Mældu gríðarlega bráðnun viðkvæmrar íshellu Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2017 13:50 Gervihnattamynd af hluta Ross-hafs og íshellunnar við Suðurskautslandið. Vísir/AFP/NASA Gríðarleg bráðnun íss átti sér stað á víðfeðmum hluta af hafíshellu Suðurskautslandsins síðasta sumar. Svæði sem er hátt í átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli var þakið bráðnunarvatni í allt að fimmtán dögum samkvæmt fjarmælingum vísindamanna. Ross-íshellan á Vestur-Suðurskautslandinu er stærsta fljótandi íshella jarðarinnar. Vísindamenn hafa óttast um afdrif hennar í hlýnandi heimi undanfarin ár og telja að hún geti brotnað algerlega upp. Bráðnunarviðburðurinn sem þeir mældu yfir sumarmánuðina á suðurhveli í fyrra gerir lítið til að lina áhyggjur þeirra, samkvæmt frétt Washington Post. Vísindamennirnir sem koma frá Scripps-hafrannsóknastofnuninni og Ohio-ríkisháskóla auk fleiri stofnana grunaði að eitthvað væri á seyði þegar mælitæki þeirra á Vestur-Suðurskautslandinu sýndu mikla hlýnun andrúmslofts og ský sem báru með sér mikinn raka. Örbylgjugervihnattarmælingar sýndu þeim síðan umfang bráðnunarinnar sem átti sér stað.Örbylgjumælingar sýndu í hversu marga daga bráðnun hafði átt sér stað á svæðinu.mynd/Julien NicolasFátíð rigning kom vísindamönnum í opna skjöldu Íshellan var þó ekki hulin stöðuvötnum bráðnunarvatns heldur segir David Brownwich frá Ohio-háskóla að vatnið hafi sigið ofan í snjóinn og myndað krapa. Bráðunin átti sér stað þegar sterkur El niño-viðburður átti sér stað. Veðurfyrirbrigðið flytur oft verulegan varma til Suðurskautslandsins. Sá fátíði viburður virðist einnig hafa gerst að regn hafi fallið á íshelluna og kom það vísindamönnunum í opna skjöldu. Rannsakendurnir birtu grein um athuganir sínar í vísindaritinu Nature Communications. Þó að bráðnun íssins í Ross-hellunni stuðli ekki að hækkun yfirborðs sjávar óttast menn að ef hún lætur undan síga eigi landís af meginlandi Suðurskautslandsins greiða leið út í hafið. Það myndi hækka sjávarstöðu með verulegum áhrifum á strandbyggðir manna. Vísindamenn hafa áætlað að bráðnun á Suðurskautslandinu geti ein og sér hækkað yfirborð sjávar um 1,2 metra á þessari öld. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Sláandi skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um fordæmalausar loftslagsbreytingar Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. 21. mars 2017 12:03 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Sjá meira
Gríðarleg bráðnun íss átti sér stað á víðfeðmum hluta af hafíshellu Suðurskautslandsins síðasta sumar. Svæði sem er hátt í átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli var þakið bráðnunarvatni í allt að fimmtán dögum samkvæmt fjarmælingum vísindamanna. Ross-íshellan á Vestur-Suðurskautslandinu er stærsta fljótandi íshella jarðarinnar. Vísindamenn hafa óttast um afdrif hennar í hlýnandi heimi undanfarin ár og telja að hún geti brotnað algerlega upp. Bráðnunarviðburðurinn sem þeir mældu yfir sumarmánuðina á suðurhveli í fyrra gerir lítið til að lina áhyggjur þeirra, samkvæmt frétt Washington Post. Vísindamennirnir sem koma frá Scripps-hafrannsóknastofnuninni og Ohio-ríkisháskóla auk fleiri stofnana grunaði að eitthvað væri á seyði þegar mælitæki þeirra á Vestur-Suðurskautslandinu sýndu mikla hlýnun andrúmslofts og ský sem báru með sér mikinn raka. Örbylgjugervihnattarmælingar sýndu þeim síðan umfang bráðnunarinnar sem átti sér stað.Örbylgjumælingar sýndu í hversu marga daga bráðnun hafði átt sér stað á svæðinu.mynd/Julien NicolasFátíð rigning kom vísindamönnum í opna skjöldu Íshellan var þó ekki hulin stöðuvötnum bráðnunarvatns heldur segir David Brownwich frá Ohio-háskóla að vatnið hafi sigið ofan í snjóinn og myndað krapa. Bráðunin átti sér stað þegar sterkur El niño-viðburður átti sér stað. Veðurfyrirbrigðið flytur oft verulegan varma til Suðurskautslandsins. Sá fátíði viburður virðist einnig hafa gerst að regn hafi fallið á íshelluna og kom það vísindamönnunum í opna skjöldu. Rannsakendurnir birtu grein um athuganir sínar í vísindaritinu Nature Communications. Þó að bráðnun íssins í Ross-hellunni stuðli ekki að hækkun yfirborðs sjávar óttast menn að ef hún lætur undan síga eigi landís af meginlandi Suðurskautslandsins greiða leið út í hafið. Það myndi hækka sjávarstöðu með verulegum áhrifum á strandbyggðir manna. Vísindamenn hafa áætlað að bráðnun á Suðurskautslandinu geti ein og sér hækkað yfirborð sjávar um 1,2 metra á þessari öld.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Sláandi skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um fordæmalausar loftslagsbreytingar Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. 21. mars 2017 12:03 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Sjá meira
Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00
Sláandi skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um fordæmalausar loftslagsbreytingar Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. 21. mars 2017 12:03