Bretar bjóða Íslendingum sambærilegt Brexit-tilboð Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2017 15:44 Frá mótmælafundi á ársafmæli kosningar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Vísir/AFP Bresk stjórnvöld birtu í gær tillögur sínar er varða réttindi borgara ESB-landa í Bretlandi eftir væntanlega útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í tillögunum segir að réttindi íslenskra borgara í sambandi við útgönguna verði rædd á sambærilegan hátt. Breska sendiráðið á Íslandi vekur athygli á tillögunum, sem birtar voru í gær, í fréttatilkynningu. Tillögurnar mynda grundvöllinn fyrir fyrsta áfanga samningaviðræðna við hin 27 aðildarríki ESB um útgöngu Bretlands. Um réttindi borgara innan Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópska efnahagssvæðisins, EES, segir í grein 11 í tillögunum: „Við munum ræða svipaða tilhögun við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss á gagnkvæmum grundvelli.“ Í skýringum er enn fremur tekið fram að „ríkisstjórnin hefur sagt að hún óski eftir því að fara nákvæmlega eins með ríkisborgara EFTA-ríkja og ríkisborgara ESB-ríkja.“ Þá segist breska ríkisstjórnin jafnframt vonast eftir því að breskir ríkisborgarar hljóti sömu meðferð í EFTA-ríkjum. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa tekið fálega í tillögur Breta varðandi stöðu Evrópubúa í Bretlandi að lokinni útgöngu Breta úr sambandinu. Theresa May forsætisráðherra segir tilboð hennar hins vegar sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa landanna eftir sambandsslitin. Brexit Tengdar fréttir Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta Forseti leiðtogaráðs ESB segir tilboð Breta er varðar réttindi borgara Evrópusambandsins í Bretlandi ófullnægjandi. Forsætisráðherra Bretlands segir tilboðið sanngjarnt og sett fram af alvöru. 24. júní 2017 07:00 Tilboði May um réttindi ESB borgara fálega tekið í Brussel Forsætisráðherra Bretlands segir tilboð hennar um stöðu ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi eftir Brexit vera sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa. 23. júní 2017 18:49 Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn Brexitmálaráðherra segir líklegt, þó ekki öruggt, að fríverslunarsamningur náist við Evrópusambandið. Enginn samningur væri þó betri en samningur sem væri til þess gerður að refsa Bretum fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu. 26. júní 2017 07:00 May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Bresk stjórnvöld birtu í gær tillögur sínar er varða réttindi borgara ESB-landa í Bretlandi eftir væntanlega útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í tillögunum segir að réttindi íslenskra borgara í sambandi við útgönguna verði rædd á sambærilegan hátt. Breska sendiráðið á Íslandi vekur athygli á tillögunum, sem birtar voru í gær, í fréttatilkynningu. Tillögurnar mynda grundvöllinn fyrir fyrsta áfanga samningaviðræðna við hin 27 aðildarríki ESB um útgöngu Bretlands. Um réttindi borgara innan Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópska efnahagssvæðisins, EES, segir í grein 11 í tillögunum: „Við munum ræða svipaða tilhögun við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss á gagnkvæmum grundvelli.“ Í skýringum er enn fremur tekið fram að „ríkisstjórnin hefur sagt að hún óski eftir því að fara nákvæmlega eins með ríkisborgara EFTA-ríkja og ríkisborgara ESB-ríkja.“ Þá segist breska ríkisstjórnin jafnframt vonast eftir því að breskir ríkisborgarar hljóti sömu meðferð í EFTA-ríkjum. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa tekið fálega í tillögur Breta varðandi stöðu Evrópubúa í Bretlandi að lokinni útgöngu Breta úr sambandinu. Theresa May forsætisráðherra segir tilboð hennar hins vegar sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa landanna eftir sambandsslitin.
Brexit Tengdar fréttir Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta Forseti leiðtogaráðs ESB segir tilboð Breta er varðar réttindi borgara Evrópusambandsins í Bretlandi ófullnægjandi. Forsætisráðherra Bretlands segir tilboðið sanngjarnt og sett fram af alvöru. 24. júní 2017 07:00 Tilboði May um réttindi ESB borgara fálega tekið í Brussel Forsætisráðherra Bretlands segir tilboð hennar um stöðu ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi eftir Brexit vera sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa. 23. júní 2017 18:49 Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn Brexitmálaráðherra segir líklegt, þó ekki öruggt, að fríverslunarsamningur náist við Evrópusambandið. Enginn samningur væri þó betri en samningur sem væri til þess gerður að refsa Bretum fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu. 26. júní 2017 07:00 May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta Forseti leiðtogaráðs ESB segir tilboð Breta er varðar réttindi borgara Evrópusambandsins í Bretlandi ófullnægjandi. Forsætisráðherra Bretlands segir tilboðið sanngjarnt og sett fram af alvöru. 24. júní 2017 07:00
Tilboði May um réttindi ESB borgara fálega tekið í Brussel Forsætisráðherra Bretlands segir tilboð hennar um stöðu ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi eftir Brexit vera sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa. 23. júní 2017 18:49
Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn Brexitmálaráðherra segir líklegt, þó ekki öruggt, að fríverslunarsamningur náist við Evrópusambandið. Enginn samningur væri þó betri en samningur sem væri til þess gerður að refsa Bretum fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu. 26. júní 2017 07:00
May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03