700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júní 2017 22:49 Börn í þorpinu Azel í norðurhluta Níger. Vísir/afp Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru þannig í raun svift því að fá að vera börn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla, sem kom út í dag á alþjóðlegum degi barna. Ísland er í áttunda sæti á lista yfir það hvar í heiminum bernsku barna er síst ógnað. Toppsætin verma Noregur, Slóvenía og Finnland en þau lönd sem standa verst eru Afríkuríkin Níger, Angóla og Malí. Við uppröðun listans er tekið tillit til ákveðinna þátta er varða velferð barna. Í skýrslunni segir að meginástæður þess að börn fái ekki að njóta bernsku sinnar séu vannæring, slæm heilsa og skortur á heilsuvernd. Þá búa börn í löndum, sem stödd eru neðarlega á listanum, oft við stríðsátök, ofbeldi eða barnaþrælkun. Í skýrslunni er einnig tekið mið af því hvort börn fái að ganga í skóla, hvort þau séu látin giftast á barnsaldri og tíðni þungana hjá ungum stúlkum. Þessir þættir hafa allir afdrifarík áhrif á velferð barna.Meira en 200 börn myrt á degi hverjum „Alltof mörg börn í heiminum búa við ömurlegar aðstæður; stríðsátök, eru barnaþrælar, barnabrúðir, þjást og deyja vegna sjúkdóma sem til er lækning við, eru vannærð og án menntunar. Þau eru svipt bernsku sinni og það er óásættanlegt að þau búi ekki við þau réttindi að fá að lifa við öryggi og fá að þroskast og leika sér. Þó svo að sumum sé hjálpað út úr aðstæðunum síðar á lífsleiðinni, fá þau aldrei bernsku sína aftur,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þá var fjöldi barnamorða einnig skoðaður í skýrslunni og samkvæmt henni eru meira en 200 börn myrt á degi hverjum, flest í Suður-Ameríkuríkjunum Hondúras, Venesúela og El Salvador. Frekari tölur um ástandið voru einnig birtar en þar kemur fram að 185 milljónum barna sé haldið í nauðugum í vinnuþrælkun. Þá eru 40 milljónir stúlkna á aldrinum 15-19 ára gefnar í hjónaband eða sambúð og nærri 28 milljónir barna eru á flótta. Angóla Níger Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira
Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru þannig í raun svift því að fá að vera börn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla, sem kom út í dag á alþjóðlegum degi barna. Ísland er í áttunda sæti á lista yfir það hvar í heiminum bernsku barna er síst ógnað. Toppsætin verma Noregur, Slóvenía og Finnland en þau lönd sem standa verst eru Afríkuríkin Níger, Angóla og Malí. Við uppröðun listans er tekið tillit til ákveðinna þátta er varða velferð barna. Í skýrslunni segir að meginástæður þess að börn fái ekki að njóta bernsku sinnar séu vannæring, slæm heilsa og skortur á heilsuvernd. Þá búa börn í löndum, sem stödd eru neðarlega á listanum, oft við stríðsátök, ofbeldi eða barnaþrælkun. Í skýrslunni er einnig tekið mið af því hvort börn fái að ganga í skóla, hvort þau séu látin giftast á barnsaldri og tíðni þungana hjá ungum stúlkum. Þessir þættir hafa allir afdrifarík áhrif á velferð barna.Meira en 200 börn myrt á degi hverjum „Alltof mörg börn í heiminum búa við ömurlegar aðstæður; stríðsátök, eru barnaþrælar, barnabrúðir, þjást og deyja vegna sjúkdóma sem til er lækning við, eru vannærð og án menntunar. Þau eru svipt bernsku sinni og það er óásættanlegt að þau búi ekki við þau réttindi að fá að lifa við öryggi og fá að þroskast og leika sér. Þó svo að sumum sé hjálpað út úr aðstæðunum síðar á lífsleiðinni, fá þau aldrei bernsku sína aftur,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þá var fjöldi barnamorða einnig skoðaður í skýrslunni og samkvæmt henni eru meira en 200 börn myrt á degi hverjum, flest í Suður-Ameríkuríkjunum Hondúras, Venesúela og El Salvador. Frekari tölur um ástandið voru einnig birtar en þar kemur fram að 185 milljónum barna sé haldið í nauðugum í vinnuþrælkun. Þá eru 40 milljónir stúlkna á aldrinum 15-19 ára gefnar í hjónaband eða sambúð og nærri 28 milljónir barna eru á flótta.
Angóla Níger Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira