Arna Stefanía Guðmundsdóttir lenti í öðru sæti í 400 metra grindahlaupi kvenna á Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsum íþróttum, í Tel Aviv í dag.
Arna Stefanía hljóp 400 metrana á 57.00 sekúndum en í fyrsta sæti var Agata Zupin frá Slóveníu á tímanum 56.80. Arna var ekki langt frá því að hreppa fyrsta sætið.
Tólf keppendur voru mættir á brautina í dag en í þriðja sætinu var Daniela Ledecka frá Slóvakíu á tímanum 59.06.
Lið Íslands heldur keppni áfram í dag en Ísland sendi 32 keppendur til leiks í Tel Aviv. Hægt er að fylgjast með dagskrá og úrslitum keppninnar hér.
Arna Stefanía í öðru sæti
Elías Orri Njarðarson skrifar
