Pútín býður James Comey pólitískt hæli í Rússlandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 18:16 Vladimír Pútín. Vísir/EPA Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sé velkomið að fá pólitískt hæli í Rússlandi kjósi hann svo. CNN greinir frá. Forsetinn lét ummælin falla í árlegum fyrirspurnartíma í sjónvarpinu í Rússlandi í gær, þar sem áhorfendum bauðst að hringja inn í þáttinn og spyrja Pútín spjörunum út. Í fyrirspurninni um James Comey og mál hans svaraði Pútín með kaldhæðnum hætti.„Hvað gerir forstjórann svo frábrugðinn Hr. Snowden? Mér virðist hann ekki vera forstjóri alríkislögreglunnar heldur aðgerðasinni sem hefur sína tilteknu skoðun. Ef hann verður ákærður vegna þessa, erum við líka reiðubúin til þess að veita honum pólitískt hæli.“ Comey mætti í síðustu viku fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar og svaraði spurningum varðandi samskipti sín við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem líkt og flestir vita rak Comey úr embætti. Þar lýsti hann til að mynda óþægilegum samskiptum sínum við Trump, sem spurði hann hvort að hann gæti ekki látið rannsókn á máli fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn niður falla. Edward Snowden fékk pólitískt hæli í Rússlandi árið 2013 eftir að hafa lekið mikilvægum gögnum frá NSA, þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna til almennings en bandarísk stjórnvöld hafa allar götur síðan viljað hafa hendur í hári hans vegna þess. Var ákvörðun Rússa um að veita honum hæli ekki til þess að létta á samskiptum ríkjanna. Margir hafa velt vöngum yfir því hvort að uppátæki Pútíns og ákvörðun hans um að svara spurningum rússnesku þjóðarinnar séu viðbrögð við mótmælum í landinu en á þriðjudaginn voru 1400 manns handteknir fyrir að mótmæla spillingu í landinu. Í fyrirspurnatímanum svaraði Pútín meðal annars spurningum um börn sín, sem hann sagði lifa eðlilegu lífi. Þá sagði hann að ef að Rússar hefðu ekki innlimað Krímskaga, „hefðu Vesturlönd líkast til fundið aðrar ástæður til þess að halda Rússum niðri.“ Pútín tók við völdum á ný sem forseti Rússlands árið 2012 og hófst þá hans þriðja kjörtímabil. Þar áður var hann forsætisráðherra í ríkisstjórn Dmitry Medvedev frá árinu 2008, sem þá var forseti en er nú forsætisráðherra. Þá var hann einnig forseti landsins árin 2000 til 2008. Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sé velkomið að fá pólitískt hæli í Rússlandi kjósi hann svo. CNN greinir frá. Forsetinn lét ummælin falla í árlegum fyrirspurnartíma í sjónvarpinu í Rússlandi í gær, þar sem áhorfendum bauðst að hringja inn í þáttinn og spyrja Pútín spjörunum út. Í fyrirspurninni um James Comey og mál hans svaraði Pútín með kaldhæðnum hætti.„Hvað gerir forstjórann svo frábrugðinn Hr. Snowden? Mér virðist hann ekki vera forstjóri alríkislögreglunnar heldur aðgerðasinni sem hefur sína tilteknu skoðun. Ef hann verður ákærður vegna þessa, erum við líka reiðubúin til þess að veita honum pólitískt hæli.“ Comey mætti í síðustu viku fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar og svaraði spurningum varðandi samskipti sín við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem líkt og flestir vita rak Comey úr embætti. Þar lýsti hann til að mynda óþægilegum samskiptum sínum við Trump, sem spurði hann hvort að hann gæti ekki látið rannsókn á máli fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn niður falla. Edward Snowden fékk pólitískt hæli í Rússlandi árið 2013 eftir að hafa lekið mikilvægum gögnum frá NSA, þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna til almennings en bandarísk stjórnvöld hafa allar götur síðan viljað hafa hendur í hári hans vegna þess. Var ákvörðun Rússa um að veita honum hæli ekki til þess að létta á samskiptum ríkjanna. Margir hafa velt vöngum yfir því hvort að uppátæki Pútíns og ákvörðun hans um að svara spurningum rússnesku þjóðarinnar séu viðbrögð við mótmælum í landinu en á þriðjudaginn voru 1400 manns handteknir fyrir að mótmæla spillingu í landinu. Í fyrirspurnatímanum svaraði Pútín meðal annars spurningum um börn sín, sem hann sagði lifa eðlilegu lífi. Þá sagði hann að ef að Rússar hefðu ekki innlimað Krímskaga, „hefðu Vesturlönd líkast til fundið aðrar ástæður til þess að halda Rússum niðri.“ Pútín tók við völdum á ný sem forseti Rússlands árið 2012 og hófst þá hans þriðja kjörtímabil. Þar áður var hann forsætisráðherra í ríkisstjórn Dmitry Medvedev frá árinu 2008, sem þá var forseti en er nú forsætisráðherra. Þá var hann einnig forseti landsins árin 2000 til 2008.
Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30
Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45
Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56
Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31