Trausti Hafliðason hefur verið ráðinn nýr ritstjóri Viðskiptablaðsins. Hann tekur við starfinu af Bjarna Ólafssyni sem hefur gefnt stöðunni í á hálft fjórða ár. Ásdís Auðunsdóttir verður aðstoðarritstjóri blaðsins.
Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í morgun.
„Trausti, sem hefur meistaragráðu í blaðamennsku frá Háskólanum í Arizona, hefur starfað í fjölmiðlum í tæp 20 ár. Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu um tíma en einnig á Fréttablaðinu, þar sem hann var meðal annars fréttastjóri í átta ár. Trausti var um tíma ritstjóri Blaðsins. Trausti hefur verið starfað á Viðskiptablaðinu frá árinu 2013.
Ásdís, sem er lögfræðimenntuð, hefur starfað hjá Viðskiptablaðinu í ríflega eitt ár. Áður starfaði hún við ýmis lögfræðistörf,“ segir í fréttinni.
Trausti ráðinn nýr ritstjóri Viðskiptablaðsins
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent
Viðskipti innlent

Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent

„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“
Viðskipti innlent

Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent