Nýtt nafn í útgáfubransanum Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. júní 2017 13:00 Dóra Júlía er einn vinsælasti plötusnúður bæjarins og hafa karókíkvöld hennar og Þórunnar Antoníu slegið í gegn. Mynd/dóra Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf. Tilgangur félagsins er eins og segir í hlutafélagsskráningunni „Þróun, ráðgjöf, útflutningur og framleiðsla á tónlist. Umboðsmennska og innheimta stefgjalda og útgáfuréttar (publishing/master rights). Rekstur hljóðvers.“ Það má leiða líkur að því að hér sé að verða til nýtt „powerhouse“ í tónlistarbransanum á Íslandi en Pálmi Ragnar hefur, ásamt bróður sínum Ásgeiri Orra og Sæþóri Kristjánssyni, komið nálægt nánast öllum vinsælum poppsmellum landsins síðasta áratuginn eða svo en virðist nú vera að færa sig út í rekstur plötufyrirtækis ásamt kærustu sinni. Dóra Júlía hefur verið að gera það gott sem plötusnúður og þær Þórunn Antonía halda vikulegt karókíkvöld á Sæta svíninu. Hvorki Dóra né Pálmi vildu tjá sig um málið og því ekki ljóst hvernig rekstri plötufyrirtækisins verður háttað að öðru leyti en kemur fram í hlutafélagsskráningu en þar er Pálmi skráður sem stjórnarmaður og Dóra Júlía í varastjórn. Tónlistarútgáfa hér á landi virðist vera að vakna úr ákveðnum dvala en seint á síðasta ári stofnuðu þeir Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds plötufyrirtækið Alda Music sem nú hefur á sínum snærum listamenn eins og Úlfur Úlfur, Hildi og Ella Grill. Tónlist Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Veldu flottasta garð landsins Lífið samstarf Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf. Tilgangur félagsins er eins og segir í hlutafélagsskráningunni „Þróun, ráðgjöf, útflutningur og framleiðsla á tónlist. Umboðsmennska og innheimta stefgjalda og útgáfuréttar (publishing/master rights). Rekstur hljóðvers.“ Það má leiða líkur að því að hér sé að verða til nýtt „powerhouse“ í tónlistarbransanum á Íslandi en Pálmi Ragnar hefur, ásamt bróður sínum Ásgeiri Orra og Sæþóri Kristjánssyni, komið nálægt nánast öllum vinsælum poppsmellum landsins síðasta áratuginn eða svo en virðist nú vera að færa sig út í rekstur plötufyrirtækis ásamt kærustu sinni. Dóra Júlía hefur verið að gera það gott sem plötusnúður og þær Þórunn Antonía halda vikulegt karókíkvöld á Sæta svíninu. Hvorki Dóra né Pálmi vildu tjá sig um málið og því ekki ljóst hvernig rekstri plötufyrirtækisins verður háttað að öðru leyti en kemur fram í hlutafélagsskráningu en þar er Pálmi skráður sem stjórnarmaður og Dóra Júlía í varastjórn. Tónlistarútgáfa hér á landi virðist vera að vakna úr ákveðnum dvala en seint á síðasta ári stofnuðu þeir Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds plötufyrirtækið Alda Music sem nú hefur á sínum snærum listamenn eins og Úlfur Úlfur, Hildi og Ella Grill.
Tónlist Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Veldu flottasta garð landsins Lífið samstarf Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög