Sex manna alsírskri fjölskyldu vísað úr landi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. júní 2017 22:45 Þegar ljósmyndara bar að garði var Haddouche fjölskyldan á leið á Keflavíkurflugvöll í lögreglufylgd. Vísir/Andri Marinó Sex manna alsírskri fjölskyldu verður vísað úr landi í kvöld. Fjölskyldan var sótt á heimili sitt um klukkan tíu í kvöld og fylgdi lögregla þeim á Keflavíkurflugvöll þar sem þau verða flutt til Spánar. Vinir fjölskyldunnar fengu að fylgja þeim út á flugvöll.Sid Ahmed Haddouche og eiginkona hans Mimouna eiga fjögur börn. Tvíburana Aymane og Imane sem eru nítján ára, drenginn Hichem sem er þrettán ára og stúlkuna Aya sem er sex ára. Fjölskyldan kom til Íslands í ágúst 2016 og sóttu þá um alþjóðlega vernd. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir að Sid hafi verið lögreglumaður í bænum Remchi sem er nálægt landamærum Marokkó. Árið 2013 hafi Sid tekið þátt í handtöku á meðlimi AIS (Islamic Salvation Army). Í kjölfarið hafi samstarfsmaður Sid verið myrtur af meðlimum AIS og Sid hafi kjölfarið farið einn til Írlands og sótt um hæli. Hann sneri aftur til Alsír árið 2014.Morgane Priet-MaheoVísir/Andri MarinóMorgane Priet-Maheo er vinkona fjölskyldunnar og hafa þau veitt henni umboð til að fara með mál þeirra, en lögmaður fjölskyldunnar er staddur erlendis. Hún segist hafa síðast í dag sótt um endurupptöku á máli fjölskyldunnar. „Þau voru núna að taka þau í burtu og ég er búin að reyna alls konar í dag til að fresta þessu. Það er ekki búið að tala við Aya og HIchem, yngstu börnin þeirra. Það eru alls konar brot á réttindum barna í máli þeirra,“ segir Morgane í samtali við Vísi. „Ég sendi beiðni um endurupptöku á máli þeirra í dag og mér var sagt að það myndi fresta brottvísuninni en það gerðist ekki.“ Hún segist hafa fengið þau svör að fjölskyldunni hafi verið neitað um hæli og að brottvísun þeirra yrði ekki frestað en að hún gæti lagt fram ný gögn í málinu. „Það var ekkert rætt við Ayu og Hichem. Í skýrslu kærunefndar eru þau nefnd einu sinni í byrjun þegar það er sagt hvenær þau fæddust og svo er bara talað um þau sem börn hennar,“ segir Morgane. „Ég er búin að finna skýrslur frá umboðsmanni í Spáni þar sem segir að oft þurfi fólk að bíða í állt að mánuð til að fá húsnæði.“ Hún segir að fjölskyldan þekki engan á Spáni og tali enga spænsku. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir einnig að Aymane, elsti sonur þeirra hjóna, hafi neitað að gegna herskyldu og getur hann átt yfir sér fangelsisdóm í Alsír fyrir vikið. Auk þess hafi föðurbróður Sid reynt að neyða Imane, eldri dóttur þeirra, í hjónaband með ókunnugum manni á meðan Sid var á Írlandi. Þar segir að Sid sé sannfærður um að þrýstingur frá AIS hafi legið á baki tilrauninni til nauðgunargiftingarinnar. Flóttamenn Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira
Sex manna alsírskri fjölskyldu verður vísað úr landi í kvöld. Fjölskyldan var sótt á heimili sitt um klukkan tíu í kvöld og fylgdi lögregla þeim á Keflavíkurflugvöll þar sem þau verða flutt til Spánar. Vinir fjölskyldunnar fengu að fylgja þeim út á flugvöll.Sid Ahmed Haddouche og eiginkona hans Mimouna eiga fjögur börn. Tvíburana Aymane og Imane sem eru nítján ára, drenginn Hichem sem er þrettán ára og stúlkuna Aya sem er sex ára. Fjölskyldan kom til Íslands í ágúst 2016 og sóttu þá um alþjóðlega vernd. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir að Sid hafi verið lögreglumaður í bænum Remchi sem er nálægt landamærum Marokkó. Árið 2013 hafi Sid tekið þátt í handtöku á meðlimi AIS (Islamic Salvation Army). Í kjölfarið hafi samstarfsmaður Sid verið myrtur af meðlimum AIS og Sid hafi kjölfarið farið einn til Írlands og sótt um hæli. Hann sneri aftur til Alsír árið 2014.Morgane Priet-MaheoVísir/Andri MarinóMorgane Priet-Maheo er vinkona fjölskyldunnar og hafa þau veitt henni umboð til að fara með mál þeirra, en lögmaður fjölskyldunnar er staddur erlendis. Hún segist hafa síðast í dag sótt um endurupptöku á máli fjölskyldunnar. „Þau voru núna að taka þau í burtu og ég er búin að reyna alls konar í dag til að fresta þessu. Það er ekki búið að tala við Aya og HIchem, yngstu börnin þeirra. Það eru alls konar brot á réttindum barna í máli þeirra,“ segir Morgane í samtali við Vísi. „Ég sendi beiðni um endurupptöku á máli þeirra í dag og mér var sagt að það myndi fresta brottvísuninni en það gerðist ekki.“ Hún segist hafa fengið þau svör að fjölskyldunni hafi verið neitað um hæli og að brottvísun þeirra yrði ekki frestað en að hún gæti lagt fram ný gögn í málinu. „Það var ekkert rætt við Ayu og Hichem. Í skýrslu kærunefndar eru þau nefnd einu sinni í byrjun þegar það er sagt hvenær þau fæddust og svo er bara talað um þau sem börn hennar,“ segir Morgane. „Ég er búin að finna skýrslur frá umboðsmanni í Spáni þar sem segir að oft þurfi fólk að bíða í állt að mánuð til að fá húsnæði.“ Hún segir að fjölskyldan þekki engan á Spáni og tali enga spænsku. Á styrktarsíðu fjölskyldunnar segir einnig að Aymane, elsti sonur þeirra hjóna, hafi neitað að gegna herskyldu og getur hann átt yfir sér fangelsisdóm í Alsír fyrir vikið. Auk þess hafi föðurbróður Sid reynt að neyða Imane, eldri dóttur þeirra, í hjónaband með ókunnugum manni á meðan Sid var á Írlandi. Þar segir að Sid sé sannfærður um að þrýstingur frá AIS hafi legið á baki tilrauninni til nauðgunargiftingarinnar.
Flóttamenn Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira