Curry keppir á atvinnumannamóti í golfi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. júní 2017 10:00 Stephen Curry mundar golfkylfuna. Vísir/Getty Stephen Curry er ekki aðeins einn besti körfuboltamaður heims heldur öflugur kylfingur. Hann fær nú að reyna sig gegn atvinnumönnum í íþróttinni. Curry fékk boð um að taka þátt á móti á Web.com-mótaröðinni, næststerkustu atvinnumannamótaröð Bandaríkjanna í golfi, á eftir PGA-mótaröðinni. Curry verður á meðal keppenda á Ellie Mae Classic-mótinu sem fer fram í ágúst og mun þar Curry etja kappi við atvinnumenn í golfi sem eru allir að reyna að vinna sér inn þátttökurétt á PGA-mótaröðinni. „Ég hlakka til að verða mér vonandi ekki til skammar,“ sagði Curry sem er með 2,2 í forgjöf. „Golf hefur verið ástríða hjá mér og það er sannkallaður draumur að rætast að taka þátt í sterku móti með atvinnumönnum.“ Curry varð í vor meistari með Golden State Warriors í annað skipti á ferlinum en mótið fer fram skammt frá heimavelli Golden State í Oakland. Þess má geta að Jerry Rice, einn allra besti útherji í sögu NFL-deildarinnar, keppti þrívegis á þessu sama móti en komst aldrei í gegnum niðurskurðinn. Golf NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Stephen Curry er ekki aðeins einn besti körfuboltamaður heims heldur öflugur kylfingur. Hann fær nú að reyna sig gegn atvinnumönnum í íþróttinni. Curry fékk boð um að taka þátt á móti á Web.com-mótaröðinni, næststerkustu atvinnumannamótaröð Bandaríkjanna í golfi, á eftir PGA-mótaröðinni. Curry verður á meðal keppenda á Ellie Mae Classic-mótinu sem fer fram í ágúst og mun þar Curry etja kappi við atvinnumenn í golfi sem eru allir að reyna að vinna sér inn þátttökurétt á PGA-mótaröðinni. „Ég hlakka til að verða mér vonandi ekki til skammar,“ sagði Curry sem er með 2,2 í forgjöf. „Golf hefur verið ástríða hjá mér og það er sannkallaður draumur að rætast að taka þátt í sterku móti með atvinnumönnum.“ Curry varð í vor meistari með Golden State Warriors í annað skipti á ferlinum en mótið fer fram skammt frá heimavelli Golden State í Oakland. Þess má geta að Jerry Rice, einn allra besti útherji í sögu NFL-deildarinnar, keppti þrívegis á þessu sama móti en komst aldrei í gegnum niðurskurðinn.
Golf NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira