggingafélagsins Skugga, undirrituðu samkomulag um uppbygginguna í dag. Reykjavíkurborg mun selja Skugga 4 ehf. byggingarrétt að reitnum fyrir 175 milljónir og kaupir samhliða 15 íbúðir. Þær íbúðir verða á bilinu 40 til 60 fermetrar að stærð ásamt geymslu. Reykjavíkurborg selur þar með sinn hlut af byggingaréttinum til Skugga 4 og heldur þá Skuggi 4 öllum byggingarrétti á reitnum. Byggingarréttarsalan er hluti af endurskipulagningu RÚV reitsins og samkomulagi sem Reykjavíkurborg gerði við Ríkisútvarpið. Í lok árs 2015 var undirritaður kaupsamningur á milli RÚV og Skugga 4 um kaup á hluta af lóðarréttindum. Skuggi 4 hefur hafið framkvæmdir á reitnum en auk íbúðanna mun þar rísa 1000 fermetra atvinnuhúsnæði sem verður nýtt til þjónustu við íbúana. Skuggi 4 mun selja aðilum á frjálsum markaði íbúðir á reitnum þar með talið leigufélaga. Þetta er gert til að stuðla að félagslegri blöndun líkt og fram kemur í tilkynningu.
Húsnæðismál Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira