Janus Daði: Verð að nýta plássið sem ég fæ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2017 18:30 Janus var öflugur í síðasta leik. vísir/epa Janus Daði Smárason átti afar góða innkomu í leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn var. Janus skoraði þrjú mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn og kom íslenska liðinu aftur inn í leikinn. Á endanum unnu Tékkar þó þriggja marka sigur, 27-24. Þrátt fyrir tapið á miðvikudaginn eru strákarnir okkar aðeins einum sigri á Úkraínu frá því að tryggja sig inn á tíunda Evrópumótið í röð.Langar að sýna hvað þeir geta „Mér finnst við hafa alla burði til að vinna. Við erum hundsvekktir með niðurstöðu síðasta leiks og langar að sýna hvað við getum,“ sagði Janus í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í Laugardalshöllinni í gær. En hvað þarf Ísland gera betur í leiknum annað kvöld en það gerði í leiknum gegn Tékkum? „Við klikkuðum á hroðalega mörgum skotum. Svo þurfum við að mæta meira klárir í þennan leik og við eigum helling inni hvað hugarfarið varðar. Nú erum við á heimavelli og þetta eru aðstæðurnar sem við nærumst í.“Aron dregur mikið til sín Janus segir að þegar hann spili með Aroni Pálmarssyni fyrir utan opnist mikið pláss fyrir hann sem hann þurfi að nýta. „Þetta eru stórir og þungir gæjar. Aron dregur mikið til sín og þá fæ ég hellings pláss. Ég verð bara að nýta það. Þess vegna er ég valinn. Ég hlakka til að spila,“ sagði Janus sem varð danskur meistari með Aalborg í vor eftir að hafa gengið í raðir liðsins eftir HM í Frakklandi. Hann segir að það hafi verið gott að koma inn í lið Aalborg.Þægileg aðlögun „Ég var fljótur að koma mér vel fyrir. Þetta er ungt lið. Ég var með Arnór [Atlason] og Stefán [Rafn Sigurmannsson] með mér og Aron [Kristjánsson] er þarna líka,“ sagði Janus. „Þetta var voða upplagt. Ef ég ætlaði að fara eitthvert á miðju tímabili var það til Danmerkur þar sem ég hef tungumálið,“ bætti Janus við en hann var búsettur í Danmörku um tíma áður en hann kom til Íslands 2014 og gekk til liðs við Hauka. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30 Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Sjá meira
Janus Daði Smárason átti afar góða innkomu í leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn var. Janus skoraði þrjú mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn og kom íslenska liðinu aftur inn í leikinn. Á endanum unnu Tékkar þó þriggja marka sigur, 27-24. Þrátt fyrir tapið á miðvikudaginn eru strákarnir okkar aðeins einum sigri á Úkraínu frá því að tryggja sig inn á tíunda Evrópumótið í röð.Langar að sýna hvað þeir geta „Mér finnst við hafa alla burði til að vinna. Við erum hundsvekktir með niðurstöðu síðasta leiks og langar að sýna hvað við getum,“ sagði Janus í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í Laugardalshöllinni í gær. En hvað þarf Ísland gera betur í leiknum annað kvöld en það gerði í leiknum gegn Tékkum? „Við klikkuðum á hroðalega mörgum skotum. Svo þurfum við að mæta meira klárir í þennan leik og við eigum helling inni hvað hugarfarið varðar. Nú erum við á heimavelli og þetta eru aðstæðurnar sem við nærumst í.“Aron dregur mikið til sín Janus segir að þegar hann spili með Aroni Pálmarssyni fyrir utan opnist mikið pláss fyrir hann sem hann þurfi að nýta. „Þetta eru stórir og þungir gæjar. Aron dregur mikið til sín og þá fæ ég hellings pláss. Ég verð bara að nýta það. Þess vegna er ég valinn. Ég hlakka til að spila,“ sagði Janus sem varð danskur meistari með Aalborg í vor eftir að hafa gengið í raðir liðsins eftir HM í Frakklandi. Hann segir að það hafi verið gott að koma inn í lið Aalborg.Þægileg aðlögun „Ég var fljótur að koma mér vel fyrir. Þetta er ungt lið. Ég var með Arnór [Atlason] og Stefán [Rafn Sigurmannsson] með mér og Aron [Kristjánsson] er þarna líka,“ sagði Janus. „Þetta var voða upplagt. Ef ég ætlaði að fara eitthvert á miðju tímabili var það til Danmerkur þar sem ég hef tungumálið,“ bætti Janus við en hann var búsettur í Danmörku um tíma áður en hann kom til Íslands 2014 og gekk til liðs við Hauka.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30 Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Sjá meira
Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30
Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00