Fimm hundruð milljón kíló Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 15. júní 2017 07:00 Þeir sem hella mjólk út á morgunmatinn sinn upplifa öðru hverju eitt kíló þegar þeir taka upp óopnaða mjólkurfernu. Margfaldaðu þá tilfinningu með 500 milljónum og þú skilur að um er að ræða mikið magn. Hér er verið að tala um útblástur gróðurhúsalofttegunda þ.e. koltvísýring. 500 milljón kíló er magnið sem við Íslendingar þurfum að minnka, bara í samgöngum, til að ná skuldbindingum okkar í loftslagsmálum fyrir árið 2030. Þetta er ekki markmið heldur skuldbinding sem er, að mínu mati eitthvað, sem þarf að gera en ekki eitthvað sem okkur langar að gera. Samkvæmt skuldbindingum eigum við að minnka útblástur um 40% frá viðmiðunarárinu 1990. En hvað með stóriðjuna og sjávarútveginn? Stóriðjan er í öðru kerfi, ETS-kerfi, sem hefur líka skuldbindingar og er óháð sérbókhaldi Íslands. Það má líkja þessu við bikar- og deildarkeppni í knattspyrnu. Bæði bikar og deild snúast um sama hlutinn þ.e. fótbolta. Fólk vill sjá árangur, og helst verðlaun, í báðum keppnum. Árangur í bikarkeppni gefur þér hins vegar engin stig í deildarkeppninni eða öfugt. Ef t.d. öll álver á Íslandi myndu loka á morgun, þá værum við samt sem áður ekkert nær því að ná skuldbindingum Íslands í loftlagsmálum. Hvað sjávarútveginn varðar, þá er það nú einfaldlega þannig að hann er nú þegar búinn að ná 40% minnkun frá viðmiðunarárinu 1990 með skynsamlegri sóknarstýringu og betri skipum. Bruni jarðefnaeldsneytis er lykilþáttur í útstreymi koltvísýrings og um 70% af útblæstri heims koma til vegna orkunotkunar. Að meðaltali byggjast 80% af frumorkunotkun í heiminum á brennslu jarðefnaeldsneytis. Á Íslandi er þessu öfugt farið þar sem yfir 80% af frumorkunotkun koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þessi góða staða Íslendinga þrengir mjög aðgerðamöguleika okkar til að draga úr útblæstri. Á meðan aðrar Evrópuþjóðir geta náð 40% samdrætti með blöndu aðgerða sem snúa að raforkuframleiðslu, húshitun og samgöngum þá höfum við einungis samgönguflokkinn til að vinna með.Samgöngur eru lykilatriði Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þegar kemur að fólksbílum þá eru lausnirnar tilbúnar og ekkert nema innleiðing eftir. Allir sem vilja endurnýja fólksbílinn sinn geta nú keypt nýjan eða notaðan bíl sem gengur að hluta eða öllu leyti fyrir rafmagni eða metani. Ef við setjum þetta magn í samhengi þá samsvara 500 milljón kg útblæstri um 200 þúsund fólksbíla. Það vill svo skemmtilega til að það eru einmitt um 200 þúsund virkir fólksbílar á vegum landsins. Þetta þýðir að til að ná 40% minnkun á útblæstri í samgöngum, miðað við árið 1990, þá þurfum við einfaldlega að skipta út öllum fólksbílum landsins yfir í nýorkubíla fyrir árið 2030. Það er óþarfi að örvænta því allir ættu að geta fundið fólksbíl við hæfi, á næstu árum, sem gengur fyrir öðru en jarðefnaeldsneyti. Í síðasta mánuði voru t.d. rafbílar um 50% af nýskráðum bílum í Noregi. Ef þeir virka í Noregi þá virka þeir hér og það eina sem þarf er neyslustýring með innflutningsgjöldum. Trappa þarf upp innflutningsgjöld á bensín- og dísilbíla og endurmeta þau svo reglulega út frá því hversu hratt orkuskiptin ganga. Ef það stefnir í að við náum ekki Parísarmarkmiðum þá þarf að hækka gjöldin enn frekar og ef það stefnir í óefni þá þarf að íhuga bann við innflutningi á nýjum bensín- og dísilbílum eins og nokkrar hyggjast gera í náinni framtíð. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins, því að ef við náum ekki markmiðum okkar þá mun kostnaðurinn lenda á okkur öllum. Er sanngjarnt að þurfa að borga fyrir losunarkvóta sem tilkominn er vegna óskynsamlegra bifreiðakaupa nágranna þinna í framtíðinni? Næsti bíll sem þú kaupir verður hreinlega að nota nútímalegri orku en sá gamli. Flóknara er það nú ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þeir sem hella mjólk út á morgunmatinn sinn upplifa öðru hverju eitt kíló þegar þeir taka upp óopnaða mjólkurfernu. Margfaldaðu þá tilfinningu með 500 milljónum og þú skilur að um er að ræða mikið magn. Hér er verið að tala um útblástur gróðurhúsalofttegunda þ.e. koltvísýring. 500 milljón kíló er magnið sem við Íslendingar þurfum að minnka, bara í samgöngum, til að ná skuldbindingum okkar í loftslagsmálum fyrir árið 2030. Þetta er ekki markmið heldur skuldbinding sem er, að mínu mati eitthvað, sem þarf að gera en ekki eitthvað sem okkur langar að gera. Samkvæmt skuldbindingum eigum við að minnka útblástur um 40% frá viðmiðunarárinu 1990. En hvað með stóriðjuna og sjávarútveginn? Stóriðjan er í öðru kerfi, ETS-kerfi, sem hefur líka skuldbindingar og er óháð sérbókhaldi Íslands. Það má líkja þessu við bikar- og deildarkeppni í knattspyrnu. Bæði bikar og deild snúast um sama hlutinn þ.e. fótbolta. Fólk vill sjá árangur, og helst verðlaun, í báðum keppnum. Árangur í bikarkeppni gefur þér hins vegar engin stig í deildarkeppninni eða öfugt. Ef t.d. öll álver á Íslandi myndu loka á morgun, þá værum við samt sem áður ekkert nær því að ná skuldbindingum Íslands í loftlagsmálum. Hvað sjávarútveginn varðar, þá er það nú einfaldlega þannig að hann er nú þegar búinn að ná 40% minnkun frá viðmiðunarárinu 1990 með skynsamlegri sóknarstýringu og betri skipum. Bruni jarðefnaeldsneytis er lykilþáttur í útstreymi koltvísýrings og um 70% af útblæstri heims koma til vegna orkunotkunar. Að meðaltali byggjast 80% af frumorkunotkun í heiminum á brennslu jarðefnaeldsneytis. Á Íslandi er þessu öfugt farið þar sem yfir 80% af frumorkunotkun koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þessi góða staða Íslendinga þrengir mjög aðgerðamöguleika okkar til að draga úr útblæstri. Á meðan aðrar Evrópuþjóðir geta náð 40% samdrætti með blöndu aðgerða sem snúa að raforkuframleiðslu, húshitun og samgöngum þá höfum við einungis samgönguflokkinn til að vinna með.Samgöngur eru lykilatriði Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þegar kemur að fólksbílum þá eru lausnirnar tilbúnar og ekkert nema innleiðing eftir. Allir sem vilja endurnýja fólksbílinn sinn geta nú keypt nýjan eða notaðan bíl sem gengur að hluta eða öllu leyti fyrir rafmagni eða metani. Ef við setjum þetta magn í samhengi þá samsvara 500 milljón kg útblæstri um 200 þúsund fólksbíla. Það vill svo skemmtilega til að það eru einmitt um 200 þúsund virkir fólksbílar á vegum landsins. Þetta þýðir að til að ná 40% minnkun á útblæstri í samgöngum, miðað við árið 1990, þá þurfum við einfaldlega að skipta út öllum fólksbílum landsins yfir í nýorkubíla fyrir árið 2030. Það er óþarfi að örvænta því allir ættu að geta fundið fólksbíl við hæfi, á næstu árum, sem gengur fyrir öðru en jarðefnaeldsneyti. Í síðasta mánuði voru t.d. rafbílar um 50% af nýskráðum bílum í Noregi. Ef þeir virka í Noregi þá virka þeir hér og það eina sem þarf er neyslustýring með innflutningsgjöldum. Trappa þarf upp innflutningsgjöld á bensín- og dísilbíla og endurmeta þau svo reglulega út frá því hversu hratt orkuskiptin ganga. Ef það stefnir í að við náum ekki Parísarmarkmiðum þá þarf að hækka gjöldin enn frekar og ef það stefnir í óefni þá þarf að íhuga bann við innflutningi á nýjum bensín- og dísilbílum eins og nokkrar hyggjast gera í náinni framtíð. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins, því að ef við náum ekki markmiðum okkar þá mun kostnaðurinn lenda á okkur öllum. Er sanngjarnt að þurfa að borga fyrir losunarkvóta sem tilkominn er vegna óskynsamlegra bifreiðakaupa nágranna þinna í framtíðinni? Næsti bíll sem þú kaupir verður hreinlega að nota nútímalegri orku en sá gamli. Flóknara er það nú ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun