Íslenski boltinn

Markvarðakrísa KR-inga heldur áfram: Sindri Snær tvíhandarbrotinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sindri Snær er meiddur.
Sindri Snær er meiddur. vísir
Sindri Snær Jensson, markvörður KR í Pepsi-deildinni í fótbolta, tvíhandarbrotnaði í bikarleik liðsins á móti ÍR í gær þar sem KR-ingar skriðu áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni. Þetta kemur fram á mbl.is.

Sindri kom inn í KR-liðið fyrir meiddan Stefan Loga Magnússon í síðasta deildarleik á móti FH en þurfti svo að fara út af vegna meiðsla á móti ÍR eftir samstuð við Jón Gísla Ström, framherja Breiðholtsliðsins.

Jakob Eggertsson, 19 ára gamall markvörður 2. flokks KR, kom inn á í hálfleik og reyndist hetjan í vítaspyrnukeppninni þar sem hann varði tvær spyrnur frá ÍR-ingum.

Sjá einnig:Gaupi kíkti í Húrra Reykjavík

Sindri Snær var settur í gifs í gær og skýrist það í dag hvort hann þurfi að fara í aðgerð eða ekki. Hann verður allavega frá í fjórar til sex vikur.

KR gæti beðið KSÍ um leyfi til að fá markvörð á láni en annars mun Jakob standa vaktina í marki liðsins á móti Grindavík á mánudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×