Lögreglan skynjar ekki aukna hörku í undirheimunum Snærós Sindradóttir skrifar 13. júní 2017 07:00 Lögregla telur sig hafa kveðið uppgang mótorhjólasamtaka hér á landi í kútinn en fylgist vel með þróun þeirra áfram. VÍSIR/GVA Ekki eru uppi merki um aukna hörku í undirheimum Reykjavíkur og nágrennis. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að árás í Mosfellsdal hafi nýlega leitt til dauða manns, sé ekki að merkja aukna hörku heilt yfir. „Það er ákveðin harka í undirheimum þegar kemur að innheimtuaðgerðum. Þá er um að ræða innheimtur á einhverjum skuldum sem geta verið tilkomnar vegna ólögmæts athæfis og lögreglu er þar af leiðandi ekki blandað í málið,“ segir Grímur.Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brinkHann segir að vissulega megi merkja aukna hörku yfir langt tímabil. „Það má sjá þetta ef horft er yfir lengra tímabil, einhverja tugi ára, en ekkert alveg núna upp á síðkastið.“ Grímur segir að það vilji loða við grófar og glæpsamlegar innheimtuaðgerðir, alltaf kallaðar handrukkanir, að lögreglu sé ekki gert viðvart. „En ég hvet til þess að lögregla sé látin vita þegar ofbeldi er beitt í svona málum, og alltaf þegar ofbeldi er beitt.“ Einn hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal, Jón Trausti Lúthersson, er stofnandi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis sem síðar gekk inn í alþjóðasamtök Hells Angels á Íslandi. Síðar varð hann meðlimur í mótorhjólasamtökunum Outlaws. Bæði samtökin hafa áratugalanga sögu um skipulagða glæpastarfsemi þar sem þau hafa náð að skjóta rótum. Grímur segir að ekkert bendi til þess að slíkum félögum sé að vaxa ásmegin eins og ráða má af fréttaflutningi þar sem bent er á tengsl Jóns Trausta og Sveins Gests Tryggvasonar, sem einnig er grunaður í málinu, við slík samtök. „Við erum alltaf að fylgjast með þessu og höfum aðeins þær upplýsingar sem á annað borð liggja fyrir okkur á lausu. En það er ekki þannig að þeim hafi verið að vaxa mikill fiskur um hrygg. Við reynum að fylgjast vel með því hvernig þessi samtök þróast og eflast eftir atvikum.“ Hingað til hefur erlendum félagsmönnum þessara mótorhjólaklúbba verið vísað frá við komuna til landsins. Grímur segir að það hafi dregið verulega úr því að menn á vegum mótorhjólasamtaka sem stunda skipulagða glæpastarfsemi venji komur sínar hingað til lands. Lögregla hafi náð vel utan um vandamálið þegar það kom upp fyrir um áratug og upprætt, þó auðvitað verði fylgst vel með áfram. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Ekki eru uppi merki um aukna hörku í undirheimum Reykjavíkur og nágrennis. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að árás í Mosfellsdal hafi nýlega leitt til dauða manns, sé ekki að merkja aukna hörku heilt yfir. „Það er ákveðin harka í undirheimum þegar kemur að innheimtuaðgerðum. Þá er um að ræða innheimtur á einhverjum skuldum sem geta verið tilkomnar vegna ólögmæts athæfis og lögreglu er þar af leiðandi ekki blandað í málið,“ segir Grímur.Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brinkHann segir að vissulega megi merkja aukna hörku yfir langt tímabil. „Það má sjá þetta ef horft er yfir lengra tímabil, einhverja tugi ára, en ekkert alveg núna upp á síðkastið.“ Grímur segir að það vilji loða við grófar og glæpsamlegar innheimtuaðgerðir, alltaf kallaðar handrukkanir, að lögreglu sé ekki gert viðvart. „En ég hvet til þess að lögregla sé látin vita þegar ofbeldi er beitt í svona málum, og alltaf þegar ofbeldi er beitt.“ Einn hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal, Jón Trausti Lúthersson, er stofnandi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis sem síðar gekk inn í alþjóðasamtök Hells Angels á Íslandi. Síðar varð hann meðlimur í mótorhjólasamtökunum Outlaws. Bæði samtökin hafa áratugalanga sögu um skipulagða glæpastarfsemi þar sem þau hafa náð að skjóta rótum. Grímur segir að ekkert bendi til þess að slíkum félögum sé að vaxa ásmegin eins og ráða má af fréttaflutningi þar sem bent er á tengsl Jóns Trausta og Sveins Gests Tryggvasonar, sem einnig er grunaður í málinu, við slík samtök. „Við erum alltaf að fylgjast með þessu og höfum aðeins þær upplýsingar sem á annað borð liggja fyrir okkur á lausu. En það er ekki þannig að þeim hafi verið að vaxa mikill fiskur um hrygg. Við reynum að fylgjast vel með því hvernig þessi samtök þróast og eflast eftir atvikum.“ Hingað til hefur erlendum félagsmönnum þessara mótorhjólaklúbba verið vísað frá við komuna til landsins. Grímur segir að það hafi dregið verulega úr því að menn á vegum mótorhjólasamtaka sem stunda skipulagða glæpastarfsemi venji komur sínar hingað til lands. Lögregla hafi náð vel utan um vandamálið þegar það kom upp fyrir um áratug og upprætt, þó auðvitað verði fylgst vel með áfram.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira