Harðvítugar deilur í fjölskyldu Helmut Kohl heitins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júní 2017 10:24 Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, ásamt Maike Kohl-Richter, seinni konu sinni. vísir/epa Harðvítugar deilur í fjölskyldu Helmut Kohl heitins, fyrrverandi kanslara Þýskalands, eru nú í kastljósi fjölmiðla en Kohl lést þann 16. júní síðastliðinn. Fjallað er um málið á vef BBC þar sem segir frá því að sonur Kohl, Walter Kohl, hafi farið að heimili föður síns heitins í Ludwigshafen ásamt tveimur barnabörnum kanslarans fyrrverandi, barið þar að dyrum en enginn hafi svarað þeim eða viljað hleypa þeim inn. Syninum og barnabörnunum var síðan vísað frá heimilinu af lögrelgu sem tjáði Walter Kohl að nálgunarbann væri í gildi sem meinaði honum aðgang að húsinu.Walter Kohl, syni Helmut Kohl úr fyrra hjónabandi, var vísað burt af lögreglu frá heimili föður síns heitins. Með honum í för voru barnabörn kanslarans fyrrverandi.vísir/epaFjölmiðlar urðu vitni að þessu öllu þar sem fjöldi ljósmyndara, myndatökumanna og blaðamanna hafði komið sér fyrir fyrir framan heimili Kohl heitins. Atburðurinn hefur varpað ljósi á deilurnar í fjölskyldunni þótt það hafi verið á flestra vitorði að Walter Kohl og seinni konu föður hans, Maike Kohl-Richter, hafi aldrei komið saman. Í kjölfarið á sennunni við heimili Kohl sendi lögfræðingur Kohl-Richter frá sér yfirlýsingu þar sem hún kenndi syninum um allt saman. Kohl-Richter er hagfræðingur sem starfaði lengi fyrir kanslarann fyrrverandi og er ekki óumdeild. Kohl og Kohl-Richter giftust árið 2008 eftir að hann varð fyrir alvarlegum heilaskaða sem gerði það að verkum að hann gat lítið tjáð sig. Kohl-Richter er 30 árum yngri en Kohl og eftir að þau giftu sig einangraði kanslarinn sig frá aðstandendum og vinum og sást sjaldan opinberlega.Grafreitur Kohl-fjölskyldunnar í Ludwigshafen en Helmut Kohl verður ekki grafinn þar við hlið Hannelore Kohl, fyrri eiginkonu sinnar.vísir/epaKohl verður ekki grafinn í fjölskyldugrafreitnum í Ludwigshafen við hlið fyrri eiginkonu sinnar, Hannelore Kohl. Hún var með ofnæmi fyrir sólarljósi og framdi sjálfsvíg árið 2001. Í stað þess að vera grafinn í Ludwigshafen verður Kohl grafinn við Speyer-dómkirkjuna í vesturhluta Þýskalands. Þar mun Kohl-Ricther einnig vera grafin en þau breytu grafreitum sínum fyrir tveimur árum síðan. Kohl er einn dáðasti stjórnmálamaður þýskrar sögu. Hann varð kanslari Vestur-Þýskalands árið 1982 og varð síðan fyrsti kanslari sameinaðs Þýskalands og gegndi því embætti frá árinu 1990 til 1998. Tengdar fréttir Helmut Kohl er látinn Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er látinn. Hann var 87 ára gamall. 16. júní 2017 16:19 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Harðvítugar deilur í fjölskyldu Helmut Kohl heitins, fyrrverandi kanslara Þýskalands, eru nú í kastljósi fjölmiðla en Kohl lést þann 16. júní síðastliðinn. Fjallað er um málið á vef BBC þar sem segir frá því að sonur Kohl, Walter Kohl, hafi farið að heimili föður síns heitins í Ludwigshafen ásamt tveimur barnabörnum kanslarans fyrrverandi, barið þar að dyrum en enginn hafi svarað þeim eða viljað hleypa þeim inn. Syninum og barnabörnunum var síðan vísað frá heimilinu af lögrelgu sem tjáði Walter Kohl að nálgunarbann væri í gildi sem meinaði honum aðgang að húsinu.Walter Kohl, syni Helmut Kohl úr fyrra hjónabandi, var vísað burt af lögreglu frá heimili föður síns heitins. Með honum í för voru barnabörn kanslarans fyrrverandi.vísir/epaFjölmiðlar urðu vitni að þessu öllu þar sem fjöldi ljósmyndara, myndatökumanna og blaðamanna hafði komið sér fyrir fyrir framan heimili Kohl heitins. Atburðurinn hefur varpað ljósi á deilurnar í fjölskyldunni þótt það hafi verið á flestra vitorði að Walter Kohl og seinni konu föður hans, Maike Kohl-Richter, hafi aldrei komið saman. Í kjölfarið á sennunni við heimili Kohl sendi lögfræðingur Kohl-Richter frá sér yfirlýsingu þar sem hún kenndi syninum um allt saman. Kohl-Richter er hagfræðingur sem starfaði lengi fyrir kanslarann fyrrverandi og er ekki óumdeild. Kohl og Kohl-Richter giftust árið 2008 eftir að hann varð fyrir alvarlegum heilaskaða sem gerði það að verkum að hann gat lítið tjáð sig. Kohl-Richter er 30 árum yngri en Kohl og eftir að þau giftu sig einangraði kanslarinn sig frá aðstandendum og vinum og sást sjaldan opinberlega.Grafreitur Kohl-fjölskyldunnar í Ludwigshafen en Helmut Kohl verður ekki grafinn þar við hlið Hannelore Kohl, fyrri eiginkonu sinnar.vísir/epaKohl verður ekki grafinn í fjölskyldugrafreitnum í Ludwigshafen við hlið fyrri eiginkonu sinnar, Hannelore Kohl. Hún var með ofnæmi fyrir sólarljósi og framdi sjálfsvíg árið 2001. Í stað þess að vera grafinn í Ludwigshafen verður Kohl grafinn við Speyer-dómkirkjuna í vesturhluta Þýskalands. Þar mun Kohl-Ricther einnig vera grafin en þau breytu grafreitum sínum fyrir tveimur árum síðan. Kohl er einn dáðasti stjórnmálamaður þýskrar sögu. Hann varð kanslari Vestur-Þýskalands árið 1982 og varð síðan fyrsti kanslari sameinaðs Þýskalands og gegndi því embætti frá árinu 1990 til 1998.
Tengdar fréttir Helmut Kohl er látinn Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er látinn. Hann var 87 ára gamall. 16. júní 2017 16:19 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Helmut Kohl er látinn Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er látinn. Hann var 87 ára gamall. 16. júní 2017 16:19
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“