Útlit fyrir áframhaldandi fjölgun skemmtiferðaskipa til Íslands á næstu árum Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2017 19:45 Ekkert lát er á fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins og er þegar byrjað að bóka komur allt fram til ársins 2026. Stærsta skemmtiferðaskip sumarins sigldi úr höf í Reykjavík í dag eftir viðkomu á Akureyri og Ísafirði. Farþegaskipið Preziosa er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands á þessu sumri. Það getur tekið rúmlega fjögur þúsund farþega en í dag eru 3.500 farþegar um borð. Skipið kom til Reykjavíkurf rá Ísafirði þannig að íbúatalan þar ríflega tvöfaldaðist þegar þetta skip kom þangað. Flestir farþeganna að þessu sinni eru frá Þýskalandi en við rákust einnig á nokkra Ástrala á leiðinni um borð í dag. Skipið lagði upp frá Hamborg áður en það kom til Íslands með viðkomu í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og svo aftur í Reykjavík þaðan sem það hélt til Skotlands í dag. Gyða Guðmundsdóttir markaðsfulltrúi hjá Gáru sem sér um móttöku flestra erlendra skemmtiferðaskipa á Íslandi kvartar ekki undar verkefnaskorti. „Við hjá Gáru erum að taka á móti þessu skemmtiferðaskipi eins og svo mörgum örðum. Við erum með 650 komur í ár. Það er búið að vera gríðarleg aukning, stöðug aukning milli ára. Þetta er auðvitað gríðarlega spennandi þegar koma svona stór skip. En við sjáum líka mikla fjölgun í minni leiðangursskipum sem er líka mjög skemmtilegt að taka á móti,“ segir Gyða. Þegar Gyða nefnir 650 komur á hún við komur skipanna í allar hafnir. Þannig telst Preziosa hafa komið tvisvar til Reykjavíkur og einu sinni á Akureyri og Ísafjörð. Og þótt ekki væri sérstaklega sumarlegt veður í Reykjavík í dag voru hjónin Johannes og Ursula frá Þýskalandi hæst ánægð með dvölina og það sem þau sáu. „Firðirnir, jöklarnir og...Við fórum líka í Bláa lónið.Það var mjög gott fyrir húðina. Og hér í Reykjavík var athyglisvert að sjá hvernig gamli og nýi bærinn hafa vaxið saman,“ sögðu þau hjónin sem einnig voru mjög ánægð með heimsóknina til Ísafjarðar. Í fyrra komu tæplega 328 þúsund farþegar með skipum til Íslands og hefur bæði skipum og farþegum fjölgað mikið á undanförnum árum. Þannig segir Gyða að einungis ein manneskja hafi unnið á skrifstofu Gáru fyrir sjö árum en nú vinni þar fimmtán manns og ekki sjái fyrir endan á fjölguninni enda Ísland vinsælt og selji sig nánast sjálft. „En svo er líka búiið að bóka langt fram í tímann. Við erum að ganga frá bókunum fyrir 2019 núna og erum meira að segja komin með eina fyrir 2026. Þannig að það straumurinn er alla vega ekkert að fara að stoppa á næstunni hjá okkur,“ segir Gyða Guðmundsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Ekkert lát er á fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins og er þegar byrjað að bóka komur allt fram til ársins 2026. Stærsta skemmtiferðaskip sumarins sigldi úr höf í Reykjavík í dag eftir viðkomu á Akureyri og Ísafirði. Farþegaskipið Preziosa er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands á þessu sumri. Það getur tekið rúmlega fjögur þúsund farþega en í dag eru 3.500 farþegar um borð. Skipið kom til Reykjavíkurf rá Ísafirði þannig að íbúatalan þar ríflega tvöfaldaðist þegar þetta skip kom þangað. Flestir farþeganna að þessu sinni eru frá Þýskalandi en við rákust einnig á nokkra Ástrala á leiðinni um borð í dag. Skipið lagði upp frá Hamborg áður en það kom til Íslands með viðkomu í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og svo aftur í Reykjavík þaðan sem það hélt til Skotlands í dag. Gyða Guðmundsdóttir markaðsfulltrúi hjá Gáru sem sér um móttöku flestra erlendra skemmtiferðaskipa á Íslandi kvartar ekki undar verkefnaskorti. „Við hjá Gáru erum að taka á móti þessu skemmtiferðaskipi eins og svo mörgum örðum. Við erum með 650 komur í ár. Það er búið að vera gríðarleg aukning, stöðug aukning milli ára. Þetta er auðvitað gríðarlega spennandi þegar koma svona stór skip. En við sjáum líka mikla fjölgun í minni leiðangursskipum sem er líka mjög skemmtilegt að taka á móti,“ segir Gyða. Þegar Gyða nefnir 650 komur á hún við komur skipanna í allar hafnir. Þannig telst Preziosa hafa komið tvisvar til Reykjavíkur og einu sinni á Akureyri og Ísafjörð. Og þótt ekki væri sérstaklega sumarlegt veður í Reykjavík í dag voru hjónin Johannes og Ursula frá Þýskalandi hæst ánægð með dvölina og það sem þau sáu. „Firðirnir, jöklarnir og...Við fórum líka í Bláa lónið.Það var mjög gott fyrir húðina. Og hér í Reykjavík var athyglisvert að sjá hvernig gamli og nýi bærinn hafa vaxið saman,“ sögðu þau hjónin sem einnig voru mjög ánægð með heimsóknina til Ísafjarðar. Í fyrra komu tæplega 328 þúsund farþegar með skipum til Íslands og hefur bæði skipum og farþegum fjölgað mikið á undanförnum árum. Þannig segir Gyða að einungis ein manneskja hafi unnið á skrifstofu Gáru fyrir sjö árum en nú vinni þar fimmtán manns og ekki sjái fyrir endan á fjölguninni enda Ísland vinsælt og selji sig nánast sjálft. „En svo er líka búiið að bóka langt fram í tímann. Við erum að ganga frá bókunum fyrir 2019 núna og erum meira að segja komin með eina fyrir 2026. Þannig að það straumurinn er alla vega ekkert að fara að stoppa á næstunni hjá okkur,“ segir Gyða Guðmundsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira