Fyrsta rafmagnsrúta landsins tekin í notkun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2017 20:50 Fyrsta rafmagsrúta landsins hefur verið tekin í notkun en hún er í eigu Guðmundar Tyrfingssonar á Selfossi. Rútan getur ekið 320 kílómetra á hverri hleðslu. Bílinn fer strax í verkefni með erlenda ferðamenn út frá Reykjavík. Það er GTS ehf félag í eigu hjónanna Guðmundar Tyrfingssonar, Sigríðar Benediktsdóttur og fjölskyldu þeirra á Selfossi sem eiga fyrstu rafmagnsrútu landsins. Það var táknrænt að sjá þegar fyrsti bíll Guðmundar Tyrfingssonar fór í skoðun hjá Frumherja á Selfossi, Dodge Weapon árgerð 1953 og nýja rútan strax á eftir. Weapon-inn er hávær og mengar töluvert á meðan það heyrist ekki í rafmagnsrútunni og þar er enginn mengun. Báðir bílarnir fengu skoðun án nokkurra athugasemda.Eruð þið eitthvað að nota þennan bíl [Dodge-inn]? „Það er mjög lítið, en ef það eru einstök, góð tilefni þá setjum við hann í gang og keyrum,“ segir Tyrfingur Guðmundsson hjá GTS.Og nú eruð þið komin með rafmagnsrútu. Hvort velur þú rafmagnsrútuna eða Weapon-inn? „Ætli það fari ekki bara eftir tilefninu. Það er gáfulegra að nota rafmagnsbílinn, klárlega. En það á eftir að koma í ljós.“Heldur þú að þeim eigi eftir að fjölga, rafmagnsrútunum? „Ég held að það sé engin spurning. Þetta verður klárlega framtíðin og þarf að breytast,“ segir Tyrfingur. Nýja rútan getur ekið 320 kílómetra á hleðslunni. Hún var keypt af Yutong Eurobus í Kína en Yutong Group í Kína er stærsti rútuframleiðandi heims. Rútan er svokölluð millibæjarrúta að sænskri fyrirmynd með 32 farþegasætum með þriggja punkta öryggisbeltum. Úlfur Björnsson, stjórnarformaður hjá Yutong Eurobus, segir þetta vera byltingu í samgöngum á Íslandi. „Þetta er bíll sem gengur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum í staðinn fyrir dísilolíu. Þannig að þetta er fyrsta skrefið í að skipta um orkugjafa í rútugeira.“ Úlfur segir að rútan hafi kostað alls um 60 milljónir króna með flutningskostnaði og virðisaukaskatti. „Það fer svolítið eftir gengi, hvernig það gengur upp,“ segir Úlfur, sem bendir einnig á að aksturskostnaður rafmagnsrútunnar sé mun minni en Íslendingar eiga að venjast. „Þetta er svona átta til tíu krónur á kílómetrann, orkukostnaðurinn.“ Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fyrsta rafmagsrúta landsins hefur verið tekin í notkun en hún er í eigu Guðmundar Tyrfingssonar á Selfossi. Rútan getur ekið 320 kílómetra á hverri hleðslu. Bílinn fer strax í verkefni með erlenda ferðamenn út frá Reykjavík. Það er GTS ehf félag í eigu hjónanna Guðmundar Tyrfingssonar, Sigríðar Benediktsdóttur og fjölskyldu þeirra á Selfossi sem eiga fyrstu rafmagnsrútu landsins. Það var táknrænt að sjá þegar fyrsti bíll Guðmundar Tyrfingssonar fór í skoðun hjá Frumherja á Selfossi, Dodge Weapon árgerð 1953 og nýja rútan strax á eftir. Weapon-inn er hávær og mengar töluvert á meðan það heyrist ekki í rafmagnsrútunni og þar er enginn mengun. Báðir bílarnir fengu skoðun án nokkurra athugasemda.Eruð þið eitthvað að nota þennan bíl [Dodge-inn]? „Það er mjög lítið, en ef það eru einstök, góð tilefni þá setjum við hann í gang og keyrum,“ segir Tyrfingur Guðmundsson hjá GTS.Og nú eruð þið komin með rafmagnsrútu. Hvort velur þú rafmagnsrútuna eða Weapon-inn? „Ætli það fari ekki bara eftir tilefninu. Það er gáfulegra að nota rafmagnsbílinn, klárlega. En það á eftir að koma í ljós.“Heldur þú að þeim eigi eftir að fjölga, rafmagnsrútunum? „Ég held að það sé engin spurning. Þetta verður klárlega framtíðin og þarf að breytast,“ segir Tyrfingur. Nýja rútan getur ekið 320 kílómetra á hleðslunni. Hún var keypt af Yutong Eurobus í Kína en Yutong Group í Kína er stærsti rútuframleiðandi heims. Rútan er svokölluð millibæjarrúta að sænskri fyrirmynd með 32 farþegasætum með þriggja punkta öryggisbeltum. Úlfur Björnsson, stjórnarformaður hjá Yutong Eurobus, segir þetta vera byltingu í samgöngum á Íslandi. „Þetta er bíll sem gengur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum í staðinn fyrir dísilolíu. Þannig að þetta er fyrsta skrefið í að skipta um orkugjafa í rútugeira.“ Úlfur segir að rútan hafi kostað alls um 60 milljónir króna með flutningskostnaði og virðisaukaskatti. „Það fer svolítið eftir gengi, hvernig það gengur upp,“ segir Úlfur, sem bendir einnig á að aksturskostnaður rafmagnsrútunnar sé mun minni en Íslendingar eiga að venjast. „Þetta er svona átta til tíu krónur á kílómetrann, orkukostnaðurinn.“
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira