Comey verður spurður hvort að Trump hafi skipt sér af Rússarannsókninni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júní 2017 23:30 Donald Trump og James Comey. vísir/getty James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, verður spurður af þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hvort að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi með einhverjum hætti reynt að hafa áhrif á rannsókn alríkislögreglunnar á samskiptum starfsteymis forsetans við rússneska ráðamenn. Reuters greinir frá. Comey mun mæta fyrir þingnefndina næstkomandi fimmtudag og svara spurningum nefndarmanna. Mark Warner, þingmaður demókrata í fulltrúadeildinni og fulltrúi í þingnefndinni sem fer með rannsókn málsins, segir að Comey verði spurður hispurslaust út í samskipti sín við forsetann á meðan hann var í starfi og hvort hann hafi skipt sér af rannsókninni. „Ég vil vita hversu margar samræður Comey átti við forsetann um þetta málefni.“ Þá segir Susan Collins, þingmaður repúblikana, að hún hlakki til að fá að heyra betur frá Comey um fullyrðingar Trump þess efnis að Comey hafi sagt honum þrisvar sinnum „að ekki væri verið að rannsaka hann.“„Tónninn í þessum samræðum, þau orð sem voru notuð og samhengið skiptir svo gífurlega miklu máli og það er það sem er enn ekki komið á hreint og kemst ekki á hreint fyrr en við tölum við þá sem eru viðriðnir málið.“ Comey var forstjóri alríkislögreglunnar allt þar til í síðasta mánuði þegar Trump rak hann en hann stýrði rannsókn á samskiptum starfsteymis Trump við Rússa. Alríkislögreglan greindi frá því í janúar síðastliðnum að hún væri fullviss um að Rússar hefðu haft áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum, Trump í vil og að hafin væri rannsókn á því hvort að einhver í starfsteymi Trump hefði átt í samskiptum við Rússa á þeim tíma. Brottrekstur Comey vakti því mikla athygli og benti minnisblað Comey sem New York Times greindi frá til þess að Trump hafi beðið Comey um að hætta að rannsaka Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa í ríkisstjórn Trump sem sagði af sér vegna samskipta sína við Rússa. Þær fregnir hafa vakið upp spurningar um stöðu forsetans og er yfirheyrslu þingnefndarinnar yfir Comey beðið með mikilli eftirvæntingu og vonast er til þess að nýjar upplýsingar muni koma í ljós um háttalag forsetans. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, verður spurður af þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hvort að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi með einhverjum hætti reynt að hafa áhrif á rannsókn alríkislögreglunnar á samskiptum starfsteymis forsetans við rússneska ráðamenn. Reuters greinir frá. Comey mun mæta fyrir þingnefndina næstkomandi fimmtudag og svara spurningum nefndarmanna. Mark Warner, þingmaður demókrata í fulltrúadeildinni og fulltrúi í þingnefndinni sem fer með rannsókn málsins, segir að Comey verði spurður hispurslaust út í samskipti sín við forsetann á meðan hann var í starfi og hvort hann hafi skipt sér af rannsókninni. „Ég vil vita hversu margar samræður Comey átti við forsetann um þetta málefni.“ Þá segir Susan Collins, þingmaður repúblikana, að hún hlakki til að fá að heyra betur frá Comey um fullyrðingar Trump þess efnis að Comey hafi sagt honum þrisvar sinnum „að ekki væri verið að rannsaka hann.“„Tónninn í þessum samræðum, þau orð sem voru notuð og samhengið skiptir svo gífurlega miklu máli og það er það sem er enn ekki komið á hreint og kemst ekki á hreint fyrr en við tölum við þá sem eru viðriðnir málið.“ Comey var forstjóri alríkislögreglunnar allt þar til í síðasta mánuði þegar Trump rak hann en hann stýrði rannsókn á samskiptum starfsteymis Trump við Rússa. Alríkislögreglan greindi frá því í janúar síðastliðnum að hún væri fullviss um að Rússar hefðu haft áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum, Trump í vil og að hafin væri rannsókn á því hvort að einhver í starfsteymi Trump hefði átt í samskiptum við Rússa á þeim tíma. Brottrekstur Comey vakti því mikla athygli og benti minnisblað Comey sem New York Times greindi frá til þess að Trump hafi beðið Comey um að hætta að rannsaka Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa í ríkisstjórn Trump sem sagði af sér vegna samskipta sína við Rússa. Þær fregnir hafa vakið upp spurningar um stöðu forsetans og er yfirheyrslu þingnefndarinnar yfir Comey beðið með mikilli eftirvæntingu og vonast er til þess að nýjar upplýsingar muni koma í ljós um háttalag forsetans.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira