Óþelló fyrst íslenskra leikverka til Slóvakíu Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. júní 2017 12:00 Gísli Örn verður meðal annars með Masterclass á hátíðinni. Vísir/Eyþór „Vesturporti og Þjóðleikhúsinu var boðið að fara á leiklistarhátíð í Bratislava í Slóvakíu sem er í gangi núna. Þetta er rosalega spennandi hátíð og það er gaman að segja frá því að það er orðið uppselt á sýningarnar okkar þarna – við erum að fara að sýna þetta á íslensku í aðalsalnum í þjóðleikhúsinu í Slóvakíu, sem er risastór, þannig að það er slatti af fólki að fara að horfa á þetta með texta. Gísli ætlar líka að vera með Masterclass þarna úti – það mætir fullt af fólki á það líka. Við munum svo læðast út af Grímunni, við eigum nefnilega næturflug út á föstudaginn,“ segir Nana Alfredsdóttir hjá Vesturporti en þau eru á leiðinni út til Slóvakíu með Óþelló – þar með er það í fyrsta sinn sem íslenskt leikhús er sýnt þar í landi. Það er hátíðin Eurokontext sem stendur fyrir komu Vesturports og til þess fékk hátíðin norskan EES-styrk. Dramatúrg hátíðarinnar er Miriam Kicinová og er yfirskrift hennar fremur pólitísk – sú í ár hefur til að mynda skírskotun í slóvaska öfgaflokka. „Þessi hátíð er mjög skemmtileg – það er sem sagt alltaf annað hvert ár leiklist og hitt árið ópera og dans. Nú er það leiklistin, en yfirskrift hátíðarinnar er í þetta sinn „menning ógnað af menningu“ [e. civilization threatened by civilization]. Á síðustu hátíð var talað um Berlínarmúrinn og hvernig við í Evrópu erum búin að brjóta niður Berlínarmúrinn en erum enn að byggja nýja veggi – hvernig sagan endurtekur sig. Nú er verið að ræða það að það sé ekki alltaf utanaðkomandi ógn sem stefni siðmenningunni í hættu heldur sé það eitthvað innan okkar eigin siðmenningar sem geti verið ógnin – til að mynda öfgaflokkar. Það eru sextán verk sýnd á hátíðinni og þau voru öll valin með þetta í huga, þess vegna á Óþelló upp á pallborðið þarna. Síðan er fólk líka spennt fyrir því að sjá Jagó sem kvenkarakter – þetta fræga illmenni er oftast karlhlutverk þannig að það er spenna fyrir því.“ Það virðist vera meira en nóg að gera hjá Vesturporti. Hvað er svona á döfinni? „Það er svo mikil eftirspurn eftir okkur erlendis, en við förum til Póllands í haust til dæmis – Austur-Evrópa er að kalla. Síðan erum við að sýna Í Hjarta Hróa hattar í L.A. og Ameríkutúr í kjölfarið... já og svo er það Ellý hérna heima, þannig að það er alltaf líf og fjör.“ Tengdar fréttir Týnd í plasti og vondum hugmyndum Óþelló á algjörum villigötum. 29. desember 2016 12:00 Óþelló boðin þátttaka á einni stærstu leiklistarhátíð heims Leikhópurinn mun ferðast til Bogotá í mars 2018. 28. desember 2016 20:30 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Vesturporti og Þjóðleikhúsinu var boðið að fara á leiklistarhátíð í Bratislava í Slóvakíu sem er í gangi núna. Þetta er rosalega spennandi hátíð og það er gaman að segja frá því að það er orðið uppselt á sýningarnar okkar þarna – við erum að fara að sýna þetta á íslensku í aðalsalnum í þjóðleikhúsinu í Slóvakíu, sem er risastór, þannig að það er slatti af fólki að fara að horfa á þetta með texta. Gísli ætlar líka að vera með Masterclass þarna úti – það mætir fullt af fólki á það líka. Við munum svo læðast út af Grímunni, við eigum nefnilega næturflug út á föstudaginn,“ segir Nana Alfredsdóttir hjá Vesturporti en þau eru á leiðinni út til Slóvakíu með Óþelló – þar með er það í fyrsta sinn sem íslenskt leikhús er sýnt þar í landi. Það er hátíðin Eurokontext sem stendur fyrir komu Vesturports og til þess fékk hátíðin norskan EES-styrk. Dramatúrg hátíðarinnar er Miriam Kicinová og er yfirskrift hennar fremur pólitísk – sú í ár hefur til að mynda skírskotun í slóvaska öfgaflokka. „Þessi hátíð er mjög skemmtileg – það er sem sagt alltaf annað hvert ár leiklist og hitt árið ópera og dans. Nú er það leiklistin, en yfirskrift hátíðarinnar er í þetta sinn „menning ógnað af menningu“ [e. civilization threatened by civilization]. Á síðustu hátíð var talað um Berlínarmúrinn og hvernig við í Evrópu erum búin að brjóta niður Berlínarmúrinn en erum enn að byggja nýja veggi – hvernig sagan endurtekur sig. Nú er verið að ræða það að það sé ekki alltaf utanaðkomandi ógn sem stefni siðmenningunni í hættu heldur sé það eitthvað innan okkar eigin siðmenningar sem geti verið ógnin – til að mynda öfgaflokkar. Það eru sextán verk sýnd á hátíðinni og þau voru öll valin með þetta í huga, þess vegna á Óþelló upp á pallborðið þarna. Síðan er fólk líka spennt fyrir því að sjá Jagó sem kvenkarakter – þetta fræga illmenni er oftast karlhlutverk þannig að það er spenna fyrir því.“ Það virðist vera meira en nóg að gera hjá Vesturporti. Hvað er svona á döfinni? „Það er svo mikil eftirspurn eftir okkur erlendis, en við förum til Póllands í haust til dæmis – Austur-Evrópa er að kalla. Síðan erum við að sýna Í Hjarta Hróa hattar í L.A. og Ameríkutúr í kjölfarið... já og svo er það Ellý hérna heima, þannig að það er alltaf líf og fjör.“
Tengdar fréttir Týnd í plasti og vondum hugmyndum Óþelló á algjörum villigötum. 29. desember 2016 12:00 Óþelló boðin þátttaka á einni stærstu leiklistarhátíð heims Leikhópurinn mun ferðast til Bogotá í mars 2018. 28. desember 2016 20:30 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Óþelló boðin þátttaka á einni stærstu leiklistarhátíð heims Leikhópurinn mun ferðast til Bogotá í mars 2018. 28. desember 2016 20:30
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“