Réttarhöld yfir Cosby: Notaði frægðina til þess að fá sínu framgengt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. júní 2017 08:06 Leikarinn, sem er 79 ára, er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bill Cosby Show. vísir/afp Bill Cosby nýtti sér frægð sína og frama til þess að fá sínu framgengt, sagði Kelly Johnson, kona sem bar vitni í máli bandaríska leikarans í gær. Réttarhöld yfir Cosby hófust í Pennsylvaníu-ríki í gær en hann er sakaður um að hafa nauðgað konu árið 2004. Meint brot átti sér stað árið 2004 þegar Cosby bauð Andreu Constand heim til sín í starfsráðgjöf þar sem Constand segist hafa verið byrlað ólyfjan og í framhaldinu nauðgað. Cosby hefur áður viðurkennt að hafa gefið konum róandi töflur – en með þeirra samþykki. Þá vísar hann ásökunum Constand á bug og segist hafa stundað kynlíf með hennar leyfi. Kelly Johnson hafði svipaða sögu og Constand að segja en hún sagðist sömuleiðis hafa leitað ráðgjafar hjá Cosby, verið byrlað ólyfjan og nauðgað, árið 1998. Hún sagðist hafa ætlað að fela töfluna frá Cosby undir tungunni til þess að geta svo losað sig við hana, en að Cosby hafi farið fram á að fá að sjá hvort hún hefði kyngt lyfjunum. Johnson lýsti því hvernig líkami hennar lamaðist eftir að hafa innbyrt töfluna. „Ég var að reyna að segja eitthvað,“ sagði hún. „Ég veit ekki hvort ég hafi náð að tala.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tvær vikur. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og líkt við málaferlin gegn O.J Simpson á tíunda áratug síðustu aldar, en verði leikarinn, sem er 79 ára, fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi. Að minnsta kosti fimmtíu konur hafa sakað Cosby um kynferðislegt ofbeldi og elsta atvikið á að hafa átt sér stað fyrir rúmlega fimmtíu árum. Cosby heldur staðfastlega fram sakleysi sínu. Bill Cosby Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Bill Cosby nýtti sér frægð sína og frama til þess að fá sínu framgengt, sagði Kelly Johnson, kona sem bar vitni í máli bandaríska leikarans í gær. Réttarhöld yfir Cosby hófust í Pennsylvaníu-ríki í gær en hann er sakaður um að hafa nauðgað konu árið 2004. Meint brot átti sér stað árið 2004 þegar Cosby bauð Andreu Constand heim til sín í starfsráðgjöf þar sem Constand segist hafa verið byrlað ólyfjan og í framhaldinu nauðgað. Cosby hefur áður viðurkennt að hafa gefið konum róandi töflur – en með þeirra samþykki. Þá vísar hann ásökunum Constand á bug og segist hafa stundað kynlíf með hennar leyfi. Kelly Johnson hafði svipaða sögu og Constand að segja en hún sagðist sömuleiðis hafa leitað ráðgjafar hjá Cosby, verið byrlað ólyfjan og nauðgað, árið 1998. Hún sagðist hafa ætlað að fela töfluna frá Cosby undir tungunni til þess að geta svo losað sig við hana, en að Cosby hafi farið fram á að fá að sjá hvort hún hefði kyngt lyfjunum. Johnson lýsti því hvernig líkami hennar lamaðist eftir að hafa innbyrt töfluna. „Ég var að reyna að segja eitthvað,“ sagði hún. „Ég veit ekki hvort ég hafi náð að tala.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tvær vikur. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og líkt við málaferlin gegn O.J Simpson á tíunda áratug síðustu aldar, en verði leikarinn, sem er 79 ára, fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi. Að minnsta kosti fimmtíu konur hafa sakað Cosby um kynferðislegt ofbeldi og elsta atvikið á að hafa átt sér stað fyrir rúmlega fimmtíu árum. Cosby heldur staðfastlega fram sakleysi sínu.
Bill Cosby Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira