Ómar Özcan til Íslandsbanka Hörður Ægisson skrifar 14. júní 2017 09:35 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Norðurturninum í Kópavogi. Ómar Özcan, sem hefur starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá því í ársbyrjun 2016, hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í verðbréfamiðlun Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Ómar hafði áður meðal annars starfað í eigin viðskiptum hjá Arion banka og á árunum 2009 til 2011 var hann í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og H.F. Verðbréfa. Árin 2007 og 2008 starfaði hann hjá Straumi fjárfestingabanka í eigin viðskiptum við fjárfestingar í innlendum sem og erlendum hlutabréfum ásamt því að halda utanum viðskiptavakt á innlendum hlutabréfum. Ómar Özcan hafði starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá því í mars 2016.Með ráðningu Ómars er Íslandsbanki að bregðast við brotthvarfi Harðar Steinars Sigurjónssonar og Matei Manolesco en þeir hættu í verðbréfamiðlun bankans fyrir skemmstu. Hörður Steinar réð sig til Landsbankans á meðan Matei, sem hafði aðeins starfað hjá Íslandsbanka í um þrjá mánuði, fór til Fossa markaða þar sem hann á að fylla skarð Hannesar Árdals, sem lét af störfum hjá Fossum í apríl, í miðlun skuldabréfa. Uppfært klukkan 10:41 Íslandsbanki hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar fréttar Markaðarins. Þar kemur meðal annars fram að auk Ómars hafi Elmar Árnason tekið til starfa í verðbréfamiðlun bankans. Tilkynninguna í heild má sjá hér að neðan. Ómar Özcan og Elmar Árnason hafa verið ráðnir í verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Verðbréfamiðlun er hluti af nýju sviði bankans, Fyrirtæki og fjárfestar, sem þjónar fjárfestum og stórum fyrirtækjum. Ómar er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík með meistaragráðu í Fjárfestingarstjórnun. Hann hefur undanfarið ár starfað við verðbréfamiðlun hjá Íslenskum verðbréfum og áður hjá Arion banka. Elmar Árnason er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og löggiltur verbréfamiðlari. Hann hefur starfað undanfarin tíu ár hjá VÍB, eignastýringu Íslandsbanka sem verðbréfaráðgjafi og viðskiptastjóri hjá Einkabankaþjónustu. Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta: „Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá Elmar og Ómar til liðs við verðbréfamiðlun bankans en báðir hafa mikla reynslu á fjármálamarkaði. Undanfarin ár hefur íslenskt efnahagslíf verið að glæðast og við sjáum fjölmörg tækifæri á mörkuðum. Nýtt svið bankans, Fyrirtæki og fjárfestar, gefur okkur enn fleiri sóknarfæri og möguleika á að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu.“ Ráðningar Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Ómar Özcan, sem hefur starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá því í ársbyrjun 2016, hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í verðbréfamiðlun Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Ómar hafði áður meðal annars starfað í eigin viðskiptum hjá Arion banka og á árunum 2009 til 2011 var hann í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og H.F. Verðbréfa. Árin 2007 og 2008 starfaði hann hjá Straumi fjárfestingabanka í eigin viðskiptum við fjárfestingar í innlendum sem og erlendum hlutabréfum ásamt því að halda utanum viðskiptavakt á innlendum hlutabréfum. Ómar Özcan hafði starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá því í mars 2016.Með ráðningu Ómars er Íslandsbanki að bregðast við brotthvarfi Harðar Steinars Sigurjónssonar og Matei Manolesco en þeir hættu í verðbréfamiðlun bankans fyrir skemmstu. Hörður Steinar réð sig til Landsbankans á meðan Matei, sem hafði aðeins starfað hjá Íslandsbanka í um þrjá mánuði, fór til Fossa markaða þar sem hann á að fylla skarð Hannesar Árdals, sem lét af störfum hjá Fossum í apríl, í miðlun skuldabréfa. Uppfært klukkan 10:41 Íslandsbanki hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar fréttar Markaðarins. Þar kemur meðal annars fram að auk Ómars hafi Elmar Árnason tekið til starfa í verðbréfamiðlun bankans. Tilkynninguna í heild má sjá hér að neðan. Ómar Özcan og Elmar Árnason hafa verið ráðnir í verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Verðbréfamiðlun er hluti af nýju sviði bankans, Fyrirtæki og fjárfestar, sem þjónar fjárfestum og stórum fyrirtækjum. Ómar er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík með meistaragráðu í Fjárfestingarstjórnun. Hann hefur undanfarið ár starfað við verðbréfamiðlun hjá Íslenskum verðbréfum og áður hjá Arion banka. Elmar Árnason er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og löggiltur verbréfamiðlari. Hann hefur starfað undanfarin tíu ár hjá VÍB, eignastýringu Íslandsbanka sem verðbréfaráðgjafi og viðskiptastjóri hjá Einkabankaþjónustu. Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta: „Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá Elmar og Ómar til liðs við verðbréfamiðlun bankans en báðir hafa mikla reynslu á fjármálamarkaði. Undanfarin ár hefur íslenskt efnahagslíf verið að glæðast og við sjáum fjölmörg tækifæri á mörkuðum. Nýtt svið bankans, Fyrirtæki og fjárfestar, gefur okkur enn fleiri sóknarfæri og möguleika á að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu.“
Ráðningar Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira