Borgarastyrjöld eða aðeins einangrað tilvik Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Lögregla þurfti að varpa táragasi á mótmælendur í Karakas í gær. Vísir/AFP Óljóst er hversu mikils stuðnings Oscar Pérez, lögregluþjónn sem stal þyrlu og varpaði úr henni sprengjum á hús hæstaréttar landsins í Karakas, höfuðborg Venesúela, í gær nýtur. Pérez birti myndband á Instagram í gær þar sem hann lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Fyrir aftan hann stóðu fjórir grímuklæddir og þungvopnaðir menn. „Við erum bandalag hermanna, lögreglumanna og almennra borgara sem vill koma á jafnvægi í Venesúela og vinna gegn glæpamönnunum sem fara með stjórn ríkisins,“ sagði Pérez í myndbandinu. Hann bætti því við að bandalagið aðhylltist enga stjórnmálastefnu og studdi engan flokk. Þeir væru einfaldlega föðurlandsvinir. Fjórum handsprengjum var varpað á hæstaréttarbygginguna og þá var fimmtán skotum skotið að húsi innanríkisráðuneytisins, að því er segir í frétt Reuters. Enginn særðist í árásinni.Nicolas Maduro, forseti Venesúela. Fréttablaðið/EPANærri dagleg fjöldamótmæli hafa verið gegn ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta undanfarna mánuði og hafa nærri hundrað manns farist í átökum við her og lögreglu. Mótmæli hafa þó verið tíð frá árinu 2014 og hafa um það bil fimmtíu til viðbótar látið lífið síðan þá. Talið er að um tíu þúsund hafi verið handtekin við mótmæli undanfarin ár. Helstu ástæður mótmælanna eru spilling og afar slæmt ástand efnahagsmála þar í landi. Samkvæmt Gallup telja flestir íbúar Venesúela ríkisstjórnina spillta. Þá er gríðarleg verðbólga og mikill skortur á matvælum og öðrum nytjavörum í landinu. Í könnun Datos telur rúmur helmingur að sósíalísk ríkisstjórn Maduros beri ábyrgð á einkar slæmu ástandi efnahagsmála. Sjálfur hefur Maduro sagt að kapítalistar heyi efnahagslegt stríð gegn ríki sínu. Ef Pérez nýtur raunverulegs stuðnings gæti verið að óeirðir og mótmæli undanfarinna ára taki á sig nýja mynd og umbreytist í raunverulega borgarastyrjöld. Einnig er mögulegt að Pérez spili sig nú stærri en hann er og að Maduro stafi ekki raunveruleg hætta af honum. Forsetinn kallaði árásina hryðjuverkaárás. Þá skipaði hann hernum að vera vel á varðbergi. „Ég hef skipað hernum öllum að standa vörð um friðinn. Fyrr eða síðar munum við handsama þá sem frömdu þessa hryðjuverkaárás,“ sagði Maduro í gær. Maduro sagði að árásarmennirnir vildu fremja valdarán. Fyrr í vikunni, á þriðjudag, ítrekaði Maduro ásakanir sínar í garð Bandaríkjanna um að ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta styddi slíkar tilraunir. Á mánudag tilkynnti hann um að fimm hefðu verið handteknir, grunaðir um að leggja grunninn að innrás Bandaríkjanna í Venesúela. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Óljóst er hversu mikils stuðnings Oscar Pérez, lögregluþjónn sem stal þyrlu og varpaði úr henni sprengjum á hús hæstaréttar landsins í Karakas, höfuðborg Venesúela, í gær nýtur. Pérez birti myndband á Instagram í gær þar sem hann lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Fyrir aftan hann stóðu fjórir grímuklæddir og þungvopnaðir menn. „Við erum bandalag hermanna, lögreglumanna og almennra borgara sem vill koma á jafnvægi í Venesúela og vinna gegn glæpamönnunum sem fara með stjórn ríkisins,“ sagði Pérez í myndbandinu. Hann bætti því við að bandalagið aðhylltist enga stjórnmálastefnu og studdi engan flokk. Þeir væru einfaldlega föðurlandsvinir. Fjórum handsprengjum var varpað á hæstaréttarbygginguna og þá var fimmtán skotum skotið að húsi innanríkisráðuneytisins, að því er segir í frétt Reuters. Enginn særðist í árásinni.Nicolas Maduro, forseti Venesúela. Fréttablaðið/EPANærri dagleg fjöldamótmæli hafa verið gegn ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta undanfarna mánuði og hafa nærri hundrað manns farist í átökum við her og lögreglu. Mótmæli hafa þó verið tíð frá árinu 2014 og hafa um það bil fimmtíu til viðbótar látið lífið síðan þá. Talið er að um tíu þúsund hafi verið handtekin við mótmæli undanfarin ár. Helstu ástæður mótmælanna eru spilling og afar slæmt ástand efnahagsmála þar í landi. Samkvæmt Gallup telja flestir íbúar Venesúela ríkisstjórnina spillta. Þá er gríðarleg verðbólga og mikill skortur á matvælum og öðrum nytjavörum í landinu. Í könnun Datos telur rúmur helmingur að sósíalísk ríkisstjórn Maduros beri ábyrgð á einkar slæmu ástandi efnahagsmála. Sjálfur hefur Maduro sagt að kapítalistar heyi efnahagslegt stríð gegn ríki sínu. Ef Pérez nýtur raunverulegs stuðnings gæti verið að óeirðir og mótmæli undanfarinna ára taki á sig nýja mynd og umbreytist í raunverulega borgarastyrjöld. Einnig er mögulegt að Pérez spili sig nú stærri en hann er og að Maduro stafi ekki raunveruleg hætta af honum. Forsetinn kallaði árásina hryðjuverkaárás. Þá skipaði hann hernum að vera vel á varðbergi. „Ég hef skipað hernum öllum að standa vörð um friðinn. Fyrr eða síðar munum við handsama þá sem frömdu þessa hryðjuverkaárás,“ sagði Maduro í gær. Maduro sagði að árásarmennirnir vildu fremja valdarán. Fyrr í vikunni, á þriðjudag, ítrekaði Maduro ásakanir sínar í garð Bandaríkjanna um að ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta styddi slíkar tilraunir. Á mánudag tilkynnti hann um að fimm hefðu verið handteknir, grunaðir um að leggja grunninn að innrás Bandaríkjanna í Venesúela.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira