Blindur írakskur flóttamaður vinnur sigur vegna örorkubóta Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2017 09:30 Tryggingastofnun vildi gera greinarmun á hverjir teldust vera flóttamenn. Vísir/Pjetur Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar um að synja blindum íröskum flóttamanni um örorkulífeyri. Tryggingastofnun taldi aðeins svonefnda kvótaflóttamenn eiga rétt á bótum strax og gæti úrskurðurinn haft fordæmisgildi í slíkum málum. Maðurinn er 44 ára gamall og hefur verið alblindur frá tólf ára aldri. Hann kom ásamt konu sinni og tveimur börnum til landsins í febrúar í fyrra. Eftir að Útlendingastofnun samþykkti umsókn fjölskyldunnar stöðu flóttamanna sótti maðurinn um örorkulífeyri og tengdar greiðslur hjá Tryggingastofnun. Tryggingastofnun hafnaði umsókninni í júlí í fyrra og vísaði til almannatryggingalaga um að umsækjendur frá löndum utan EES-svæðisins þurfi að hafa búið á Íslandi í þrjú ár til að vinna sér inn rétt á bótum.Fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu Jörgen Már Ágústsson, lögfræðingur sem vann að málinu, segir það hafa snúist um hvernig eigi að skilgreina hugtakið flóttamaður í reglugerð um framkvæmd almannatrygginga. Maðurinn færði rök fyrir því að staða hans sem flóttamanns gæfi honum rétt til bóta. Stofnunin taldi hins vegar að þágildandi útlendingalög veittu manninum ekki sömu réttindi og þeim flóttamönnum sem stjórnvöld ákveða að taka við og hafa verið nefndir kvótaflóttamenn. Úrskurðarnefndin hafnaði hins vegar túlkun Tryggingastofnunar á lögunum í úrskurði sínum sem féll í síðustu viku. Áður en útlendingalögum var breytt árið 2010 hafi einstaklingar sem Útlendingastofnun veitti vernd ekki verið skilgreindir sem flóttamenn. Lagabreytingin hafi hins vegar breytt skilgreiningunni þannig að þeir teljist síðan vera flóttamenn. Tryggingastofnun þarf að taka málið aftur til meðferðar samkvæmt úrskurðinum. Úrskurðurinn er til skoðunar hjá stofnuninni að sögn Kjartans Guðmundsson, upplýsingarfulltrúa hennar. „Við teljum að þetta sé fordæmisgefandi fyrir aðila sem eru í sambærilegri stöðu,“ segir Jörgen. Á vergangi eftir komuna til landsinsBlindrafélagið aðstoðaði fjölskylduna við málareksturinn. Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að maðurinn og fjölskylda hans hafi verið á hálfgerðum vergangi eftir komuna til Íslands. Vegfarandi hafi vísað þeim á Blindrafélagið. Í kjölfarið hafi félagið komið fjölskyldunni í þjónustu hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð þess og hún hafi fengið leiguíbúð á þess vegum. Þegar Tryggingastofnun synjaði manninum um örorkulífeyri segir Kristinn að Blindrafélagið hafi tekið við málinu og falið lögmanni sínum að kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar. Hann fagnar úrskurði nefndarinnar og telur hann fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu. „Við hljótum þá að reikna með því að hann fari þá bara á bætur,“ segir Kristinn sem telur að kona mannsins, sem einnig er öryrki, sé með sambærilegt mál í gangi hjá Tryggingastofnun.Aðstöðumunur á milli kvótaflóttamanna og annarra Athygli var vakin á aðtöðumun kvótaflóttamanna annars vegar og þeirra einstaklinga sem sækja sjálfir um hæli hér hins vegar í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem kom út í febrúar. Í henni kom einnig fram það viðhorf fólks sem starfar við aðlögun flóttafólks að nauðsynlegt sé að endurskoða þjónustu við flóttamenn til að jafna stöðu þeirra og koma í veg fyrir þá tvískiptingu sem hefur myndast milli hópanna tveggja. Lagt var til að kerfinu yrði breytt og áhersla lögð á að búa til eitt kerfi fyrir alla. Flóttamenn Tengdar fréttir Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer til Akureyrar, Reykjavíkur, Hveragerðis og á Selfoss. 28. nóvember 2016 19:00 Flóttamenn sagðir hafa óttast að svör þeirra yrðu notuð gegn þeim Skýrsla Alþjóðamálastofnunar kynnt þar sem þjónusta við flóttafólk hér á landi er greind. 27. febrúar 2017 13:56 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar um að synja blindum íröskum flóttamanni um örorkulífeyri. Tryggingastofnun taldi aðeins svonefnda kvótaflóttamenn eiga rétt á bótum strax og gæti úrskurðurinn haft fordæmisgildi í slíkum málum. Maðurinn er 44 ára gamall og hefur verið alblindur frá tólf ára aldri. Hann kom ásamt konu sinni og tveimur börnum til landsins í febrúar í fyrra. Eftir að Útlendingastofnun samþykkti umsókn fjölskyldunnar stöðu flóttamanna sótti maðurinn um örorkulífeyri og tengdar greiðslur hjá Tryggingastofnun. Tryggingastofnun hafnaði umsókninni í júlí í fyrra og vísaði til almannatryggingalaga um að umsækjendur frá löndum utan EES-svæðisins þurfi að hafa búið á Íslandi í þrjú ár til að vinna sér inn rétt á bótum.Fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu Jörgen Már Ágústsson, lögfræðingur sem vann að málinu, segir það hafa snúist um hvernig eigi að skilgreina hugtakið flóttamaður í reglugerð um framkvæmd almannatrygginga. Maðurinn færði rök fyrir því að staða hans sem flóttamanns gæfi honum rétt til bóta. Stofnunin taldi hins vegar að þágildandi útlendingalög veittu manninum ekki sömu réttindi og þeim flóttamönnum sem stjórnvöld ákveða að taka við og hafa verið nefndir kvótaflóttamenn. Úrskurðarnefndin hafnaði hins vegar túlkun Tryggingastofnunar á lögunum í úrskurði sínum sem féll í síðustu viku. Áður en útlendingalögum var breytt árið 2010 hafi einstaklingar sem Útlendingastofnun veitti vernd ekki verið skilgreindir sem flóttamenn. Lagabreytingin hafi hins vegar breytt skilgreiningunni þannig að þeir teljist síðan vera flóttamenn. Tryggingastofnun þarf að taka málið aftur til meðferðar samkvæmt úrskurðinum. Úrskurðurinn er til skoðunar hjá stofnuninni að sögn Kjartans Guðmundsson, upplýsingarfulltrúa hennar. „Við teljum að þetta sé fordæmisgefandi fyrir aðila sem eru í sambærilegri stöðu,“ segir Jörgen. Á vergangi eftir komuna til landsinsBlindrafélagið aðstoðaði fjölskylduna við málareksturinn. Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að maðurinn og fjölskylda hans hafi verið á hálfgerðum vergangi eftir komuna til Íslands. Vegfarandi hafi vísað þeim á Blindrafélagið. Í kjölfarið hafi félagið komið fjölskyldunni í þjónustu hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð þess og hún hafi fengið leiguíbúð á þess vegum. Þegar Tryggingastofnun synjaði manninum um örorkulífeyri segir Kristinn að Blindrafélagið hafi tekið við málinu og falið lögmanni sínum að kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar. Hann fagnar úrskurði nefndarinnar og telur hann fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu. „Við hljótum þá að reikna með því að hann fari þá bara á bætur,“ segir Kristinn sem telur að kona mannsins, sem einnig er öryrki, sé með sambærilegt mál í gangi hjá Tryggingastofnun.Aðstöðumunur á milli kvótaflóttamanna og annarra Athygli var vakin á aðtöðumun kvótaflóttamanna annars vegar og þeirra einstaklinga sem sækja sjálfir um hæli hér hins vegar í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem kom út í febrúar. Í henni kom einnig fram það viðhorf fólks sem starfar við aðlögun flóttafólks að nauðsynlegt sé að endurskoða þjónustu við flóttamenn til að jafna stöðu þeirra og koma í veg fyrir þá tvískiptingu sem hefur myndast milli hópanna tveggja. Lagt var til að kerfinu yrði breytt og áhersla lögð á að búa til eitt kerfi fyrir alla.
Flóttamenn Tengdar fréttir Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer til Akureyrar, Reykjavíkur, Hveragerðis og á Selfoss. 28. nóvember 2016 19:00 Flóttamenn sagðir hafa óttast að svör þeirra yrðu notuð gegn þeim Skýrsla Alþjóðamálastofnunar kynnt þar sem þjónusta við flóttafólk hér á landi er greind. 27. febrúar 2017 13:56 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer til Akureyrar, Reykjavíkur, Hveragerðis og á Selfoss. 28. nóvember 2016 19:00
Flóttamenn sagðir hafa óttast að svör þeirra yrðu notuð gegn þeim Skýrsla Alþjóðamálastofnunar kynnt þar sem þjónusta við flóttafólk hér á landi er greind. 27. febrúar 2017 13:56