Fótafimi beint frá Chicago Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. júní 2017 13:15 DJ Earl er einn af aðalmönnunum í Teklife hópnum sem DJ Rashad heitinn stofnaði. Plötusnúðurinn DJ Earl kemur til landsins á vegum tónlistarakademíu Red Bull og býður í vinnustofu þann 15. júlí. Hann mun þeyta skífum um kvöldið eftir vinnustofuna. Í vinnustofunni fer DJ Earl yfir græjurnar sem hann notar og kennir áhorfendum hvernig eigi að henda í eitt gott Footwork-lag.Hvað er footwork? Footwork er tónlistarstefna og götudans sem á rætur sínar að rekja til Chicagoborgar og varð þar til snemma á tíunda áratugnum. Í fátækrahverfum borgarinnar dönsuðu ungmennin og kepptu sín í milli, líkt og breakdansinn í New York virkar. Hins vegar er footwork dansinn öðruvísi enda er tónlistarstefnan sem dregur nafn sitt frá dansinum margfalt hraðari en sú tónlist sem tíðkast í breakinu. Flest lögin eru í kringum 160 bpm („beats per minute“ – slög á mínútu) en það er töluvert hraðara en „venjuleg“ tónlist sem er oftast 80 – 100 bpm. Footwork er bræðingur af ýmsum stefnum eins og ghetto house, juke og hiphopi. Footwork-stefnan var bundin við Chicago þangað til árið 2007 þegar footwork-dansarar voru sýndir í myndbandinu við lagið Watch my feet með Dude ‘N Nem. Eins og með margar tónlistarstefnur sem gerjast í hrærigrauti er kannski svolítið erfitt að henda reiður á hvað nákvæmlega einkennir stefnunna - það er vonandi að Earl geti hjálpað okkur að skilja það í heimsókn sinni.DJ Rashad er talinn faðir footwork stefnunnar.DJ Rashad og Teklife hópurinn DJ Rashad hefur oft verið kallaður faðir footwork stefnunnar. Hann gerðist plötusnúður á unga aldri og spilaði mest house og juke, starfaði síðar á útvarpsstöð Kennedy-King Collage skólans og var meðlimur nokkurra danshópa – en það var þar sem hann tók að þróa footwork-stefnuna. Fyrsta útgefna lag DJ Rashads kom út árið 1998. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 2013 sem Rashad gaf út sína fyrstu breiðskífu, Double Cup, en hún fékk mjög góðar viðtökur – Mixmag gaf henni fimm stjörnur og Pitchfork (sem er þekkt fyrir nísku þegar kemur að einkunnagjöf) smellti á hana 8,6 af 10 mögulegum. Double Cup reyndist því miður vera fyrsta og eina plata Rashads en hann lést árið 2014. Áður en hann lést stofnaði Rashad þó plötufyrirtækið Teklife Records og þá komum við að DJ Earl sem er á leiðinni til landsins – en hann er meðlimur Teklife-hópsins og gefur út á Teklife Records. Hann hefur spilað á boiler room kvöldum og óteljandi klúbbum – því ættu tónlistaraðdáendur ekki að láta Earl fram hjá sér fara. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Plötusnúðurinn DJ Earl kemur til landsins á vegum tónlistarakademíu Red Bull og býður í vinnustofu þann 15. júlí. Hann mun þeyta skífum um kvöldið eftir vinnustofuna. Í vinnustofunni fer DJ Earl yfir græjurnar sem hann notar og kennir áhorfendum hvernig eigi að henda í eitt gott Footwork-lag.Hvað er footwork? Footwork er tónlistarstefna og götudans sem á rætur sínar að rekja til Chicagoborgar og varð þar til snemma á tíunda áratugnum. Í fátækrahverfum borgarinnar dönsuðu ungmennin og kepptu sín í milli, líkt og breakdansinn í New York virkar. Hins vegar er footwork dansinn öðruvísi enda er tónlistarstefnan sem dregur nafn sitt frá dansinum margfalt hraðari en sú tónlist sem tíðkast í breakinu. Flest lögin eru í kringum 160 bpm („beats per minute“ – slög á mínútu) en það er töluvert hraðara en „venjuleg“ tónlist sem er oftast 80 – 100 bpm. Footwork er bræðingur af ýmsum stefnum eins og ghetto house, juke og hiphopi. Footwork-stefnan var bundin við Chicago þangað til árið 2007 þegar footwork-dansarar voru sýndir í myndbandinu við lagið Watch my feet með Dude ‘N Nem. Eins og með margar tónlistarstefnur sem gerjast í hrærigrauti er kannski svolítið erfitt að henda reiður á hvað nákvæmlega einkennir stefnunna - það er vonandi að Earl geti hjálpað okkur að skilja það í heimsókn sinni.DJ Rashad er talinn faðir footwork stefnunnar.DJ Rashad og Teklife hópurinn DJ Rashad hefur oft verið kallaður faðir footwork stefnunnar. Hann gerðist plötusnúður á unga aldri og spilaði mest house og juke, starfaði síðar á útvarpsstöð Kennedy-King Collage skólans og var meðlimur nokkurra danshópa – en það var þar sem hann tók að þróa footwork-stefnuna. Fyrsta útgefna lag DJ Rashads kom út árið 1998. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 2013 sem Rashad gaf út sína fyrstu breiðskífu, Double Cup, en hún fékk mjög góðar viðtökur – Mixmag gaf henni fimm stjörnur og Pitchfork (sem er þekkt fyrir nísku þegar kemur að einkunnagjöf) smellti á hana 8,6 af 10 mögulegum. Double Cup reyndist því miður vera fyrsta og eina plata Rashads en hann lést árið 2014. Áður en hann lést stofnaði Rashad þó plötufyrirtækið Teklife Records og þá komum við að DJ Earl sem er á leiðinni til landsins – en hann er meðlimur Teklife-hópsins og gefur út á Teklife Records. Hann hefur spilað á boiler room kvöldum og óteljandi klúbbum – því ættu tónlistaraðdáendur ekki að láta Earl fram hjá sér fara.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira