Búi sló í gegn í Noregi Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júní 2017 12:45 Búi sáttur en hér má sjá tvær vörur frá honum. Búi Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuður sýndi verkefnið sitt the FlyFactory í Momentum 9 galleríinu í Moss í Noregi á laugardaginn. Verkefnið á að sýna möguleika á vistvænni matvælaframleiðslu á próteini þar sem svartar hermanna flugur eru í aðalhlutverki. Verkefnið sýnir hvernig lirfur eru ríkar í fitu og próteinum og því tilvaldar til manneldis. Þessi framleiðsla skilur eftir sig hreint og næringarríkt efni sem er hægt að bæta við í rotmassa og rækta grænmeti, ávexti og krydd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Búa og teyminu í kringum hann. Hitinn frá ísskápnum sem er notaður til lirfu undirbúnings í verkefninu er notaður til að skapa raka og hita fyrir flugurnar. Lirfur hafa sömu næringar-, fitu- og próteingildi og kjöt en þurfa fimm til tíu sinnum minni fæðu til að skila sambærilegum vexti og önnur dýr sem eru ræktuð til kjöt framleiðslu.Mikilvægt fyrir sjálfbærni Búi segir að þetta lýsi mikilvægi sjálfbærs ferlis þar sem við sjáum samþætt skref í framleiðslukeðju. Þetta sýnir einnig möguleika skordýraeldis sem framtíðarfæðu eða fæðubótarefni. Verkefnið er innblásið af tillögum Sameinuðu Þjóðanna um að finna nýjar vistfræðilegar matvælaauðlindir fyrir vesturheiminn. Verkefnið, sem var styrkt af Matís, hefur vakið mikla athygli en the FlyFactory var útskriftarverkefnið hans Búa frá Listaháskóla Íslands árið 2014. Það var sýnt í Listasafni Reykjavíkur á útskriftarsýningu Listaháskólans og hélt svo áfram til sýningar í Ars Electronica í Linz, Austurríki árið 2015 og í framhaldi í Polytec Museum í Moskvu, Rússlandi árið 2016. Plaggött fyrir sýninguna í Moss voru unninn af Emil Ásgrímssyni grafískum hönnuði. Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Búi Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuður sýndi verkefnið sitt the FlyFactory í Momentum 9 galleríinu í Moss í Noregi á laugardaginn. Verkefnið á að sýna möguleika á vistvænni matvælaframleiðslu á próteini þar sem svartar hermanna flugur eru í aðalhlutverki. Verkefnið sýnir hvernig lirfur eru ríkar í fitu og próteinum og því tilvaldar til manneldis. Þessi framleiðsla skilur eftir sig hreint og næringarríkt efni sem er hægt að bæta við í rotmassa og rækta grænmeti, ávexti og krydd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Búa og teyminu í kringum hann. Hitinn frá ísskápnum sem er notaður til lirfu undirbúnings í verkefninu er notaður til að skapa raka og hita fyrir flugurnar. Lirfur hafa sömu næringar-, fitu- og próteingildi og kjöt en þurfa fimm til tíu sinnum minni fæðu til að skila sambærilegum vexti og önnur dýr sem eru ræktuð til kjöt framleiðslu.Mikilvægt fyrir sjálfbærni Búi segir að þetta lýsi mikilvægi sjálfbærs ferlis þar sem við sjáum samþætt skref í framleiðslukeðju. Þetta sýnir einnig möguleika skordýraeldis sem framtíðarfæðu eða fæðubótarefni. Verkefnið er innblásið af tillögum Sameinuðu Þjóðanna um að finna nýjar vistfræðilegar matvælaauðlindir fyrir vesturheiminn. Verkefnið, sem var styrkt af Matís, hefur vakið mikla athygli en the FlyFactory var útskriftarverkefnið hans Búa frá Listaháskóla Íslands árið 2014. Það var sýnt í Listasafni Reykjavíkur á útskriftarsýningu Listaháskólans og hélt svo áfram til sýningar í Ars Electronica í Linz, Austurríki árið 2015 og í framhaldi í Polytec Museum í Moskvu, Rússlandi árið 2016. Plaggött fyrir sýninguna í Moss voru unninn af Emil Ásgrímssyni grafískum hönnuði.
Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira