Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur í Pepsi-mörkunum og Messunni, var í dag úrskurðaður í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.
Fjölmiðlamaðurinn góðkunni er markvarðaþjálfari HK. Hann var rekinn af varamannabekknum í 1-0 tapi HK fyrir Selfossi í 5. umferð Inkasso-deildarinnar á laugardaginn var. HK fékk einnig 15.000 króna sekt vegna brottvísunar Hjörvars.
Fjölnir fékk sömu sekt vegna brottvísunar liðsstjórans Einars Hermannssonar í tapi Grafarvogsliðsins fyrir Víkingi R. í gær. Einar var sömuleiðis úrskurðaður í eins leiks bann.
Fjölnismaðurinn Ægir Jarl Jónasson var úrskurðaður í eins leiks bann í Borgunarbikarnum vegna tveggja gulra spjalda. Sömu sögu var að segja af Gróttumanninum Halldóri Kristjáni Baldurssyni sem fékk að líta rauða spjaldið í 2-1 tapi Gróttu fyrir ÍA í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar.
Hjörvar fékk eins leiks bann

Tengdar fréttir

Bubalo kramdi hjörtu Leiknismanna
Fram lyfti sér upp í 2. sæti Inkasso-deildarinnar með dramatískum 1-2 sigri á Leikni F. fyrir austan í dag.