700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júní 2017 22:49 Börn í þorpinu Azel í norðurhluta Níger. Vísir/afp Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru þannig í raun svift því að fá að vera börn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla, sem kom út í dag á alþjóðlegum degi barna. Ísland er í áttunda sæti á lista yfir það hvar í heiminum bernsku barna er síst ógnað. Toppsætin verma Noregur, Slóvenía og Finnland en þau lönd sem standa verst eru Afríkuríkin Níger, Angóla og Malí. Við uppröðun listans er tekið tillit til ákveðinna þátta er varða velferð barna. Í skýrslunni segir að meginástæður þess að börn fái ekki að njóta bernsku sinnar séu vannæring, slæm heilsa og skortur á heilsuvernd. Þá búa börn í löndum, sem stödd eru neðarlega á listanum, oft við stríðsátök, ofbeldi eða barnaþrælkun. Í skýrslunni er einnig tekið mið af því hvort börn fái að ganga í skóla, hvort þau séu látin giftast á barnsaldri og tíðni þungana hjá ungum stúlkum. Þessir þættir hafa allir afdrifarík áhrif á velferð barna.Meira en 200 börn myrt á degi hverjum „Alltof mörg börn í heiminum búa við ömurlegar aðstæður; stríðsátök, eru barnaþrælar, barnabrúðir, þjást og deyja vegna sjúkdóma sem til er lækning við, eru vannærð og án menntunar. Þau eru svipt bernsku sinni og það er óásættanlegt að þau búi ekki við þau réttindi að fá að lifa við öryggi og fá að þroskast og leika sér. Þó svo að sumum sé hjálpað út úr aðstæðunum síðar á lífsleiðinni, fá þau aldrei bernsku sína aftur,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þá var fjöldi barnamorða einnig skoðaður í skýrslunni og samkvæmt henni eru meira en 200 börn myrt á degi hverjum, flest í Suður-Ameríkuríkjunum Hondúras, Venesúela og El Salvador. Frekari tölur um ástandið voru einnig birtar en þar kemur fram að 185 milljónum barna sé haldið í nauðugum í vinnuþrælkun. Þá eru 40 milljónir stúlkna á aldrinum 15-19 ára gefnar í hjónaband eða sambúð og nærri 28 milljónir barna eru á flótta. Angóla Níger Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru þannig í raun svift því að fá að vera börn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla, sem kom út í dag á alþjóðlegum degi barna. Ísland er í áttunda sæti á lista yfir það hvar í heiminum bernsku barna er síst ógnað. Toppsætin verma Noregur, Slóvenía og Finnland en þau lönd sem standa verst eru Afríkuríkin Níger, Angóla og Malí. Við uppröðun listans er tekið tillit til ákveðinna þátta er varða velferð barna. Í skýrslunni segir að meginástæður þess að börn fái ekki að njóta bernsku sinnar séu vannæring, slæm heilsa og skortur á heilsuvernd. Þá búa börn í löndum, sem stödd eru neðarlega á listanum, oft við stríðsátök, ofbeldi eða barnaþrælkun. Í skýrslunni er einnig tekið mið af því hvort börn fái að ganga í skóla, hvort þau séu látin giftast á barnsaldri og tíðni þungana hjá ungum stúlkum. Þessir þættir hafa allir afdrifarík áhrif á velferð barna.Meira en 200 börn myrt á degi hverjum „Alltof mörg börn í heiminum búa við ömurlegar aðstæður; stríðsátök, eru barnaþrælar, barnabrúðir, þjást og deyja vegna sjúkdóma sem til er lækning við, eru vannærð og án menntunar. Þau eru svipt bernsku sinni og það er óásættanlegt að þau búi ekki við þau réttindi að fá að lifa við öryggi og fá að þroskast og leika sér. Þó svo að sumum sé hjálpað út úr aðstæðunum síðar á lífsleiðinni, fá þau aldrei bernsku sína aftur,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þá var fjöldi barnamorða einnig skoðaður í skýrslunni og samkvæmt henni eru meira en 200 börn myrt á degi hverjum, flest í Suður-Ameríkuríkjunum Hondúras, Venesúela og El Salvador. Frekari tölur um ástandið voru einnig birtar en þar kemur fram að 185 milljónum barna sé haldið í nauðugum í vinnuþrælkun. Þá eru 40 milljónir stúlkna á aldrinum 15-19 ára gefnar í hjónaband eða sambúð og nærri 28 milljónir barna eru á flótta.
Angóla Níger Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira