Allsherjar vanhæfi gæti vel orðið raunin í dómaramálinu Snærós Sindradóttir skrifar 7. júní 2017 07:00 Héraðsdómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur eru að minnsta kosti í mjög þröngri stöðu. Annað gæti gilt um héraðsdómara í öðrum umdæmum. vísir/gva „Ég held að það myndi enginn dómari vilja sitja í þessu máli fyrir héraðsdómi,“ segir Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild HR, um fyrirhugað dómsmál vegna skipunar dómara í Landsrétt. Það bendir allt til þess að það muni reynast þrautin þyngri að finna dómara sem ekki eru vanhæfir í málinu. Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að að minnsta kosti einn þeirra umsækjenda sem metnir voru hæfastir til dómarastarfsins, en fengu ekki skipun eftir tillögu ráðherra, hygðist fara í mál vegna þess. Aðrir liggja enn undir feldi og kanna réttarstöðu sína. Sigurður Tómas Magnússonvísir/aðsend Í gær greindi Fréttablaðið svo frá því að meðferð Alþingis við samþykkt tillögu dómsmálaráðherra hefði farið á svig við lög. Á það þyrfti að reyna fyrir dómi vegna hugsanlegrar bótaskyldu íslenska ríkisins. Umsækjendur um starfið voru 37 talsins. Þeir hafa nær allir víðtæk tengsl inn í lagastéttina, hafa verið héraðsdómarar eða starfað innan háskólanna. Þeir umsækjendur sem eru starfandi héraðsdómarar koma úr flestum héraðsdómstólum landsins. Þau tengsl geta skapað vanhæfi. „Þetta eru allt samstarfsmenn meira og minna eða sitjandi í hæfnisnefnd. Svo er augljóst að ef þetta færi fyrir Landsrétt þá væri allur Landsréttur vanhæfur. En héraðsdómurinn er líka meira og minna vanhæfur held ég,“ segir Sigurður Tómas. Dómstólaráði er þá falið að finna nýja héraðsdómara en ef það tekst ekki verður ráðherra falið að skipa dómara í málið. Líklega yrði þá fyrir valinn lögmaður sem ekki hefur neina dómarareynslu og stendur aðeins utan við þennan nátengda hóp, kæmi jafnvel úr stjórnsýslunni. Dómsmálaráðherra er aftur á móti vanhæfur í málinu og svo gæti farið að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þyki vanhæfir vegna þess að allir tóku þeir þátt í afgreiðslu Alþingis á málinu, sem líklega var ólögmæt. „Yfirleitt hefur það verið þannig að þegar ráðherra er vanhæfur þá er annar ráðherra kallaður inn. Það hefði verið heppilegt að hafa utanþingsráðherra núna. En að skipa ráðherra bara til að framkvæma þetta væri alveg nýtt. Það er spurning hvort það þyrfti að skipa ráðherra ad hoc, og forseti myndi þá gera það, til að fara með málið. Það reynir á margt þegar svona óvenjulegir hlutir gerast. Þá reynir á þolrifin í þessu kerfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
„Ég held að það myndi enginn dómari vilja sitja í þessu máli fyrir héraðsdómi,“ segir Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild HR, um fyrirhugað dómsmál vegna skipunar dómara í Landsrétt. Það bendir allt til þess að það muni reynast þrautin þyngri að finna dómara sem ekki eru vanhæfir í málinu. Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að að minnsta kosti einn þeirra umsækjenda sem metnir voru hæfastir til dómarastarfsins, en fengu ekki skipun eftir tillögu ráðherra, hygðist fara í mál vegna þess. Aðrir liggja enn undir feldi og kanna réttarstöðu sína. Sigurður Tómas Magnússonvísir/aðsend Í gær greindi Fréttablaðið svo frá því að meðferð Alþingis við samþykkt tillögu dómsmálaráðherra hefði farið á svig við lög. Á það þyrfti að reyna fyrir dómi vegna hugsanlegrar bótaskyldu íslenska ríkisins. Umsækjendur um starfið voru 37 talsins. Þeir hafa nær allir víðtæk tengsl inn í lagastéttina, hafa verið héraðsdómarar eða starfað innan háskólanna. Þeir umsækjendur sem eru starfandi héraðsdómarar koma úr flestum héraðsdómstólum landsins. Þau tengsl geta skapað vanhæfi. „Þetta eru allt samstarfsmenn meira og minna eða sitjandi í hæfnisnefnd. Svo er augljóst að ef þetta færi fyrir Landsrétt þá væri allur Landsréttur vanhæfur. En héraðsdómurinn er líka meira og minna vanhæfur held ég,“ segir Sigurður Tómas. Dómstólaráði er þá falið að finna nýja héraðsdómara en ef það tekst ekki verður ráðherra falið að skipa dómara í málið. Líklega yrði þá fyrir valinn lögmaður sem ekki hefur neina dómarareynslu og stendur aðeins utan við þennan nátengda hóp, kæmi jafnvel úr stjórnsýslunni. Dómsmálaráðherra er aftur á móti vanhæfur í málinu og svo gæti farið að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þyki vanhæfir vegna þess að allir tóku þeir þátt í afgreiðslu Alþingis á málinu, sem líklega var ólögmæt. „Yfirleitt hefur það verið þannig að þegar ráðherra er vanhæfur þá er annar ráðherra kallaður inn. Það hefði verið heppilegt að hafa utanþingsráðherra núna. En að skipa ráðherra bara til að framkvæma þetta væri alveg nýtt. Það er spurning hvort það þyrfti að skipa ráðherra ad hoc, og forseti myndi þá gera það, til að fara með málið. Það reynir á margt þegar svona óvenjulegir hlutir gerast. Þá reynir á þolrifin í þessu kerfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00
Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00