Daði Freyr sló í gegn í forkeppni Eurovision á þessu ári og Karitas vann aðra þáttaröðina af The Voice Ísland.
Daði og Karitas hafa þekkst í tíu ár og hafa þau ákveðið að skíra hljómsveit sína Karitas&Daði.
Hér að neðan má hlusta á viðtal við þau tvö sem tekið var á Bylgjunni í morgun og einnig má heyra lagið. Lagið heitir Hér og nú og stefna þau á það að gefa út þrjú lög saman á næstunni.