Liðsheildin í íslenska liðinu er það helsta sem ber að varast hjá þeim segir Luka Modric, fyrirliði Króatíu, aðspurður um hvað sé það hættulegasta við Íslands. Modric var spurður hver væri hættulegasti leikmaður Íslands.
„Ef ég þyrfti að velja einn leikmann þá væri það líklega Gylfi Sigurðsson, því hann er búinn að sanna sig í bæði Englandi og Þýskalandi,” sagði Modric á blaðamannafundi króatíska landsliðsins í dag.
„Þó held ég að mikilvægasti leikmaðurinn sé liðið sjálft. Þeir eru með mjög öfluga liðsheild,” sagði Modric ennfremur. „Við vitum að Ísland er ákveðið lið sem gefst aldrei upp. Við verðum að spila á sama hátt til að mæta þeim. Ef við gerum það þá munu vonandi gæðin okkar gera út um leikinn.”
Þjálfarinn Ante Casci tók í sama streng og bætti við að föstu leikatriði Íslands væru hættulegustu vopn liðsins.
„Þeir eru mjög hættulegir í föstum leikatriðum. VIð erum meðvitaðir um öll þeirra föstu leikatriði, en þeir unnu meðal annars Finnland 3-2 þar sem öll mörkin komu úr föstum leikatriðum," sagði þjálfarinn.
Nánar má lesa um blaðamannafundinn hér.
Modric: Ef ég þyrfti að velja einn myndi ég velja Gylfa
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn




Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti



Lést á leiðinni á æfingu
Sport

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn