Silva, sem er 21 árs, kemur til Milan frá Porto. Talið er að kaupverðið sé tæpar 34 milljónir punda. Silva skrifaði undir fimm ára samning við Milan.
Þótt stutt sé síðan síðasta tímabil kláraðist hefur Milan verið duglegt á félagaskiptamarkaðinum í sumar.
Silva er fjórði leikmaðurinn sem Milan fær í sumar en áður var félagið búið að kaupa Mateo Musacchio, Franck Kessie og Ricardo Rodríguez.
Silva er uppalinn hjá Porto og skoraði 24 mörk í 44 leikjum fyrir félagið. Þá hefur hann skorað sjö mörk í átta landsleikjum fyrir Portúgal.
Silva var næstmarkahæstur í portúgölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili með 16 mörk.
#ACMilan announces to have signed @andrevsilva19, who has signed a contract until 30 June 2022#welcomeSilva pic.twitter.com/sfLN3EWtVx
— AC Milan (@acmilan) June 12, 2017