Hefja innheimtu bílastæðagjalda í Skaftafelli og við Dettifoss Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. júní 2017 19:25 Til að byrja með verður hafin gjaldtaka í Skaftafelli og við Dettifoss og er áætlað að hún hefjist nú í júní. Vísir Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum. Til að byrja með verður hafin gjaldtaka í Skaftafelli og við Dettifoss og er áætlað að hún hefjist nú í júní. Þetta var samþykkt á fundi stjórnarinnar í maí og í fundargerð segir að gjaldtakan sé til að mæta kröfum um sértekjur. Þá er gert ráð fyrir að gjaldskráin verði í samræmi við aðra þjóðgarða á Íslandi. Þá ákvað stjórnin einnig að framkvæmd gjaldtökunnar verði boðin út til næstu áramóta í tilraunaskyni og var framkvæmdastjóra falið að hafa umsjón með útboði og uppfærslu á gjaldskrá í samræmi við gjaldskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum. Ármann Höskuldsson, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs segir að gjaldið sé til að styrkja þjónustu sem verði að bjóða upp á á svæðinu. „Þetta er hefðbundið, bara sama og Þingvallaþjóðgarður er að gera og þetta verður væntanlega gert á bílastæðunum í Skaftafelli og við Dettifoss því þar er búið að leggja ákveðið út fyrir ákveðinni þjónustu. Svo er þetta til að styrkja þá þjónustu sem við verðum að bjóða upp á. Við erum að fá hátt í, í 800-900 þúsund manns í Skaftafelli og eitthvað verðum við að gera. Það geta ekki allir farið út í runna að pissa. Það gengur ekki þannig,“ segir Ármann í samtali við Vísi. Hann segir að gjaldi verði það sama og á Þingvöllum. „Fyrir einkabíl eru það 500 krónur, eitt gjald inn á sólarhring. Það er alveg sama þótt þú sért í þrjá tíma eða tíu tíma, það er 500 kall. Svo verður aðeins hærra gjald á stóra bíla, rútur og slíkt, sem er eðlilegt það er fleira fólk í þeim bílum.“Ármann HöskuldssonHann segir að það hafi lengi staðið til að hefja gjaldtökur á svæðinu til að bregðast við aukningu ferðamanna. „Sem aftur á móti kemur ekki fram í fjárveitingum til garðsins og einhvern veginn verðum við að reyna að svara þessari aukningu. Það er ábyrgðarhlutverk okkar því við stjórnum því ekki hverjir koma. En einhvernvegin verðum við að reyna að svara því þannig að aðstæður séu boðlegar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að það komi endalaust gestir hér inn og það sé einhver með smúldælu á klósettunum á klukkutíma fresti, þetta er náttúrulega orðinn svakalegur fjöldi sem er að koma.“ Útboð í þau tæki sem þarf til að hefja gjaldtöku eru nú hjá Ríkiskaupum. Ármann segist gera ráð fyrir að úr því verði skorið um miðjan mánuðinn hver bjóði hagstæðast í verkið og þá verði strax farið í að koma tækjabúnaðinum upp. „Í Skaftafelli og við Dettifoss þar sem við ætlum að byrja þá er bara svakalegur fjöldi sem er að koma og ef við ætlum að svara þessu einhvern veginn öðruvísi þá þarf einhverja 20-30 starfsmenn og það er ekkert hlaupið að því að ná í starfsfólk í dag.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum. Til að byrja með verður hafin gjaldtaka í Skaftafelli og við Dettifoss og er áætlað að hún hefjist nú í júní. Þetta var samþykkt á fundi stjórnarinnar í maí og í fundargerð segir að gjaldtakan sé til að mæta kröfum um sértekjur. Þá er gert ráð fyrir að gjaldskráin verði í samræmi við aðra þjóðgarða á Íslandi. Þá ákvað stjórnin einnig að framkvæmd gjaldtökunnar verði boðin út til næstu áramóta í tilraunaskyni og var framkvæmdastjóra falið að hafa umsjón með útboði og uppfærslu á gjaldskrá í samræmi við gjaldskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum. Ármann Höskuldsson, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs segir að gjaldið sé til að styrkja þjónustu sem verði að bjóða upp á á svæðinu. „Þetta er hefðbundið, bara sama og Þingvallaþjóðgarður er að gera og þetta verður væntanlega gert á bílastæðunum í Skaftafelli og við Dettifoss því þar er búið að leggja ákveðið út fyrir ákveðinni þjónustu. Svo er þetta til að styrkja þá þjónustu sem við verðum að bjóða upp á. Við erum að fá hátt í, í 800-900 þúsund manns í Skaftafelli og eitthvað verðum við að gera. Það geta ekki allir farið út í runna að pissa. Það gengur ekki þannig,“ segir Ármann í samtali við Vísi. Hann segir að gjaldi verði það sama og á Þingvöllum. „Fyrir einkabíl eru það 500 krónur, eitt gjald inn á sólarhring. Það er alveg sama þótt þú sért í þrjá tíma eða tíu tíma, það er 500 kall. Svo verður aðeins hærra gjald á stóra bíla, rútur og slíkt, sem er eðlilegt það er fleira fólk í þeim bílum.“Ármann HöskuldssonHann segir að það hafi lengi staðið til að hefja gjaldtökur á svæðinu til að bregðast við aukningu ferðamanna. „Sem aftur á móti kemur ekki fram í fjárveitingum til garðsins og einhvern veginn verðum við að reyna að svara þessari aukningu. Það er ábyrgðarhlutverk okkar því við stjórnum því ekki hverjir koma. En einhvernvegin verðum við að reyna að svara því þannig að aðstæður séu boðlegar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að það komi endalaust gestir hér inn og það sé einhver með smúldælu á klósettunum á klukkutíma fresti, þetta er náttúrulega orðinn svakalegur fjöldi sem er að koma.“ Útboð í þau tæki sem þarf til að hefja gjaldtöku eru nú hjá Ríkiskaupum. Ármann segist gera ráð fyrir að úr því verði skorið um miðjan mánuðinn hver bjóði hagstæðast í verkið og þá verði strax farið í að koma tækjabúnaðinum upp. „Í Skaftafelli og við Dettifoss þar sem við ætlum að byrja þá er bara svakalegur fjöldi sem er að koma og ef við ætlum að svara þessu einhvern veginn öðruvísi þá þarf einhverja 20-30 starfsmenn og það er ekkert hlaupið að því að ná í starfsfólk í dag.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira