Yoko Ono gerð að meðhöfundi lagsins Imagine Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2017 11:45 Yoko Ono og John Lennon. Vísir/getty Yoko Ono verður gerð að meðhöfundi lagsins Imagine en lagið er eitt vinsælasta lag eiginmanns hennar, Johns Lennon heitins. Tilkynning um ákvörðunina var send út í New York í Bandaríkjunum í gær. BBC greinir frá. Ákvörðunin, sem sögð er hafa komið mörgum á óvart, var gerð opinber á árlegum fundi Sambands tónlistarútgefenda í New York í gær. Málið var útskýrt með þeim hætt að „mikið af því [laginu] – textinn og hugmyndin – er frá Yoko.“ Þá var bútur úr Imagine spilaður fyrir viðstadda og lagið sagt „átt að vera viðurkennt sem lag úr smiðju Lennon og Ono.“ Ono var sjálf viðstödd athöfnina ásamt syni sínum, Sean Ono Lennon, til að taka við verðlaunum fyrir „lag aldarinnar“ til heiðurs áðurnefndu Imagine. Hún var ekki látin vita fyrirfram af ákvörðuninni. „Þegar þau samþykktu þetta opinberlega, í gegnum frásögn föður míns, að móðir mín sé meðhöfundur Imagine, lags aldarinnar, þetta gæti verið stærsti gleðidagur ævi okkar mömmu,“ sagði Lennon í viðtali við tímaritið Billboard í gær. Á síðari árum hefur Yoko Ono lent í nokkrum útistöðum vegna höfundarréttar á lögum eiginmanns síns. Hún hótaði því meðal annars að lögsækja fyrrverandi Bítilinn Paul McCartney fyrir að breyta höfundarskráningu á 19 Bítlalögum sem gefin voru út á plötu hans árið 2002. Ekki er víst hvenær skráning Ono sem meðhöfundur Imagine tekur gildi en talið er að viðbót nafns hennar við lagið gæti mætt einhverri andstöðu.Hér að neðan má hlusta á hinn sögufræga friðarbrag Imagine. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Yoko Ono verður gerð að meðhöfundi lagsins Imagine en lagið er eitt vinsælasta lag eiginmanns hennar, Johns Lennon heitins. Tilkynning um ákvörðunina var send út í New York í Bandaríkjunum í gær. BBC greinir frá. Ákvörðunin, sem sögð er hafa komið mörgum á óvart, var gerð opinber á árlegum fundi Sambands tónlistarútgefenda í New York í gær. Málið var útskýrt með þeim hætt að „mikið af því [laginu] – textinn og hugmyndin – er frá Yoko.“ Þá var bútur úr Imagine spilaður fyrir viðstadda og lagið sagt „átt að vera viðurkennt sem lag úr smiðju Lennon og Ono.“ Ono var sjálf viðstödd athöfnina ásamt syni sínum, Sean Ono Lennon, til að taka við verðlaunum fyrir „lag aldarinnar“ til heiðurs áðurnefndu Imagine. Hún var ekki látin vita fyrirfram af ákvörðuninni. „Þegar þau samþykktu þetta opinberlega, í gegnum frásögn föður míns, að móðir mín sé meðhöfundur Imagine, lags aldarinnar, þetta gæti verið stærsti gleðidagur ævi okkar mömmu,“ sagði Lennon í viðtali við tímaritið Billboard í gær. Á síðari árum hefur Yoko Ono lent í nokkrum útistöðum vegna höfundarréttar á lögum eiginmanns síns. Hún hótaði því meðal annars að lögsækja fyrrverandi Bítilinn Paul McCartney fyrir að breyta höfundarskráningu á 19 Bítlalögum sem gefin voru út á plötu hans árið 2002. Ekki er víst hvenær skráning Ono sem meðhöfundur Imagine tekur gildi en talið er að viðbót nafns hennar við lagið gæti mætt einhverri andstöðu.Hér að neðan má hlusta á hinn sögufræga friðarbrag Imagine.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög