Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörk Fylkis í 2-0 sigri á Selfossi í Inkasso-deildinni í kvöld.
Albert er nú kominn með fimm mörk í sumar og er næstmarkahæstur í deildinni. Frammarinn Ivan Bubalo er markahæstur með sex mörk.
Albert kom Fylki yfir á 28. mínútu og hann bætti svo öðru marki við fimm mínútum fyrir hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og Árbæingar fögnuðu góðum sigri.
Með sigrinum náði Fylkir þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar. Selfoss, sem hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum, er í 4. sætinu með 13 stig.
Í hinum leik kvöldsins gerðu Leiknir R. og Haukar markalaust jafntefli.
Þessi lið eru jafntefliskóngar deildarinnar en þau hafa bæði gert fjögur jafntefli í sumar.
Leiknir R. og Haukar eru jöfn að stigum í 6. og 7. sæti deildarinnar.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Albert Brynjar skaut Selfyssinga í kaf | Markalaust í Breiðholtinu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti


„Þetta er ekki búið“
Fótbolti

Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð
Enski boltinn



Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram
Handbolti

