Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. júní 2017 07:00 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. vísir/anton brink „Það er ekki rökrétt að segja að þarna sé á ferðinni ómálefnalegur rökstuðningur,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, á opnum fundi þingflokks Viðreisnar í gær. Vísar hann þar til rökstuðnings dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen, fyrir því að víkja frá mati matsnefndar um hæfni dómenda við Landsrétt. Niðurstaðan hefur verið umdeild síðustu daga og spjótin meðal annars beinst að Viðreisn. „Það er hægt að spyrja út í þennan rökstuðning nefndarinnar sjálfrar. Þarna er á ferðinni mjög þægilegur listi til að rökstyðja þá niðurstöðu sem þig langar að komast að,“ sagði Þorsteinn. Vísar hann þar til Excel-skjals nefndarinnar sem lak út. Hann furðaði sig á því hve lítið vægi dómarareynsla fékk og þeirri staðreynd að allir umsækjendur fengu tíu í einkunn í liðunum samning dóma, stjórnun þinghalda og almenn starfshæfni. „Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ Úr máli Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns flokksins, mátti lesa að hann teldi rétt að áður en slíkt mat fer fram næst liggi skýrar fyrir hvaða þætti nefndin leggur til grundvallar. Þá var þingmönnum flokksins tíðrætt um að niðurstaða nefndarinnar, sem innihélt fimm konur en tíu karla, hefði ekki farið í gegn út af jafnréttissjónarmiðum. „Það vorum við sem rákum ráðherra til baka. Við hefðum ekki hleypt fyrri listanum í gegn,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokksins, á fundinum. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
„Það er ekki rökrétt að segja að þarna sé á ferðinni ómálefnalegur rökstuðningur,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, á opnum fundi þingflokks Viðreisnar í gær. Vísar hann þar til rökstuðnings dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen, fyrir því að víkja frá mati matsnefndar um hæfni dómenda við Landsrétt. Niðurstaðan hefur verið umdeild síðustu daga og spjótin meðal annars beinst að Viðreisn. „Það er hægt að spyrja út í þennan rökstuðning nefndarinnar sjálfrar. Þarna er á ferðinni mjög þægilegur listi til að rökstyðja þá niðurstöðu sem þig langar að komast að,“ sagði Þorsteinn. Vísar hann þar til Excel-skjals nefndarinnar sem lak út. Hann furðaði sig á því hve lítið vægi dómarareynsla fékk og þeirri staðreynd að allir umsækjendur fengu tíu í einkunn í liðunum samning dóma, stjórnun þinghalda og almenn starfshæfni. „Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ Úr máli Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns flokksins, mátti lesa að hann teldi rétt að áður en slíkt mat fer fram næst liggi skýrar fyrir hvaða þætti nefndin leggur til grundvallar. Þá var þingmönnum flokksins tíðrætt um að niðurstaða nefndarinnar, sem innihélt fimm konur en tíu karla, hefði ekki farið í gegn út af jafnréttissjónarmiðum. „Það vorum við sem rákum ráðherra til baka. Við hefðum ekki hleypt fyrri listanum í gegn,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokksins, á fundinum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira