Foreldrafélagið segir Melaskóla vera að grotna niður Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2017 20:00 Nemendum í Melaskóla í vesturbæ Reykjavíkur hefur fjölgað mikið síðustu ár. Talið er að húsnæði skólans beri ekki fleiri en 550 nemendur. En síðasta áratug hefur nemendafjöldinn farið vel yfir þau mörk og nú í vetur hafa 655 nemendur stundað nám í skólanum. Katrín Oddsdóttir, sem er í foreldrafélagi og skólaráði skólans, segir þessa miklu fjölgun hefur orðið til þess að öllu tiltæku rými hefur verið breytt í hefðbundnar skólastofur sem bitnar á skólastarfinu. „Sérstaklega í því sem snýr að aðstöðu kennara, sérkennsluveri, námsrými, bókasafnið er orðið helmingi minn og hátíðarsalur orðinn tónmenntastofa," segir hún og bætir við að viðhaldi hafi verið vanrækt í fjölda ára sem sjáist á húsnæði og útileiksvæði, mötuneyti hafi verið holað niður í kjallara, salerni séu of fá og tölvu- og tækjakostur lélegur. „Hér er til dæmis engin aðstaða fyrir fötluð börn, það er ekki lyfta í skólanum og klósettaðstaðan býður ekki upp á fólk í hjólastól. Þannig að eðlilega hafa fötluð börn ekki sótt um inngöngu í þennan skóla og því engin fötluð börn í skólanum. Foreldrafélag skólans hefur sent tvær ályktanir til borgaryfirvalda þar sem vandinn er reifaður og bent á að nemendur Melaskóla búi við fæsta fermetra í borginni, fæst stöðugildi og lægstu fjárveitingu á hvert barn. Katrín segir engin formleg svör hafa borist en málið hafi verið rætt á fundi skóla- og frístundaráðs þar sem tillaga um nýbyggingu og aðrar skammtímalausnir komu fram. „En báðum þessum erindum var frestað. Við erum að kalla eftir skýrum svörum um hvað verði gert hér," segir hún. Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Innlent Fleiri fréttir Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Sjá meira
Nemendum í Melaskóla í vesturbæ Reykjavíkur hefur fjölgað mikið síðustu ár. Talið er að húsnæði skólans beri ekki fleiri en 550 nemendur. En síðasta áratug hefur nemendafjöldinn farið vel yfir þau mörk og nú í vetur hafa 655 nemendur stundað nám í skólanum. Katrín Oddsdóttir, sem er í foreldrafélagi og skólaráði skólans, segir þessa miklu fjölgun hefur orðið til þess að öllu tiltæku rými hefur verið breytt í hefðbundnar skólastofur sem bitnar á skólastarfinu. „Sérstaklega í því sem snýr að aðstöðu kennara, sérkennsluveri, námsrými, bókasafnið er orðið helmingi minn og hátíðarsalur orðinn tónmenntastofa," segir hún og bætir við að viðhaldi hafi verið vanrækt í fjölda ára sem sjáist á húsnæði og útileiksvæði, mötuneyti hafi verið holað niður í kjallara, salerni séu of fá og tölvu- og tækjakostur lélegur. „Hér er til dæmis engin aðstaða fyrir fötluð börn, það er ekki lyfta í skólanum og klósettaðstaðan býður ekki upp á fólk í hjólastól. Þannig að eðlilega hafa fötluð börn ekki sótt um inngöngu í þennan skóla og því engin fötluð börn í skólanum. Foreldrafélag skólans hefur sent tvær ályktanir til borgaryfirvalda þar sem vandinn er reifaður og bent á að nemendur Melaskóla búi við fæsta fermetra í borginni, fæst stöðugildi og lægstu fjárveitingu á hvert barn. Katrín segir engin formleg svör hafa borist en málið hafi verið rætt á fundi skóla- og frístundaráðs þar sem tillaga um nýbyggingu og aðrar skammtímalausnir komu fram. „En báðum þessum erindum var frestað. Við erum að kalla eftir skýrum svörum um hvað verði gert hér," segir hún.
Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Innlent Fleiri fréttir Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Sjá meira