Handbolti

Makedónar voru handboltaóðir um síðustu helgi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Vardar fóru á kostum í höllinni í Köln um síðustu helgi.
Stuðningsmenn Vardar fóru á kostum í höllinni í Köln um síðustu helgi. vísir/getty
Sigur Vardar í Meistaradeildinni um síðustu helgi var stærsta íþróttaafrek í sögu Makedóníu og þjóðin fylgdist með.

Vardar lagði Barcelona í undanúrslitunum og PSG í úrslitaleiknum. Báða leikina vann liðið með marki í blálokin. Eins mikil dramatík og mögulegt var að fá.

Af þeim sem horfðu á sjónvarpið í Makedóníu á sunnudag voru 80 prósent að horfa á úrslitaleik Vardar og PSG. Þetta er tölur sem iðulega sjást aðeins á Íslandi.

Móttökurnar sem liðið fékk við heimkomuna til Skopje voru líka ótrúlegar en áætlað er að um 150 þúsund manns hafi mætt niður í bæ til þess að fagna liðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×