Áfram Boot Camp! Ívar Halldórsson skrifar 12. júní 2017 06:00 Á þessu sumri fagna ég tíunda Boot Camp árinu mínu! Ég horfi til baka í dag og átta mig á að ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu er sú ákvörðun að skrá mig í Boot Camp. Þetta gerði ég vorið 2008. Boot Camp byggir á æfingakerfi bandarískra hermanna. Þetta er líkamsrækt sem þeir iðka í þjálfunarbúðum er þeir undirbúa sig fyrir átök af ýmsum toga á vígvellinum. Í stað hefðbundinna æfingatækja sem finnast á flestum líkamsræktarstöðvum, er aðallega unnið með eigin líkamsþyngd í Boot Camp - þótt einnig sé dálítið notast við sandpoka, keilbjöllur og kaðla. Margir ættu að kannast við þetta æfingaform úr kvikmyndum eins og “Jarhead”, “Private Benjamin og ”Stripes“. Mig grunaði þó aldrei að ég væri týpan í æfingar af þessu tagi. Einn daginn heyrði ég óvart einhverja auglýsingu frá Boot Camp; horfði niður á bumbuna á mér og ákvað, mér að óvörum, að skrá mig í 6 vikna námskeið. Ég hafði lítið hreyft mig í langan tíma, þótt ég væri farinn að sparka í bolta annað slagið með vinnufélögum mínum. Ég man að ég var mjög stressaður fyrir fyrsta Boot Camp tímann. Ég vissi að fyrsta áskorunin yrði nokkurs konar stöðumat sem innifól í sér rúmlega 2 kílómetra hlaup. Ég gerði mér ekki einu sinni almennilega grein fyrir því hversu löng vegalengd það va í raun og veru. Kvöldið fyrir fyrsta Boot Camp tímann ákvað ég því að hlaupa þessa vegalengd til þess að átta mig á hvort ég gæti þetta. Ég var hræddur um að gera mig að fífli í fyrstu áskoruninni og verða langsíðastur í hlaupinu. Daginn eftir, þegar ég vaknað eldsnemma til að fara í fyrsta tímann, var ég með hrikalegar harðsperrur eftir hlaupið kvöldið áður. Þvílíkur snillingur gat ég verið! Nú varð ég enn stressaðri fyrir hlaupið - allur einhver veginn lurkum laminn. En auðvitað endaði þetta allt saman vel. Ég var búinn að gera vel vaxinn úlfalda úr magurri mýflugu. Þegar fyrsti tíminn var loks búinn hafði ég unnið minn fyrsta sigur af fjölmörgum sem nýliði í herbúðum Boot Camp. Ég mun þó aldrei gleyma skrefunum frá dyrum stöðvarinnar að bílnum mínum eftir fyrsta tímann! Ég var gjörsamlega máttlaus í fótunum og komst rétt svo með herkjum að bílnum án þess að hrynja niður af vegna svampkenndra brauðfóta minna. Þegar ég ók loks af stað, hlýddu fæturnir mínir mér ekki og mér tókst að keyra upp á vegkant áður en ég rataði rétta leið út á Suðurlandsbrautina. Fæturnir mynduðu bandalag - ákveðnir í að gera uppreisn í kjölfar þessara nýju og áður óþekktu líkamlegu átaka. Harðsperrurnar hurfu þó á nokkrum dögum og ég gafst ekki upp. Ekki af því að ég var einhver svaka hetja, heldur vegna þess að ég var búinn að fjárfesta í 6 vikna námskeiði og ætlaði ekki að láta þá fjárhæðina sem ég greiddi fyrir námskeiðið fjúka út í veður og vind. Þetta er ein skynsamlegasta áskorun lífs míns til þessa. Ég fór þarna svo langt út fyrir þægindarammann minn að ég hefði örugglega þurft að slá inn (+354) til að ná sambandi við þann mig sem ég kannaðist betur við. Mínir nánustu töldu mig alls ekki týpuna í að stunda einhverja líkamsrækt; hvað þá hernaðarbrölt af þessu tagi! Þeir voru sannfærðir um að ég myndi aldrei endast í þessu. Á þessum 6 vikum jókst sjálfstraust mitt svo um munaði og ég fór að uppgötva hliðar á sjálfum mér sem ég hélt að væri ekki til. Þol, styrkur og úthald jókst það mikið að ég mér tókst að yfirstíga margar aðrar hindranir og áskoranir eins og 10 km og 21 km hlaup á hlaupatíma sem kom mér sjálfum og öðrum mjög á óvart. Meira að segja þjálfararnir hálf-undruðust og voru ánægðir með mín nýju afrek! Ég verð að segja að þjálfararnir í Boot Camp eru einstaklega fagmannlegir; hvetjandi og jákvæðir öllum tímu. Þeir hafa alltaf hjálpað öllum sem sækja námskeiðið að setja markið hærra og hærra hvert sinn. Þeir standa sem stólpar við bak okkar og sýna okkur óbilandi stuðning í baráttu okkar við hina ósigruðu líkamsræktar-risa í lífi okkar. Það sem einkennir Boot Camp æfingarnar er fjölbreytni, gleði, jákvæðni, hress tónlist og góður húmor. Það tekur tíma og talsverða vinnu að koma sér í gott form. En það sem gerir Boot Camp sérstakt, og í raun einstakt að mínu mati, er að ferðalagið sjálft yfir í miklu betra form er svo skemmtilegt og fjölbreytilegt! Enda hafa engar tvær æfingar, öll þessi ár mín í Boot Camp, verið eins! Frá Suðurlandsbrautinni yfir í Elliðarárdalinn - og loks yfir í Sporthúsið þar sem Boot Camp er til húsa í dag hef ég, hinn ólíklegi hermaður, fylgt þessari frábæru „hamingju-herdeild“ hvert sem hún fer og verið mjög virkur. Í dag er ég þó enn virkari en áður, skemmti mér meira en nokkru sinni fyrr og hlakka til hvers einasta tíma! Það er svo gefandi að vera umkringdur einstaklingum frá ólíkum sviðum samfélagsins og takast með þeim á við skemmtilegar áskoranir. Að horfa á venjulegt fólk yfirstíga gamlar hindranir og vinna persónulega sigra á stað þar sem einkunnarorð eins og „Ég hætti aldrei!„, „Engar afsakanir!“ og „Engin uppgjöf!“ eru drifkrafturinn. Nú á tíunda Boot Camp árinu mínu er ég sannfærðari en nokkru sinni áður um að fólk geti miklu meira en það er búið að fullvissa sig sjálft um að það geti gert. Það blundar hetja í okkur öllum sem vert er að vekja af værum blundi sem allra fyrst! Það felst hamingja í góðri heilsu og sem betur fer er hún yfirleitt bara rétt innan seilingar fyrir þá sem eru tilbúnir að teygja sig eftir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessu sumri fagna ég tíunda Boot Camp árinu mínu! Ég horfi til baka í dag og átta mig á að ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu er sú ákvörðun að skrá mig í Boot Camp. Þetta gerði ég vorið 2008. Boot Camp byggir á æfingakerfi bandarískra hermanna. Þetta er líkamsrækt sem þeir iðka í þjálfunarbúðum er þeir undirbúa sig fyrir átök af ýmsum toga á vígvellinum. Í stað hefðbundinna æfingatækja sem finnast á flestum líkamsræktarstöðvum, er aðallega unnið með eigin líkamsþyngd í Boot Camp - þótt einnig sé dálítið notast við sandpoka, keilbjöllur og kaðla. Margir ættu að kannast við þetta æfingaform úr kvikmyndum eins og “Jarhead”, “Private Benjamin og ”Stripes“. Mig grunaði þó aldrei að ég væri týpan í æfingar af þessu tagi. Einn daginn heyrði ég óvart einhverja auglýsingu frá Boot Camp; horfði niður á bumbuna á mér og ákvað, mér að óvörum, að skrá mig í 6 vikna námskeið. Ég hafði lítið hreyft mig í langan tíma, þótt ég væri farinn að sparka í bolta annað slagið með vinnufélögum mínum. Ég man að ég var mjög stressaður fyrir fyrsta Boot Camp tímann. Ég vissi að fyrsta áskorunin yrði nokkurs konar stöðumat sem innifól í sér rúmlega 2 kílómetra hlaup. Ég gerði mér ekki einu sinni almennilega grein fyrir því hversu löng vegalengd það va í raun og veru. Kvöldið fyrir fyrsta Boot Camp tímann ákvað ég því að hlaupa þessa vegalengd til þess að átta mig á hvort ég gæti þetta. Ég var hræddur um að gera mig að fífli í fyrstu áskoruninni og verða langsíðastur í hlaupinu. Daginn eftir, þegar ég vaknað eldsnemma til að fara í fyrsta tímann, var ég með hrikalegar harðsperrur eftir hlaupið kvöldið áður. Þvílíkur snillingur gat ég verið! Nú varð ég enn stressaðri fyrir hlaupið - allur einhver veginn lurkum laminn. En auðvitað endaði þetta allt saman vel. Ég var búinn að gera vel vaxinn úlfalda úr magurri mýflugu. Þegar fyrsti tíminn var loks búinn hafði ég unnið minn fyrsta sigur af fjölmörgum sem nýliði í herbúðum Boot Camp. Ég mun þó aldrei gleyma skrefunum frá dyrum stöðvarinnar að bílnum mínum eftir fyrsta tímann! Ég var gjörsamlega máttlaus í fótunum og komst rétt svo með herkjum að bílnum án þess að hrynja niður af vegna svampkenndra brauðfóta minna. Þegar ég ók loks af stað, hlýddu fæturnir mínir mér ekki og mér tókst að keyra upp á vegkant áður en ég rataði rétta leið út á Suðurlandsbrautina. Fæturnir mynduðu bandalag - ákveðnir í að gera uppreisn í kjölfar þessara nýju og áður óþekktu líkamlegu átaka. Harðsperrurnar hurfu þó á nokkrum dögum og ég gafst ekki upp. Ekki af því að ég var einhver svaka hetja, heldur vegna þess að ég var búinn að fjárfesta í 6 vikna námskeiði og ætlaði ekki að láta þá fjárhæðina sem ég greiddi fyrir námskeiðið fjúka út í veður og vind. Þetta er ein skynsamlegasta áskorun lífs míns til þessa. Ég fór þarna svo langt út fyrir þægindarammann minn að ég hefði örugglega þurft að slá inn (+354) til að ná sambandi við þann mig sem ég kannaðist betur við. Mínir nánustu töldu mig alls ekki týpuna í að stunda einhverja líkamsrækt; hvað þá hernaðarbrölt af þessu tagi! Þeir voru sannfærðir um að ég myndi aldrei endast í þessu. Á þessum 6 vikum jókst sjálfstraust mitt svo um munaði og ég fór að uppgötva hliðar á sjálfum mér sem ég hélt að væri ekki til. Þol, styrkur og úthald jókst það mikið að ég mér tókst að yfirstíga margar aðrar hindranir og áskoranir eins og 10 km og 21 km hlaup á hlaupatíma sem kom mér sjálfum og öðrum mjög á óvart. Meira að segja þjálfararnir hálf-undruðust og voru ánægðir með mín nýju afrek! Ég verð að segja að þjálfararnir í Boot Camp eru einstaklega fagmannlegir; hvetjandi og jákvæðir öllum tímu. Þeir hafa alltaf hjálpað öllum sem sækja námskeiðið að setja markið hærra og hærra hvert sinn. Þeir standa sem stólpar við bak okkar og sýna okkur óbilandi stuðning í baráttu okkar við hina ósigruðu líkamsræktar-risa í lífi okkar. Það sem einkennir Boot Camp æfingarnar er fjölbreytni, gleði, jákvæðni, hress tónlist og góður húmor. Það tekur tíma og talsverða vinnu að koma sér í gott form. En það sem gerir Boot Camp sérstakt, og í raun einstakt að mínu mati, er að ferðalagið sjálft yfir í miklu betra form er svo skemmtilegt og fjölbreytilegt! Enda hafa engar tvær æfingar, öll þessi ár mín í Boot Camp, verið eins! Frá Suðurlandsbrautinni yfir í Elliðarárdalinn - og loks yfir í Sporthúsið þar sem Boot Camp er til húsa í dag hef ég, hinn ólíklegi hermaður, fylgt þessari frábæru „hamingju-herdeild“ hvert sem hún fer og verið mjög virkur. Í dag er ég þó enn virkari en áður, skemmti mér meira en nokkru sinni fyrr og hlakka til hvers einasta tíma! Það er svo gefandi að vera umkringdur einstaklingum frá ólíkum sviðum samfélagsins og takast með þeim á við skemmtilegar áskoranir. Að horfa á venjulegt fólk yfirstíga gamlar hindranir og vinna persónulega sigra á stað þar sem einkunnarorð eins og „Ég hætti aldrei!„, „Engar afsakanir!“ og „Engin uppgjöf!“ eru drifkrafturinn. Nú á tíunda Boot Camp árinu mínu er ég sannfærðari en nokkru sinni áður um að fólk geti miklu meira en það er búið að fullvissa sig sjálft um að það geti gert. Það blundar hetja í okkur öllum sem vert er að vekja af værum blundi sem allra fyrst! Það felst hamingja í góðri heilsu og sem betur fer er hún yfirleitt bara rétt innan seilingar fyrir þá sem eru tilbúnir að teygja sig eftir henni.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun