Banksy opinberaður: Safnstjóri Listasafns Akureyrar segir Banksy áhrifavald í veggjalist Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 24. júní 2017 16:07 Hlynur Hallsson segir spennandi tíma framundan. Vísir/Auðunn Níelsson Búið er að opinbera nafn manns sem líklegur er til að vera á bak við listamannsnafnið Banksy. Banksy hefur farið huldu höfði undanfarin ár. Listaverk hans hafa prýtt veggi um heim allan og í þeim er oft að finna mikla ádeilu á samfélagið og óréttlæti. CNN greinir frá. Nú er svo komið að fyrra nafn dularfulla listamannsins er komið upp á yfirborðið. Talið er að nafn hans sé Robert. Sá sem upplýsti um nafnið var breski plötusnúðurinn Goldie. Sá var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem meðal annars var fjallað um veggjalist. Goldie missti nafnið í raun út úr sér en reyndi þó að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú telja margir að Banksy sé í raun tónlistarmaðurinn Robert Del Naja, meðlimur í hljómsveitinni Massive Attack. Robert sá hefur verið bendlaður við hlutverk Banksy áður en hefur aldrei staðfest þetta.Veggurinn tákn um mótþróa „Veggurinn er almenningsrými og hefur í sér uppreisn eða mótþróa; eitthvað tjáningarform sem á sér ekki bara stað inn í listasafni heldur líka út á götu. Fólk tekur því auðvitað öðruvísi,“ segir Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Hlynur segir að það verði áhugavert að sjá hvernig Banksy eða Robert bregst við. Hlynur segir að líklega hafi Banksy viljað halda sig utan sviðsljóssins þar sem veggjalist hafi ekki beint verið lögleg. Fólk hafi líka farið að velta því fyrir sér hvort að verk hafi í raun verið eftir Banksy og það hafi einmitt gert þetta svo áhugavert. „Það hefur verið auðveldara fyrir hann að koma fram með einhver verk sem oft eru mjög gagnrýnin,“ segir Hlynur í samtali við Vísi.Önnur túlkun Hlynur segir að mögulega muni fólk túlka list Banksy á annan hátt en áður og tengja verk hans við lög og texta Massive Attack. Hann nefnir að Banksy sé mikil fyrirmynd fyrir marga. „Ég held að hann hafi haft áhrif á mjög marga, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim,“ segir Hlynur sem er veggjalistamaður sjálfur. Hlynur notast mikið við texta og nýtir orð til að búa til ádeiluverk. Hann segir áhuga fyrir veggjalist fara vaxandi. „Hérna á Íslandi hefur hún orðið meira áberandi á síðustu tíu árum heldur en þar á undan,“ svarar Hlynur. Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Búið er að opinbera nafn manns sem líklegur er til að vera á bak við listamannsnafnið Banksy. Banksy hefur farið huldu höfði undanfarin ár. Listaverk hans hafa prýtt veggi um heim allan og í þeim er oft að finna mikla ádeilu á samfélagið og óréttlæti. CNN greinir frá. Nú er svo komið að fyrra nafn dularfulla listamannsins er komið upp á yfirborðið. Talið er að nafn hans sé Robert. Sá sem upplýsti um nafnið var breski plötusnúðurinn Goldie. Sá var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem meðal annars var fjallað um veggjalist. Goldie missti nafnið í raun út úr sér en reyndi þó að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú telja margir að Banksy sé í raun tónlistarmaðurinn Robert Del Naja, meðlimur í hljómsveitinni Massive Attack. Robert sá hefur verið bendlaður við hlutverk Banksy áður en hefur aldrei staðfest þetta.Veggurinn tákn um mótþróa „Veggurinn er almenningsrými og hefur í sér uppreisn eða mótþróa; eitthvað tjáningarform sem á sér ekki bara stað inn í listasafni heldur líka út á götu. Fólk tekur því auðvitað öðruvísi,“ segir Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Hlynur segir að það verði áhugavert að sjá hvernig Banksy eða Robert bregst við. Hlynur segir að líklega hafi Banksy viljað halda sig utan sviðsljóssins þar sem veggjalist hafi ekki beint verið lögleg. Fólk hafi líka farið að velta því fyrir sér hvort að verk hafi í raun verið eftir Banksy og það hafi einmitt gert þetta svo áhugavert. „Það hefur verið auðveldara fyrir hann að koma fram með einhver verk sem oft eru mjög gagnrýnin,“ segir Hlynur í samtali við Vísi.Önnur túlkun Hlynur segir að mögulega muni fólk túlka list Banksy á annan hátt en áður og tengja verk hans við lög og texta Massive Attack. Hann nefnir að Banksy sé mikil fyrirmynd fyrir marga. „Ég held að hann hafi haft áhrif á mjög marga, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim,“ segir Hlynur sem er veggjalistamaður sjálfur. Hlynur notast mikið við texta og nýtir orð til að búa til ádeiluverk. Hann segir áhuga fyrir veggjalist fara vaxandi. „Hérna á Íslandi hefur hún orðið meira áberandi á síðustu tíu árum heldur en þar á undan,“ svarar Hlynur.
Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira