Þetta eru vinsælustu vörurnar í Costco í Kauptúni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2017 13:45 Costco hefur notið mikilla vinsælda síðan það opnaði og virðast landsmenn meðal annars sólgnir í ávextina sem þar eru seldir og rakvélablöðin. vísir/eyþór Óhætt er að fullyrða að Íslendingar hafi tekið bandaríska verslunarrisanum Costco opnum örmum. Verslunin opnaði í Kauptúni í Garðabæ fyrir rúmum tveimur vikum og hefur ítrekað myndast röð við verslunina af áhugasömum viðskiptavinum. Þá er Facebook-hópurinn Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð að öllum líkindum stærsti Facebook-hópur sem Íslendingar hafa safnast saman í en meðlimirnir eru nú rúmlega 78 þúsund talsins. Til að mega versla í Costco þarf að gerast meðlimur hjá keðjunni og eru rúmlega 60 þúsund Íslendingar nú þegar greiðandi meðlimir hjá versluninni hér á landi. En hvað eru þessir tugir þúsunda landsmanna að kaupa í Costco? Vísi lék forvitni á að vita hvaða vörur væru vinsælastar og sendi því fyrirspurn til Steven Pappas, aðstoðarforstjóra Costco í Evrópu. Vinsælustu vörurnar í Costco á Íslandi eru eftirfarandi samkvæmt svari Pappas: • Ferskir ávextir og ferskt grænmeti • Pizza • Sushi • Kjöt, fiskur og kjúklingur • Lífrænar matvörur • Rakvélablöð • Klósettpappír • Íþróttavörur • Grill • Fatnaður • Brauð, kökur og annað bakkelsi • Þvottaefni • Gleraugu • Dekk • Bensín og díselolía Að sögn Pappas var salan í Costco í Garðabæ „mjög mikil“ fyrstu vikurnar og á pari við söluna á miklu stærri markaðssvæðum eins og í Japan, Kóreu og Bretlandi. Hann vill þó ekki gefa upp fjárhæðir í þessu samhengi. Þá er opnunin hér á landi sú stærsta hjá Costco í nýju landi hvað varðar aðildafjölda en fyrra metið átti Melbourne í Ástralíu. Ársaðild að Costco kostar 4.800 krónur fyrir einstakling og 3.800 krónur fyrir fyrirtæki. Langstærsti hluti þeirra sem eru með aðild eru einstaklingar og má því gróflega áætla að Íslendingar hafi greitt Costco nærri því 300 milljónir í aðildargjöld. Costco Tengdar fréttir Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Stórlækka verð eftir að þau fóru að kaupa inn í Costco Matvöruverslun á Akranesi er farin að geta boðið viðskiptavinum sínum mun betri verð eftir að farið var að versla vörur af Costco. 5. júní 2017 10:59 Einn af hverjum fjórum meðlimur í Costco Aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu segir opnunina á Íslandi þá stærstu í sögu verslunarinnar. 7. júní 2017 10:44 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að Íslendingar hafi tekið bandaríska verslunarrisanum Costco opnum örmum. Verslunin opnaði í Kauptúni í Garðabæ fyrir rúmum tveimur vikum og hefur ítrekað myndast röð við verslunina af áhugasömum viðskiptavinum. Þá er Facebook-hópurinn Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð að öllum líkindum stærsti Facebook-hópur sem Íslendingar hafa safnast saman í en meðlimirnir eru nú rúmlega 78 þúsund talsins. Til að mega versla í Costco þarf að gerast meðlimur hjá keðjunni og eru rúmlega 60 þúsund Íslendingar nú þegar greiðandi meðlimir hjá versluninni hér á landi. En hvað eru þessir tugir þúsunda landsmanna að kaupa í Costco? Vísi lék forvitni á að vita hvaða vörur væru vinsælastar og sendi því fyrirspurn til Steven Pappas, aðstoðarforstjóra Costco í Evrópu. Vinsælustu vörurnar í Costco á Íslandi eru eftirfarandi samkvæmt svari Pappas: • Ferskir ávextir og ferskt grænmeti • Pizza • Sushi • Kjöt, fiskur og kjúklingur • Lífrænar matvörur • Rakvélablöð • Klósettpappír • Íþróttavörur • Grill • Fatnaður • Brauð, kökur og annað bakkelsi • Þvottaefni • Gleraugu • Dekk • Bensín og díselolía Að sögn Pappas var salan í Costco í Garðabæ „mjög mikil“ fyrstu vikurnar og á pari við söluna á miklu stærri markaðssvæðum eins og í Japan, Kóreu og Bretlandi. Hann vill þó ekki gefa upp fjárhæðir í þessu samhengi. Þá er opnunin hér á landi sú stærsta hjá Costco í nýju landi hvað varðar aðildafjölda en fyrra metið átti Melbourne í Ástralíu. Ársaðild að Costco kostar 4.800 krónur fyrir einstakling og 3.800 krónur fyrir fyrirtæki. Langstærsti hluti þeirra sem eru með aðild eru einstaklingar og má því gróflega áætla að Íslendingar hafi greitt Costco nærri því 300 milljónir í aðildargjöld.
Costco Tengdar fréttir Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Stórlækka verð eftir að þau fóru að kaupa inn í Costco Matvöruverslun á Akranesi er farin að geta boðið viðskiptavinum sínum mun betri verð eftir að farið var að versla vörur af Costco. 5. júní 2017 10:59 Einn af hverjum fjórum meðlimur í Costco Aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu segir opnunina á Íslandi þá stærstu í sögu verslunarinnar. 7. júní 2017 10:44 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45
Stórlækka verð eftir að þau fóru að kaupa inn í Costco Matvöruverslun á Akranesi er farin að geta boðið viðskiptavinum sínum mun betri verð eftir að farið var að versla vörur af Costco. 5. júní 2017 10:59
Einn af hverjum fjórum meðlimur í Costco Aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu segir opnunina á Íslandi þá stærstu í sögu verslunarinnar. 7. júní 2017 10:44