Nýt mín best á stærsta sviðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2017 07:00 Aron Pálmarson í leiknum um þriðja sætið í gær. Vísir/Getty Aron Pálmarsson og félagar hans í ungverska meistaraliðinu Veszprem þurftu að láta sér að góðu verða að vinna bronsverðlaun í Meistaradeild Evrópu þetta árið, eftir sigur á stórliði Barcelona í bronsleiknum í úrslitahelgi keppninnar í Köln. Veszprem varð naumlega af sæti í úrslitaleiknum eftir eins marks tap fyrir PSG frá Frakklandi. Aron var að spila í sjötta sinn í Final Four, eins og úrslitahelgin er kölluð, á ferlinum. Tvívegis varð hann Evrópumeistari með Kiel en í hvorugt skiptið tókst honum að verða meistari með Veszprem síðan hann fór til Ungverjalands sumarið 2015. „Þessi helgi var mér gríðarleg vonbrigði. Við spiluðum að vísu vel og gerðum vel með því að vinna leikinn um þriðja sætið en það gerir ekkert fyrir mig. Það eina sem það gerði var að auðvelda ferðalagið heim til Ungverjalands,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær, frá heimili sínu ytra. „Tapið fyrir PSG á laugardag var afar erfitt. Betra liðið fór ekki áfram,“ sagði Aron ákveðinn. „Allir eru sammála um að PSG er með sterkara lið á pappírnum en mér fannst þeir ekki standa undir þeim væntingum sem eru gerðar til liðsins í þessum leik. Mér fannst þeir ekki spila betur en við.“ Hann segir einnig að það hafi verið erfitt að sætta sig við dómgæslu makedónska parsins Nikolov og Nachevski í leiknum. „Ég hef nú ekki sagt þetta opinberlega hingað til en mér fannst hallað á okkur í dómgæslunni. Ég er harður á því.“Vísir/GettyReyni að gefa af mér Aron hefur tvívegis verið valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar og sýndi mögnuð tilþrif, enn og aftur, um helgina. Gegn PSG átti hann annan tug stoðsendinga og gegn Barcelona í bronsleiknum var hann markahæstur með átta mörk og dró vagninn á lokakaflanum, er Veszprem tryggði sér fjögurra marka sigur. „Mér finnst hrikalega skemmtilegt að spila í Köln,“ segir Aron aðspurður um hvað það er sem laði fram það besta í honum þegar hann spilar þar. „Það eru 20 þúsund manns að horfa, mikil og stór umgjörð og allir að fylgjast með. Ég nærist mest á þessu. Ég er nú búinn að fara oft á Final Four og þetta er það skemmtilegasta sem ég geri – hér eru bestu liðin og pressan mest.“ Hann segist ekki koðna niður þegar álagið er sem mest, þvert á móti. „Auðvitað er ég með fiðrildi í maganum fyrir leiki en eins og ég hef áður sagt þá læt ég ekki stress skemma fyrir mér. Ég nýt þess frekar, að spila með bestu leikmönnum heims fyrir framan allt þetta fólk. Ég fer brosandi inn í leikina og nýt hvers augnabliks. Ég reyni að gefa af mér til fólksins sem borgar sig inn á leikina.“Vísir/GettyFramtíðin skýrist á næstu vikum Aron á eitt ár eftir af samningi sínum við Veszprem en óvíst er hvort hann klári hann. Líkur eru á því að leikurinn um helgina hafi verið hans síðasti með ungverska liðinu en hann hefur sterklega verið orðaður við Barcelona síðustu vikur og mánuði. Sjálfur vill hann ekkert segja um það. „Ég get sagt að þetta muni allt skýrast á næstu tveimur vikum. Þá mun ég tilkynna hvað verður um mig, hvort ég fari núna eða á næsta ári. Ég get ekki sagt meira í bili,“ segir hann sposkur. Hann segist þrátt fyrir allt sáttur við þessi tvö ár í Ungverjalandi, sama hvað verður í sumar. „Ég viðurkenni þó að ég er vonsvikinn yfir að hafa ekki unnið Meistaradeildina. Það var stóra markmiðið. Það er ömurlegt að ná því ekki eftir að hafa verið svo nálægt því.“ Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Aron Pálmarsson og félagar hans í ungverska meistaraliðinu Veszprem þurftu að láta sér að góðu verða að vinna bronsverðlaun í Meistaradeild Evrópu þetta árið, eftir sigur á stórliði Barcelona í bronsleiknum í úrslitahelgi keppninnar í Köln. Veszprem varð naumlega af sæti í úrslitaleiknum eftir eins marks tap fyrir PSG frá Frakklandi. Aron var að spila í sjötta sinn í Final Four, eins og úrslitahelgin er kölluð, á ferlinum. Tvívegis varð hann Evrópumeistari með Kiel en í hvorugt skiptið tókst honum að verða meistari með Veszprem síðan hann fór til Ungverjalands sumarið 2015. „Þessi helgi var mér gríðarleg vonbrigði. Við spiluðum að vísu vel og gerðum vel með því að vinna leikinn um þriðja sætið en það gerir ekkert fyrir mig. Það eina sem það gerði var að auðvelda ferðalagið heim til Ungverjalands,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær, frá heimili sínu ytra. „Tapið fyrir PSG á laugardag var afar erfitt. Betra liðið fór ekki áfram,“ sagði Aron ákveðinn. „Allir eru sammála um að PSG er með sterkara lið á pappírnum en mér fannst þeir ekki standa undir þeim væntingum sem eru gerðar til liðsins í þessum leik. Mér fannst þeir ekki spila betur en við.“ Hann segir einnig að það hafi verið erfitt að sætta sig við dómgæslu makedónska parsins Nikolov og Nachevski í leiknum. „Ég hef nú ekki sagt þetta opinberlega hingað til en mér fannst hallað á okkur í dómgæslunni. Ég er harður á því.“Vísir/GettyReyni að gefa af mér Aron hefur tvívegis verið valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar og sýndi mögnuð tilþrif, enn og aftur, um helgina. Gegn PSG átti hann annan tug stoðsendinga og gegn Barcelona í bronsleiknum var hann markahæstur með átta mörk og dró vagninn á lokakaflanum, er Veszprem tryggði sér fjögurra marka sigur. „Mér finnst hrikalega skemmtilegt að spila í Köln,“ segir Aron aðspurður um hvað það er sem laði fram það besta í honum þegar hann spilar þar. „Það eru 20 þúsund manns að horfa, mikil og stór umgjörð og allir að fylgjast með. Ég nærist mest á þessu. Ég er nú búinn að fara oft á Final Four og þetta er það skemmtilegasta sem ég geri – hér eru bestu liðin og pressan mest.“ Hann segist ekki koðna niður þegar álagið er sem mest, þvert á móti. „Auðvitað er ég með fiðrildi í maganum fyrir leiki en eins og ég hef áður sagt þá læt ég ekki stress skemma fyrir mér. Ég nýt þess frekar, að spila með bestu leikmönnum heims fyrir framan allt þetta fólk. Ég fer brosandi inn í leikina og nýt hvers augnabliks. Ég reyni að gefa af mér til fólksins sem borgar sig inn á leikina.“Vísir/GettyFramtíðin skýrist á næstu vikum Aron á eitt ár eftir af samningi sínum við Veszprem en óvíst er hvort hann klári hann. Líkur eru á því að leikurinn um helgina hafi verið hans síðasti með ungverska liðinu en hann hefur sterklega verið orðaður við Barcelona síðustu vikur og mánuði. Sjálfur vill hann ekkert segja um það. „Ég get sagt að þetta muni allt skýrast á næstu tveimur vikum. Þá mun ég tilkynna hvað verður um mig, hvort ég fari núna eða á næsta ári. Ég get ekki sagt meira í bili,“ segir hann sposkur. Hann segist þrátt fyrir allt sáttur við þessi tvö ár í Ungverjalandi, sama hvað verður í sumar. „Ég viðurkenni þó að ég er vonsvikinn yfir að hafa ekki unnið Meistaradeildina. Það var stóra markmiðið. Það er ömurlegt að ná því ekki eftir að hafa verið svo nálægt því.“
Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira