Að gera eitthvað Hörður Ægisson skrifar 16. júní 2017 07:00 Ef marka má umræðuna mætti stundum ætla að hægt hefði verið að afstýra falli fjármálakerfisins 2008 ef viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi hefði verið aðskilin. Svo er auðvitað ekki. Pólitísk umræða um þetta flókna viðfangsefni hefur yfirleitt liðið fyrir það að oftar en ekki hefur verið afar óljóst hver eigi að vera skilin þarna á milli ef ráðist yrði í slíka uppstokkun. Skýrsla sem starfshópur fjármálaráðherra kynnti í vikunni um þetta álitamál er því gagnlegt innlegg til að skýra betur mörkin á milli þessara starfssviða. Starfshópurinn útlistar þrjár mögulegar leiðir til að svara þeirri spurningu hvort þörf sé á frekari kerfisbreytingum til að takmarka áhættu af fjárfestingarbankastarfsemi alhliða banka. Í fyrsta lagi að áfram verði byggt á þeim kerfisumbótum sem gerðar hafa verið á starfsumhverfi fjármálafyrirtækja eftir bankahrun. Önnur leiðin – og sú róttækasta – snýr að því að aðskilja starfsemi viðskipta- og fjárfestingarbanka með formlegum hætti, líkt og gert hefur verið í Þýskalandi og Frakklandi, með bannreglum. Þá er að lokum lagt til að heimila „hóflega fjárfestingarbankastarfsemi,“ eins og það er orðað í skýrslunni, þar sem hún færi ekki yfir ákveðið hlutfall af heildarstarfsemi. Skýrslan dregur fram þær gríðarmiklu breytingar sem hafa orðið á regluverki fjármálafyrirtækja á umliðnum árum. Bankakerfið í dag á lítið sameiginlegt með því sem féll 2008. Búið er að herða reglur verulega um eignarhluti í óskyldum rekstri, skorður hafa verið settar á skuldsetningu og stórar áhættuskuldbindingar, bann er við lánveitingum með veði í eigin bréfum, strangar takmarkanir á lánafyrirgreiðslur til tengdra aðila, reglur um bónusa eru þær ströngustu í Evrópu, kröfur um eigið fé og lausafjárreglur hafa verið hertar stórkostlega og innstæðuvernd aukin til muna. Allar þessar lagabreytingar eiga það sammerkt að miða að því að bankakerfið sé sjálfbært þannig að skuldbindingar þess lendi ekki á herðum ríkissjóðs eða almennings – heldur hluthöfum og kröfuhöfum – ef í harðbakkann slær. Þessu markmiði hefur að stórum hluta verið náð. Það vill einnig stundum gleymast að hefðbundin útlánastarfsemi er ekki síður áhættusöm en fjárfestingarbankastarfsemi og átti hvað ekki síst þátt í falli bankanna. Jón Daníelsson, hagfræðingur við LSE, hefur bent réttilega á, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær, að bankar verða allajafna gjaldþrota af þremur ástæðum: „Fasteignum, lánum til lítilla fyrirtækja og lánum til ríkisstjórna. Öll þessi atriði eru á sviði viðskiptabanka á meðan fjárfestingarbankastarfsemi skapar mikið af hagnaðinum án þess að auka líkur á gjaldþroti.“ Stærsti vandi íslensku bankanna er léleg arðsemi og skortur á virkum eigendum. Þetta tvennt helst í hendur og stafar af því að ríkið – ásamt kröfuhöfum slitabúa – hefur verið eigandi að nánast öllu bankakerfinu frá 2009. Þetta er fráleit staða sem felur í sér áhættu fyrir skattgreiðendur. Í stað þess að stjórnvöld hrindi af stað tímabærum breytingum á eignarhaldi bankanna, og endurheimti þá um leið þá 500 milljarða sem ríkið er með bundið þar sem eigið fé, fer tíminn í marklausa umræðu um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbanka. Af því að ráðamenn, sem telja sig þurfa að svara óskilgreindri kröfu almennings um að „gera eitthvað“, eru fastir í bakssýnisspeglinum að reyna að koma í veg fyrir síðasta bankahrun.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Ef marka má umræðuna mætti stundum ætla að hægt hefði verið að afstýra falli fjármálakerfisins 2008 ef viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi hefði verið aðskilin. Svo er auðvitað ekki. Pólitísk umræða um þetta flókna viðfangsefni hefur yfirleitt liðið fyrir það að oftar en ekki hefur verið afar óljóst hver eigi að vera skilin þarna á milli ef ráðist yrði í slíka uppstokkun. Skýrsla sem starfshópur fjármálaráðherra kynnti í vikunni um þetta álitamál er því gagnlegt innlegg til að skýra betur mörkin á milli þessara starfssviða. Starfshópurinn útlistar þrjár mögulegar leiðir til að svara þeirri spurningu hvort þörf sé á frekari kerfisbreytingum til að takmarka áhættu af fjárfestingarbankastarfsemi alhliða banka. Í fyrsta lagi að áfram verði byggt á þeim kerfisumbótum sem gerðar hafa verið á starfsumhverfi fjármálafyrirtækja eftir bankahrun. Önnur leiðin – og sú róttækasta – snýr að því að aðskilja starfsemi viðskipta- og fjárfestingarbanka með formlegum hætti, líkt og gert hefur verið í Þýskalandi og Frakklandi, með bannreglum. Þá er að lokum lagt til að heimila „hóflega fjárfestingarbankastarfsemi,“ eins og það er orðað í skýrslunni, þar sem hún færi ekki yfir ákveðið hlutfall af heildarstarfsemi. Skýrslan dregur fram þær gríðarmiklu breytingar sem hafa orðið á regluverki fjármálafyrirtækja á umliðnum árum. Bankakerfið í dag á lítið sameiginlegt með því sem féll 2008. Búið er að herða reglur verulega um eignarhluti í óskyldum rekstri, skorður hafa verið settar á skuldsetningu og stórar áhættuskuldbindingar, bann er við lánveitingum með veði í eigin bréfum, strangar takmarkanir á lánafyrirgreiðslur til tengdra aðila, reglur um bónusa eru þær ströngustu í Evrópu, kröfur um eigið fé og lausafjárreglur hafa verið hertar stórkostlega og innstæðuvernd aukin til muna. Allar þessar lagabreytingar eiga það sammerkt að miða að því að bankakerfið sé sjálfbært þannig að skuldbindingar þess lendi ekki á herðum ríkissjóðs eða almennings – heldur hluthöfum og kröfuhöfum – ef í harðbakkann slær. Þessu markmiði hefur að stórum hluta verið náð. Það vill einnig stundum gleymast að hefðbundin útlánastarfsemi er ekki síður áhættusöm en fjárfestingarbankastarfsemi og átti hvað ekki síst þátt í falli bankanna. Jón Daníelsson, hagfræðingur við LSE, hefur bent réttilega á, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær, að bankar verða allajafna gjaldþrota af þremur ástæðum: „Fasteignum, lánum til lítilla fyrirtækja og lánum til ríkisstjórna. Öll þessi atriði eru á sviði viðskiptabanka á meðan fjárfestingarbankastarfsemi skapar mikið af hagnaðinum án þess að auka líkur á gjaldþroti.“ Stærsti vandi íslensku bankanna er léleg arðsemi og skortur á virkum eigendum. Þetta tvennt helst í hendur og stafar af því að ríkið – ásamt kröfuhöfum slitabúa – hefur verið eigandi að nánast öllu bankakerfinu frá 2009. Þetta er fráleit staða sem felur í sér áhættu fyrir skattgreiðendur. Í stað þess að stjórnvöld hrindi af stað tímabærum breytingum á eignarhaldi bankanna, og endurheimti þá um leið þá 500 milljarða sem ríkið er með bundið þar sem eigið fé, fer tíminn í marklausa umræðu um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbanka. Af því að ráðamenn, sem telja sig þurfa að svara óskilgreindri kröfu almennings um að „gera eitthvað“, eru fastir í bakssýnisspeglinum að reyna að koma í veg fyrir síðasta bankahrun.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun