Manndráp í Mosfellsdal: Andrea Kristín afar ósátt við slúður og nafnbirtingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2017 10:45 Ég væri ekki mannleg ef ég iðraðist ekki gjörða minna og hef átt erfitt með að horfast í augu við þær allan tímann, sagði Andrea Kristín í viðtali við Fréttablaðið árið 2012. Vísir/Stefán Andrea Kristín Unnarsdóttir er afar ósátt við að hún sé sögð meðal hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal í gær. Andrea á sér brotasögu en segist hafa snúið við blaðinu. Það sé hins vegar langt í frá auðvelt og draugar fortíðar banki reglulega upp á. Sex voru handtekin í gærkvöldi vegna alvarlegrar líkamsárásar við Æsustaði í Mosfellsdal á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Um er að ræða fimm karlmenn og eina konu. Árásin var hrottaleg en meðal hinna handteknu er Jón Trausti Lúthersson og bræður sem hlutu fangelsisdóm í febrúar fyrir skotárás. Andrea var nafngreind í að minnsta kosti tveimur fjölmiðlum í tengslum við málið í morgun. Hávær orðrómur hefur verið uppi um að konan sé Andrea Kristín og hafa verið birtar fréttir þess efnis í einstökum fjölmiðlum. „Ég hef tekið út minn dóm,“ segir Andrea sem var á mótorhjólinu með vini sínum í gærkvöldi og hvergi nálægt vettvangi árásarinnar. Síminn hafi hins vegar ekki stoppað og hvað þá „messenger“ á Facebook þar sem hvert skjáskotið með nafni hennar á fætur öðru hefur birst. Sjá einnig: Byrja upp á nýtt eftir afplánun „Ég held þau séu orðin 36,“ segir Andrea um skjáskotin en um er að ræða spjall á samfélagsmiðlinum þar sem fullyrt er að hún sé á meðal hinna handteknu. Hafði hún hringt eitt símtal í aðila sem hún þekkti ekki en hafði nafngreint hana til að leiðrétta misskilninginn. Andrea getur ekki neitað því að hún þekkir til þeirra sem handteknir voru vegna málsins og eru í haldi lögreglu. Hún hafi sagt skilið við þessa drauga fortíðar en það sé þó erfitt. „Ef ég segi nei, þá er ég rænd eða eitthvað skemmt,“ segir Andrea sem er flutt af höfuðborgarsvæðinu og leggur áherslu á að sinna börnunum sínum. „Ég vil ekki vera partur af neinu af þessu lengur.“ Hún bendir á að lífið hjá fólki hljóti að vera leiðinlegt ef það hafi ekkert betra að gera en að slúðra um nafnið hennar á Facebook í tengslum við svo sorglegt mál.Uppfært klukkan 12:03DV hefur beðist afsökunar á nafnbirtingunni. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. 8. júní 2017 10:41 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Andrea Kristín Unnarsdóttir er afar ósátt við að hún sé sögð meðal hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal í gær. Andrea á sér brotasögu en segist hafa snúið við blaðinu. Það sé hins vegar langt í frá auðvelt og draugar fortíðar banki reglulega upp á. Sex voru handtekin í gærkvöldi vegna alvarlegrar líkamsárásar við Æsustaði í Mosfellsdal á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Um er að ræða fimm karlmenn og eina konu. Árásin var hrottaleg en meðal hinna handteknu er Jón Trausti Lúthersson og bræður sem hlutu fangelsisdóm í febrúar fyrir skotárás. Andrea var nafngreind í að minnsta kosti tveimur fjölmiðlum í tengslum við málið í morgun. Hávær orðrómur hefur verið uppi um að konan sé Andrea Kristín og hafa verið birtar fréttir þess efnis í einstökum fjölmiðlum. „Ég hef tekið út minn dóm,“ segir Andrea sem var á mótorhjólinu með vini sínum í gærkvöldi og hvergi nálægt vettvangi árásarinnar. Síminn hafi hins vegar ekki stoppað og hvað þá „messenger“ á Facebook þar sem hvert skjáskotið með nafni hennar á fætur öðru hefur birst. Sjá einnig: Byrja upp á nýtt eftir afplánun „Ég held þau séu orðin 36,“ segir Andrea um skjáskotin en um er að ræða spjall á samfélagsmiðlinum þar sem fullyrt er að hún sé á meðal hinna handteknu. Hafði hún hringt eitt símtal í aðila sem hún þekkti ekki en hafði nafngreint hana til að leiðrétta misskilninginn. Andrea getur ekki neitað því að hún þekkir til þeirra sem handteknir voru vegna málsins og eru í haldi lögreglu. Hún hafi sagt skilið við þessa drauga fortíðar en það sé þó erfitt. „Ef ég segi nei, þá er ég rænd eða eitthvað skemmt,“ segir Andrea sem er flutt af höfuðborgarsvæðinu og leggur áherslu á að sinna börnunum sínum. „Ég vil ekki vera partur af neinu af þessu lengur.“ Hún bendir á að lífið hjá fólki hljóti að vera leiðinlegt ef það hafi ekkert betra að gera en að slúðra um nafnið hennar á Facebook í tengslum við svo sorglegt mál.Uppfært klukkan 12:03DV hefur beðist afsökunar á nafnbirtingunni.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. 8. júní 2017 10:41 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54
Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. 8. júní 2017 10:41
Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11
Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48