Var með fallegasta brosið í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2017 07:30 Cheick Tiote fagnar marki sínu á móti Arsenal árið 2011. Vísir/Getty Steve McClaren, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle United, hafði falleg orð að segja um miðjumanninn Cheick Tiote sem lést í gær eftir að hafa hneigið niður á æfingu hjá kínversku liði sínu. Cheick Tiote var þrítugur en hann spilaði áður með Newcastle og var í herbúðum liðsins þegar síðasta tímabil hófst. Tiote fór hinsvegar til Beijing Enterprises í Kína í febrúar. „Þegar ég var hjá Newcastle þá vissi ég að heimurinn væri í lagi þegar ég sá [Papiss] Cisse og Cheick brosa,“ sagði Steve McClaren í viðtali við BBC og bætti við: „Hann var með fallegasta brosið í fótboltanum,“ sagði McClaren. „Hann var leikmaður sem allir vildu hafa í sínu liði,“ sagði Steve McClaren og hann ætti að þekkja það enda spilaði Cheick Tiote fyrir hann hjá bæði FC Twente og Newcastle. Cheick Tiote var landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar. „Ég kynntist honum fyrst þegar hann var ungur leikmaður hjá Twente. Hann var harðasti leikmaðurinn sem ég hef séð. Inn á vellinum og á æfingum var hann svo mikill keppnismaður. Hann ætlaði sér að vinna alla leiki, allar keppnir og allar tæklingar,“ sagði McClaren. „Hann var svo mikill keppnismaður að ég þurfti stundum að taka hann af æfingunum. Hann var algjör stríðsmaður og sigurvegari,“ sagði McClaren. „Það var hans draumur að spila í Kína og ég var svo ánægður fyrir hans hönd þegar það gekk upp. Hann náði einnig að vinna sér inn pening fyrir fjölskyldu sína,“ sagði McClaren. „Hann elskaði að spila fótbolta og sjá fyrir fjölskyldu sinni í leiðinni. Öll skyldmennin, frændurnir, frænkurnar, afar hans og ömmur treystu öll á hann,“ sagði McClaren. Steve McClaren minntist líka dagsins þegar Newcastle kom til baka eftir að hafa lent 4-0 undir á móti Arsenal. Cheick Tiote skoraði einmitt jöfnunarmarkið í þeim ótrúlega leik. „Lífið er stundum ekki sanngjarnt. Ég mun minnast Cheick Tiote sem frábærs miðjumanns sem ég elskaði að stýra. Hvíldu í friði, vinur minn,“ sagði McClaren. Enski boltinn Fílabeinsströndin Fótbolti Tengdar fréttir Hneig niður á æfingu og lést Cheick Tioté, fyrrverandi leikmaður Newcastle United, er látinn, þrítugur að aldri. 5. júní 2017 15:35 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Steve McClaren, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle United, hafði falleg orð að segja um miðjumanninn Cheick Tiote sem lést í gær eftir að hafa hneigið niður á æfingu hjá kínversku liði sínu. Cheick Tiote var þrítugur en hann spilaði áður með Newcastle og var í herbúðum liðsins þegar síðasta tímabil hófst. Tiote fór hinsvegar til Beijing Enterprises í Kína í febrúar. „Þegar ég var hjá Newcastle þá vissi ég að heimurinn væri í lagi þegar ég sá [Papiss] Cisse og Cheick brosa,“ sagði Steve McClaren í viðtali við BBC og bætti við: „Hann var með fallegasta brosið í fótboltanum,“ sagði McClaren. „Hann var leikmaður sem allir vildu hafa í sínu liði,“ sagði Steve McClaren og hann ætti að þekkja það enda spilaði Cheick Tiote fyrir hann hjá bæði FC Twente og Newcastle. Cheick Tiote var landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar. „Ég kynntist honum fyrst þegar hann var ungur leikmaður hjá Twente. Hann var harðasti leikmaðurinn sem ég hef séð. Inn á vellinum og á æfingum var hann svo mikill keppnismaður. Hann ætlaði sér að vinna alla leiki, allar keppnir og allar tæklingar,“ sagði McClaren. „Hann var svo mikill keppnismaður að ég þurfti stundum að taka hann af æfingunum. Hann var algjör stríðsmaður og sigurvegari,“ sagði McClaren. „Það var hans draumur að spila í Kína og ég var svo ánægður fyrir hans hönd þegar það gekk upp. Hann náði einnig að vinna sér inn pening fyrir fjölskyldu sína,“ sagði McClaren. „Hann elskaði að spila fótbolta og sjá fyrir fjölskyldu sinni í leiðinni. Öll skyldmennin, frændurnir, frænkurnar, afar hans og ömmur treystu öll á hann,“ sagði McClaren. Steve McClaren minntist líka dagsins þegar Newcastle kom til baka eftir að hafa lent 4-0 undir á móti Arsenal. Cheick Tiote skoraði einmitt jöfnunarmarkið í þeim ótrúlega leik. „Lífið er stundum ekki sanngjarnt. Ég mun minnast Cheick Tiote sem frábærs miðjumanns sem ég elskaði að stýra. Hvíldu í friði, vinur minn,“ sagði McClaren.
Enski boltinn Fílabeinsströndin Fótbolti Tengdar fréttir Hneig niður á æfingu og lést Cheick Tioté, fyrrverandi leikmaður Newcastle United, er látinn, þrítugur að aldri. 5. júní 2017 15:35 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Hneig niður á æfingu og lést Cheick Tioté, fyrrverandi leikmaður Newcastle United, er látinn, þrítugur að aldri. 5. júní 2017 15:35