Serena biður McEnroe um að láta hana í friði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2017 08:00 Serena Williams er líklega besta tenniskona sögunnar. Vísir/Getty Serena Williams hefur sent John McEnroe tóninn eftir að sá síðarnefndi lét ummæli falla sem hafa vakið talsverða athygli. McEnroe, sem er fyrrum sjölfaldur meistari á stórmótum, sagði í viðtali við NPR-útvarpsstöðina í Bandaríkjunum að Williams myndi líklega vera í 700. sæti heimslistans ef hún myndi spila í karlaflokki. Williams er besta tenniskona heims og á met yfir flesta titla í nútímatennis en hún hefur unnið 23 stórmó á ferlinum. Hún er nú frá keppni þar sem hún er barnshafandi. McEnroe bætti við að ummælin væru ekki til þess fallinn að draga úr afrekum Williams. „Mér finnst Serena ótrúlegur leikmaður og ég reikna með því að allt sé mögulegt - kannski geti einhvern tímann kvenkyns tennisleikmaður orðið betri en allir aðrir,“ sagði McEnroe. „Ég hef bara ekki séð það gerast í neinni annarri íþrótt og ekki í tennis. Ef hún myndi spila í karlaflokki væri sagan allt önnur.“ Williams svaraði fyrir sig á Twitter-síðu sinni og bað John, sem hún bæri mikla virðingu fyrir, um að láta sig í friði þegar kæmi að ummælum sem þessum. Hún hafi enn fremur aldrei spilað við leikmann sem er í kringum 700. sæti heimslistans í karlaflokki né heldur hefði hún tíma til þess.Dear John, I adore and respect you but please please keep me out of your statements that are not factually based. — Serena Williams (@serenawilliams) June 26, 2017I've never played anyone ranked "there" nor do I have time. Respect me and my privacy as I'm trying to have a baby. Good day sir — Serena Williams (@serenawilliams) June 26, 2017BBC hafði samband við Dmitry Tursunov, rússneskan kappa sem er í 701. sæti heimslistans, sem tók undir orð McEnroe. „Raunin er að karlmenn eru yfir höfuð sterkari [en konur]. Ég vona að ég myndi hafa betur gegn Serenu,“ sagði Tursunov. Tennis Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sjá meira
Serena Williams hefur sent John McEnroe tóninn eftir að sá síðarnefndi lét ummæli falla sem hafa vakið talsverða athygli. McEnroe, sem er fyrrum sjölfaldur meistari á stórmótum, sagði í viðtali við NPR-útvarpsstöðina í Bandaríkjunum að Williams myndi líklega vera í 700. sæti heimslistans ef hún myndi spila í karlaflokki. Williams er besta tenniskona heims og á met yfir flesta titla í nútímatennis en hún hefur unnið 23 stórmó á ferlinum. Hún er nú frá keppni þar sem hún er barnshafandi. McEnroe bætti við að ummælin væru ekki til þess fallinn að draga úr afrekum Williams. „Mér finnst Serena ótrúlegur leikmaður og ég reikna með því að allt sé mögulegt - kannski geti einhvern tímann kvenkyns tennisleikmaður orðið betri en allir aðrir,“ sagði McEnroe. „Ég hef bara ekki séð það gerast í neinni annarri íþrótt og ekki í tennis. Ef hún myndi spila í karlaflokki væri sagan allt önnur.“ Williams svaraði fyrir sig á Twitter-síðu sinni og bað John, sem hún bæri mikla virðingu fyrir, um að láta sig í friði þegar kæmi að ummælum sem þessum. Hún hafi enn fremur aldrei spilað við leikmann sem er í kringum 700. sæti heimslistans í karlaflokki né heldur hefði hún tíma til þess.Dear John, I adore and respect you but please please keep me out of your statements that are not factually based. — Serena Williams (@serenawilliams) June 26, 2017I've never played anyone ranked "there" nor do I have time. Respect me and my privacy as I'm trying to have a baby. Good day sir — Serena Williams (@serenawilliams) June 26, 2017BBC hafði samband við Dmitry Tursunov, rússneskan kappa sem er í 701. sæti heimslistans, sem tók undir orð McEnroe. „Raunin er að karlmenn eru yfir höfuð sterkari [en konur]. Ég vona að ég myndi hafa betur gegn Serenu,“ sagði Tursunov.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sjá meira