Leiknir Fáskrúðsfirði gerði sér lítið fyrir og skellti Fylki, 3-1, í Inkasso-deild karla. Þetta var fyrsti sigur Leiknis í sumar.
Kristinn Justiniano Snjólfsson kom Leikni yfir af vítapunktinum eftir tólf mínútur og Javier Angel Del Cueto Chocano tvöfaldaði forystuna á 34. mínútu.
Emil Ásmundsson minnkaði muninn fyrir Fylki fyrir hlé, en Kristófer Páll Viðarsson gerði út um leikinn í síðari hálfleik og lokatölur 3-1.
Þetta var fyrsti sigur Leiknis í deildinni í sumar og jafnframt fyrsta tap Fylkis. Fylkir er með 13 stig í öðru sæti, en Leiknir er enn á botninum með fjögur stig.
