Microbit og hugrekki í íslensku menntakerfi Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 14. júní 2017 10:58 Í háværri umræðu um íslenskt menntakerfi gleymist gjarnan að draga fram þá einstöku stöðu sem íslensk þjóð býr yfir sem getur, samhliða annarri þróun, skilað okkur framúrskarandi árangri í menntamálum. Á Íslandi búum við í litlu samfélagi sem m.a. getur skilað árangursríku nábýli menntakerfis og atvinnulífs og, þrátt fyrir allt, eigum við menntakerfi sem stuðlar að jöfnuði og tækifærum til handa öllum börnum. Þetta eru m.a. ástæður þess að menntakerfið okkar ætti að geta brugðist við þróun í samfélaginu með kvikari hætti en aðrar þjóðir og vegna þess hve sterkar stoðir við eigum bæði í menntakerfinu og atvinnulífinu ættum við að geta skilað árangri sem eftir er tekið á heimsvísu. Nauðsynleg þróun á íslensku menntakerfi snýr að aðferðafræði og nálgun fremur en að efla hefðbundna þekkingarmiðlun. Með þessu á ég við að við þurfum að tileinka okkur nýjan hugsun þegar kemur að því hvernig við bregðumst við þróun og breyttum aðstæðum. Við þurfum að þora að fara af stað án þess að vita nákvæmlega hvert vegferðin leiðir okkur og á sama hátt þurfum við að leyfa börnum að leggja í rannsóknir og leita svara sem við þekkjum ekki. Þannig mun hlutverk þeirra sem að menntun koma í auknu mæli þróast í að skapa vettvang, aðstæður og grunn fyrir nemendur frekar en að miðla með markvissum hætti svörunum við öllum spurningunum sem við vitum. Það eru ekki svörin sem munu skila bestum árangri sem völ er á í íslensku menntakerfi. Á sama hátt verður hæfni í lausnamiðun, hugmyndaauðgi og rökhugsun ekki þjálfuð nema í umhverfi sem er vel til þess fallið að ýta undir slíka færni. Á nýliðnum vetri var farið af stað með mikilvægt verkefni fyrir íslenskt samfélag sem í raun byggir á þeim þáttum sem nefndir eru hér fyrir ofan. Microbit eða Kóðinn 1.0 er sameiginlegt verkefni opinberra aðila, fjölmiðla, atvinnulífs og íslensks menntakerfis. Verkefnið byggir á mikilvægi þess að unnið sé markvisst með forritunarkennslu, skapandi hugsun, hugmyndaauðgi og lausnamiðun. Aðilar tóku höndum saman um kaup og dreifingu á forritanlegum smátölvum, þróuðu efni og miðluðu þekkingu og hugmyndum eftir því sem framvinda gaf tilefni til. Niðurstaðan er sú að árangurinn fór fram úr björtustu vonum og verkefnið vekur athygli víða um heim, fyrst og fremst vegna aðferðafræðinnar og þeirrar nálgunar sem lögð var til grundvallar. Í upphafi var ekki vitað hver þróunin yrði og við þekktum ekki svörin við öllum spurningum en fjöldi aðila, og þar eru kennarar fremstir í flokki, höfðu hugrekki til að taka af skarið og taka afstöðu með hinu mikilvæga en lítt þekkta viðfangsefni. Það þarf hugrekki til að sleppa tökunum á „kerfinu“ sem við þekkjum og innleiða nýja hugsun. Það þarf líka hugrekki til að horfast í augu við það að svörin sem við þekkjum eru ekki svörin sem börnin okkar þurfa mest á að halda í framtíðinni. Ef við höfum kjark til að horfast í augu við þetta er okkur ekkert að vanbúnaði og við erum stóru skrefi nær því að tryggja börnunum okkar og íslensku atvinnulífi bjarta framtíð. Höfundur er sviðsstjóri fagsviðs mennta- og mannauðsmála Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Í háværri umræðu um íslenskt menntakerfi gleymist gjarnan að draga fram þá einstöku stöðu sem íslensk þjóð býr yfir sem getur, samhliða annarri þróun, skilað okkur framúrskarandi árangri í menntamálum. Á Íslandi búum við í litlu samfélagi sem m.a. getur skilað árangursríku nábýli menntakerfis og atvinnulífs og, þrátt fyrir allt, eigum við menntakerfi sem stuðlar að jöfnuði og tækifærum til handa öllum börnum. Þetta eru m.a. ástæður þess að menntakerfið okkar ætti að geta brugðist við þróun í samfélaginu með kvikari hætti en aðrar þjóðir og vegna þess hve sterkar stoðir við eigum bæði í menntakerfinu og atvinnulífinu ættum við að geta skilað árangri sem eftir er tekið á heimsvísu. Nauðsynleg þróun á íslensku menntakerfi snýr að aðferðafræði og nálgun fremur en að efla hefðbundna þekkingarmiðlun. Með þessu á ég við að við þurfum að tileinka okkur nýjan hugsun þegar kemur að því hvernig við bregðumst við þróun og breyttum aðstæðum. Við þurfum að þora að fara af stað án þess að vita nákvæmlega hvert vegferðin leiðir okkur og á sama hátt þurfum við að leyfa börnum að leggja í rannsóknir og leita svara sem við þekkjum ekki. Þannig mun hlutverk þeirra sem að menntun koma í auknu mæli þróast í að skapa vettvang, aðstæður og grunn fyrir nemendur frekar en að miðla með markvissum hætti svörunum við öllum spurningunum sem við vitum. Það eru ekki svörin sem munu skila bestum árangri sem völ er á í íslensku menntakerfi. Á sama hátt verður hæfni í lausnamiðun, hugmyndaauðgi og rökhugsun ekki þjálfuð nema í umhverfi sem er vel til þess fallið að ýta undir slíka færni. Á nýliðnum vetri var farið af stað með mikilvægt verkefni fyrir íslenskt samfélag sem í raun byggir á þeim þáttum sem nefndir eru hér fyrir ofan. Microbit eða Kóðinn 1.0 er sameiginlegt verkefni opinberra aðila, fjölmiðla, atvinnulífs og íslensks menntakerfis. Verkefnið byggir á mikilvægi þess að unnið sé markvisst með forritunarkennslu, skapandi hugsun, hugmyndaauðgi og lausnamiðun. Aðilar tóku höndum saman um kaup og dreifingu á forritanlegum smátölvum, þróuðu efni og miðluðu þekkingu og hugmyndum eftir því sem framvinda gaf tilefni til. Niðurstaðan er sú að árangurinn fór fram úr björtustu vonum og verkefnið vekur athygli víða um heim, fyrst og fremst vegna aðferðafræðinnar og þeirrar nálgunar sem lögð var til grundvallar. Í upphafi var ekki vitað hver þróunin yrði og við þekktum ekki svörin við öllum spurningum en fjöldi aðila, og þar eru kennarar fremstir í flokki, höfðu hugrekki til að taka af skarið og taka afstöðu með hinu mikilvæga en lítt þekkta viðfangsefni. Það þarf hugrekki til að sleppa tökunum á „kerfinu“ sem við þekkjum og innleiða nýja hugsun. Það þarf líka hugrekki til að horfast í augu við það að svörin sem við þekkjum eru ekki svörin sem börnin okkar þurfa mest á að halda í framtíðinni. Ef við höfum kjark til að horfast í augu við þetta er okkur ekkert að vanbúnaði og við erum stóru skrefi nær því að tryggja börnunum okkar og íslensku atvinnulífi bjarta framtíð. Höfundur er sviðsstjóri fagsviðs mennta- og mannauðsmála Samtaka iðnaðarins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun